Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 ✝ Guðjón Guð-mundsson fæddist 17. sept- ember 1932 í Hafnarfirði. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 2. desember 2018. Guðjón var son- ur hjónanna Elísa- betar Ein- arsdóttur, f. 3.11. 1898, d. 14.2. 1989, og Guðmundar Ágústs Jónssonar, f. 3.1. 1896, d. 27.2. 1982. Systkini Guðjóns voru Einar, f. 19.4. 1924, d. 20.12. 2005, Hrefna, f. 27.5. 1925, Sig- ríður, f. 19.6. 1926, d. 25.9. 2015, Jóhannes, f. 1.7. 1928, d. 6.12. 2002, og Birgir, f. 29.3. 1936. Árið 1956 kvæntist Guðjón fyrri eiginkonu sinni, Jóhönnu Theodóru Bjarnadóttur, f. 3.1. 1931, d. 30.11. 1990. Þau skildu. Guðjón og Jóhanna eignuðust Flensborgarskóla áður en hann hóf nám í rafvélavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Eftir að náminu lauk starfaði Guðjón m.a. sem rafvélavirki á far- skipum og hjá Landssmiðjunni. Síðar réð Guðjón sig til starfa í Rafha í Hafnarfirði og var þar verkstjóri í lampadeild til fjölda ára áður en hann stofn- aði fyrirtækið Flúrlampa hf. ásamt Andrési Gunnarssyni, ár- ið 1978. Starfaði Guðjón í fyr- irtæki sínu allt til 2002 er þeir félagar seldu það. Guðjón sat í stjórn Ljóstæknifélags Íslands 1972-1981. Guðjón lærði einnig flug og fékk einkaflugmanns- réttindi upp úr tvítugu. Þá lærði hann gítarleik um árabil og var mikill áhugamaður um spænska klassíska gítartónlist. Útivist og ferðamennska, sér í lagi innanlands, var Guðjóni mjög mikilvæg og eyddi hann löngum stundum á ferðalögum um landið. Fuglar voru sér- stakt áhugamál hans og tók hann fjölda ljósmynda af ýms- um fuglategundum í gegnum árin. Guðjón verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 13. desember 2018, klukk- an 15. þrjár dætur, Krist- ínu Elísabetu, f. 2.2. 1957, Önnu Margréti, f. 1.6. 1961, og Jóhönnu Björk, f. 4.1. 1968. Fyrir átti Jóhanna tvær dætur, þær Hrefnu, f. 4.6. 1951, d. 10. febr- úar 2017, og Brynju, f. 7.2. 1953, Birgisdætur, og ólst sú síðarnefnda upp á heimili Guðjóns og Jóhönnu. Barnabörn Guðjóns eru sex og barnabarnabörnin einnig sex. Seinni eiginkona Guðjóns, sem lifir mann sinn, er Elsa Heike Jóakimsdóttir, f. 28.3. 1936. Hún á þrjú börn með fyrri manni sínum: Svandísi, Kristínu og Jóhann Ludwig. Guðjón ólst upp á marg- mennu heimili fjölskyldu sinnar við Linnetstíg 9b í Hafnarfirði. Eftir grunnnám í Lækjarskóla gekk hann nokkra vetur í Mér er það bæði ljúft og skylt að rita nokkur minningarorð um kæran föður. Vandmeðfarið – en þó ekki. Ljúfmennið sem ætíð var til staðar, jafnt að nóttu sem degi, í blíðu og stríðu. Fjöl- skylda hans og velferð hennar skiptu hann öllu máli. Hann var kletturinn í lífi okk- ar systra. Þegar við höfðum storminn í fangið, gegnum erfitt sjúkdómsferli móður okkar sem lést um aldur fram, var hann kletturinn sem við hölluðum okkur að. Hann var jafnaðarmaður mik- ill. Inn að innsta kjarna. Svo stór í sinni jafnaðarmennsku. Réttlætiskennd hans var við- brugðið. Hann mátti ekkert aumt sjá. Hvorki hjá þeim sem hann unni, né hjá þeim sem fáa áttu sér málsvara. Hann var Íslendingur með stóru í-i. Hann var íslensk nátt- úra, já, hún var hans. Varla finnst sú þúfa hér á landi sem hann ekki hefur tyllt tá á. Og hann þreyttist aldrei á að deila úr sínum viskubrunni þegar málefni náttúrunnar bar á góma. Og fuglaflóra Íslands – maður lifandi – hann þekkti þá alla, hvort heldur í sjón og/eða hljóði. Einn dagskrárliður Ríkis- útvarpsins í æsku minni var „Fugl dagsins“, sem var útvarp- að daglega fyrir lestur hádeg- isfrétta. Ætíð sama spennan í loftinu, hvort pabbi þekkti hljóð fuglsins, áður en tilkynnt var um hvaða fugl væri að ræða. Auðvitað varð hann fyrri til. Og þegar hægðist um settist hann niður og tálgaði alla þessa smávini sína. Ekkert verkefni var svo stórt að hann ekki leysti það með sinni rómuðu vandvirkni. Æsku- heimilið reist nánast með hans tveimur höndum, eftir langa vinnudaga. Og ekkert verkefni var heldur svo auvirðilegt að ekki mætti leysa það á sem best- an máta. Mér kemur í hug þegar eina af dætrunum vantaði pils klukkustund fyrir dansleik. Það var pabbi sem saumaði pilsið, svo dóttirin kæmist út á lífið. Og ævistarfið var að smíða og framleiða flúrlampa sem nú lýsa upp margar af stórum bygging- um landsins og fallegu batik- lamparnir sem hann hannaði og gaf sínum kærustu, þegar örfáar frístundir gáfust. Hann var hógværðin uppmál- uð, hreykti sér aldrei, barst aldrei á, talaði aldrei illa um nokkurn mann og skammaði mig aðeins einu sinni. Hann var ljúf- menni. Ég sagði alltaf við pabba að hann yrði trúlega allra karla elstur, genin góð, heilbrigt líf- erni og hæglæti. Hafði þá trú að hann myndi lifa mig. En það var ægivald Alzheim- er-sjúkdómsins sem læsti klón- um sínum í hann fyrir fjórum árum. Og ekkert varð við ráðið. Það er óendanlega sárt að fylgja sínum kærustu í gegnum þetta ferli. Vonandi finna læknavísindin ráð í framtíðinni gegn þessum vágesti. Hann dvaldi upp á dag tvö ár á elliheimilinu Grund og naut þar góðrar umönnunar. Eins átti hann góðar stundir í Hlíðabæ. Ég vil koma á fram- færi kæru þakklæti mínu til starfsfólks þessara tveggja heimila. Ég tek við kyndlinum, minn kæri faðir, óska þér góðrar heimferðar í eilífðarlandið og megir þú verða móttekinn þar með ljúfum gítartónum og öllum þeim elskulegheitum sem kunna þar að finnast. Myndin af þér með sjónauk- ann um hálsinn geymist. Minning þín mun lýsa okkur öllum áfram veginn. Kristín Elísabet Guðjónsdóttir. Guðjóni Guðmundssyni kynntist ég fyrir rúmum tuttugu árum þegar samvistir mínar og Önnu Margrétar dóttur hans hófust. Fyrstu kynnin voru ánægju- leg og gáfu tóninn fyrir öll sam- skipti okkar síðar. Hann var hlédrægur án þess þó að vera feiminn, alúðlegur, þægilegur og hjálpsamur og aldrei sá ég hann skipta skapi. Mér segir svo hugur að allir minnist hans með sama hætti og eigi aðeins góðar minningar um öll samskipti við hann. Eflaust átti hann fleiri hliðar en þeim kynntist ég ekki og hef engar spurnir af. Guðjón var rafvélavirki að mennt en starfaði þó ekki lengi við þá hlið rafmagnsmála því ungur var hann orðinn verk- stjóri lampadeildar Rafha í Hafnarfirði. Þá voru framleiddir þar flúr- lampar og það sem eftir lifði starfsævi hans hannaði hann og framleiddi þannig ljós og lampa í fyrirtæki sínu Flúrlampar. Lengi vel stóð ég í þeirri trú að Flúrlampar framleiddu að- eins ljós og lampa að fyrirskrift arkitekta og hönnuða en smám saman varð mér ljóst að Guðjón hannaði einnig ljós auk þess að vinna mikið með arkitektum og öðrum hönnuðum að útfærslu á lýsingu í byggingum. Þá sat hann í stjórn Ljóstæknifélags Íslands í mörg ár en markmið þess er að stuðla að betri lýs- ingu og sjónskilyrðum og veita almenna, hlutlausa fræðslu um allt er varðar lýsingu og sjón- starf. Trúlega hefur þessi þáttur vinnunnar veitt honum mesta ánægju og útrás fyrir sköpunar- þörfina, sem honum var rík. Hæfni hans í þessu efni, vand- virkni og meistarataktar í smíði komu svo einstaklega skemmti- lega í ljós þegar hann færði okk- ur hjónum lampa sem hann smíðaði handa okkur. Þá rifjaðist einnig upp sam- starf hans við verslunina Kirkju- muni, sem var í Kirkjustræti, þegar hann bjó til lampa sem voru með batikverkum Sigrúnar Jónsdóttur og sem prýddu mörg heimili á þeim tíma. Það lék reyndar flest í hönd- um Guðjóns og hann var af þeirri kynslóð sem byggði húsin sín sjálf og þurfti helst að kunna skil á öllum verklegum fram- kvæmdum, bílaviðgerðum og saumaskap svo fátt eitt sé nefnt. Það var ekki aðeins á sviði hönnunar sem áhugamál okkar Guðjóns lágu saman því hann var einstakur náttúruunnandi og ferðaðist mikið um landið. Á þeim ferðum sínum áttu fuglar himinsins stóran þátt í ánægj- unni og áhuginn á fuglum fylgdi honum ævina á enda. Það er ekki annað hægt en að þykja vænt um mann sem ann fögrum hlutum, góðri tónlist, náttúru landsins og síðast ekki síst þeim undraverum sem fugl- ar eru. Þessi áhugamál eða lífsmáti ásamt elsku og alúð í garð þeirra sem nærri honum stóðu segja kannski allt sem segja má um Guðjón. Það voru átök og erfiðleikar í hans lífi eins og allra annarra og eflaust hafa þau að einhverju leyti markað hann eins og verða vill en ekki til biturðar eða reiði heldur frekar til auðmýktar og æðruleysis. Guðjóns er saknað af öllum sem að honum stóðu og ég veit að við minnumst hans öll með þakklæti og góðum hug. Þorgeir Ólafsson. Leiftur tímans – í minningu Guðjóns Guðmundssonar. Í skini lampans leiftrandi myndir ómur sem berst um langan æviveg. Skuggaleikur á skermi ský að fela sól og fuglinn, fuglinn fljúgandi einsog tíminn. Hagleiksverk í höndum þínum hugarsmíðin sem kveikir slekkur og kveikir á ný ljós og líf í senn. Í skini lampans skammdegið og kyrrðin. (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Guðjón Guðmundsson ✝ Halldór Svav-arsson fæddist í Neskaupstað 6. apríl 1948. Hann lést á líknardeild Landspítalans 1. desember 2018. Foreldrar hans voru Guðrún Benediktsdóttir, f. 9. október 1912, d. 20. nóvember 1972, og Svavar Víglundsson, f. 28. desember 1903, d. 10. mars 1954. Systkin Halldórs sammæðra voru: Einar Grétar Þor- steinsson, f. 30. júlí 1932, d. 18. nóvember 2008. Pálmar Þorsteinsson, f. 8. september 1934, d. 27. júlí 2017. Stein- unn Þorsteinsdóttir, f. 9. febr- úar 1936, d. 25. janúar 2017. Sigurður B. Þorsteinsson, f. 30. júlí 1938, d. 13. janúar 1995. Hálfbróðir Halldórs, samfeðra, var Sigfús, f. 25. febrúar 1929, d. 13. maí 2011. Eftirlifandi alsystkini Hall- dórs eru Þorsteinn, f. 1. júlí 1946, og Dagný, f. 14. október 1949. Eftirlifandi eig- inkona Halldórs er Erla Krist- insdóttir, f. 25. desember 1948. Börn þeirra eru 1) Kristín Ágústa, f. 12. mars 1969, gift Guðjóni Víðissyni og eiga þau fjögur börn. 2) Kristinn Rúnar, f. 8. nóv- ember 1973, kvæntur Maríu Árnadóttur og eiga þau þrjú börn. 3) Svavar Örn, f. 17. janúar 1976, í sambúð með Lindu Hrönn og á hann þrjú börn. 4) Halldór Heiðar, 26. apríl 1982, kvæntur Agnesi Barkardóttur og eiga þau fimm börn. Halldór fór ungur til sjós. Seinni hluta ævinnar stundaði hann akstur vörubíls. Útför Halldórs fór fram 10. desember 2018 í kyrrþey að ósk hins látna. Það er komið að kveðju- stund, Dóri minn. Bróðir og vinur. Á stundum sem þessum er gott að eiga fjársjóð minninga sem hægt er að leita í; minn- inga sem verða til í erli lífsins og eru í raun það dýrmætasta sem við eigum. Minningar um sunnudagsbíltúrana með pabba í bílnum sem hann keypti árið 1952. Við fórum þá oft að hitta Margréti fósturömmu okkar og fjölskyldu á Býjaskerjum sunnan við Sandgerði. Hún var gæðakona og þú varst í uppá- haldi hjá henni. Þú áttir það til að blóta svolítið. Í stað þess að hasta á þig sagði Margrét gamla alltaf: „Blótaðu bara Dóri minn, en blótaðu bara ekki svona helvíti hátt.“ Minningar um líf og fjör hjá okkur sem snáðum. Þegar þú fimm ára varst með okkur bræðrum að færa til nótabát í eigu pabba okkar. Þú féllst í sjóinn og Pálmar og Siggi bræður okkar fiskuðu þig upp. Þú hafðir ekkert meitt þig en lést sko heyra í þér. Eitt sinn vorum við að rífast um brauðhníf í eldhúsinu heima. Þú hélst um skaftið en ég um blaðið. Skemmst er frá því að segja að þú vannst þá baráttu. Minningar um árið 1977 þegar við vorum saman á sjó á línu og netum. Sama ár um sumarið vorum við saman á handfærum á Drangsnesi. Það var gott sumar. Minningar um þá tíma þeg- ar þið Erla heimsóttuð okkur á Drangsnes og tókuð þátt í bryggjuhátíð með okkur. Minningar um góðan og traustan mann sem gott var að spjalla við og gaf frá sér hlýju og vináttu. Minningar þessar ásamt öll- um þeim sem eftir eru í fjár- sjóðskistu minninganna eru það sem yljar mér í nístings- kulda sorgarinnar, ásamt þeirri fullvissu að við eigum eftir að hittast aftur í Sum- arlandinu, kæri bróðir og vin- ur. Við fjölskyldan sendum Erlu, börnum ykkar og barna- börnum innilegar samúðar- kveðjur og megi Guð almáttur gefa ykkur styrk í sorginni. Þorsteinn Svavarsson og fjölskylda. Halldór Svavarsson Vegna skertra rekstrarframlaga til kirkjugarða verður afgreiðslutími skrifstofu Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma í Gufuneskirkjugarði styttur um helming frá 2. janúar 2019. Frá og með nýju ári verður skrifstofa KGRP í Gufunes- kirkjugarði opin frá klukkan 9 til 13 alla virka daga. Styttur opnunartími skrif- stofu í Gufuneskirkjugarði Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PÁLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR kennara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ísafoldar fyrir einstaka umönnun og samfylgd síðustu ár. Sigrún Sigurðardóttir Halldór M. Gunnarsson Anna Svanh. Sigurðardóttir Guðrún Rósa Sigurðardóttir Kjartan Sigurðsson Særún Jónasdóttir Haraldur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Alúðarþakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför AÐALSTEINS HALLSSONAR. Ebba Stefánsdóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GISSURAR ÞORVALDSSONAR, Kópalind 2. Við þökkum starfsfólki á deild 11G á LSH og heimahjúkrun Kópavogsbæjar fyrir afbragðsgóða umönnun og einstaklega hlýlegt viðmót. Hrefna Guðbjörg Ásmundsdóttir Ragnheiður J. Gissurard. Hulda Kristín Vatnsdal Ásgerður Gissurardóttir Axel Geirsson Þorvaldur H. Gissurarson Elsa Grímsdóttir Hörn Gissurardóttir Dufþakur Pálsson Gunnlaug Gissurardóttir Magnús Rögnvaldsson afa- og langafabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.