Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Jólaljós Þessi handlagni maður notfærði sér hlé sem varð á lægðaganginum og lagfærði jólaskraut í Kauptúni í Garðabæ. Eggert Íslendingar hafa jafn- an verið stoltir – og það með réttu – af sínum hlut í því að skipuleggja fund Míkhaíls Gorbatsjovs og Ronalds Reagans í októ- ber 1986 í Reykjavík. Á fundinum var lagður grunnur að hinum sögu- lega samningi um eyð- ingu á meðaldrægum og skammdrægum kjarna- eldflaugum. En nú blasir ný mynd við eftir að Bandaríkin lýstu því yfir að þau hygðust segja sig einhliða frá þessum samningi. Af þessu geta hlotist svo alvarlegar afleiðingar að leggja megi að jöfnu við ákvörðun Bandaríkjanna um að segja sig ein- hliða frá samningum um takmörkun gagneldflaugakerfa, Parísarsam- komulaginu í loftslagsmálum eða sameiginlegri heildaraðgerðaáætlun í tengslum við kjarnorkuáætlun Ír- ans. Inntak samningsins um með- aldrægar og skammdrægar kjarna- eldflaugar er, í einfölduðu máli, bann við tveimur tegundum eld- flauga sem geta, séu þær staðsettar nærri landamærum skotmarksins, náð því á augabragði með sprengi- hleðslu. Slíkt myndi tafarlaust kalla á gagnaðgerðir og fæli þannig í sér hættu á leiftursnöggri og ófyrir- sjáanlegri, stigmagnandi atburðarás þar sem sá sem fyrir árásinni varð myndi virkja allan herafla sinn og búnað. Vart þarf að taka fram að slíkt fæli einnig í sér ögrun sem við- komandi myndi þá velta fyrir sér að bregðast við með fyr- irbyggjandi árás fremur en með gagn- árás. Samningurinn um meðaldrægar og skammdrægar kjarnaeldflaugar, ásamt samningi um takmörkun gagneld- flaugakerfa, lagði þung lóð á vogarskál- arnar í því ferli að takmarka kjarnorku- vígbúnað og draga úr honum, við að tryggja hernaðarlega mikilvægan stöðugleika og alþjóðaöryggi og draga úr hættu á kjarnorkuátökum. Heimurinn er að breytast, og nú eru sum lönd farin að framleiða eld- flaugar sem Rússland og Bandaríkin höfðu útilokað fyrir sig með tvíhliða samningi. Rússland hefur lagt fram markvissar tillögur sem miða að því að unnt verði að taka tillit til þessara breytinga með viðræðum, án þess að fórna samningnum um með- aldrægar og skammdrægar kjarna- eldflaugar. Vladímír Pútín Rúss- landsforseti kom með þessa ábendingu: „Nú telja félagar okkar í Bandaríkjunum líklega að ástandið hafi breyst svo mikið að Bandaríkin þurfi einnig að eiga slík vopn. Hvert verður svar okkar? Það verður ein- falt: við gerum þá slíkt hið sama.“ Löngu áður en Bandaríkin lýstu því yfir að þau segðu sig frá samn- ingnum um meðaldrægar og skammdrægar kjarnaeldflaugar hafði Bandaríkjaþing veitt fé af fjár- lögum til þróunar á eldflaugum sem samningurinn kvað á um að væru bannaðar. Með öðrum orðum var sú ákvörðun tekin fyrir löngu, þegjandi og hljóðalaust, að Bandaríkin myndu segja sig frá samningnum um meðaldrægar og skammdrægar kjarnaeldflaugar. Nú reyna Bandaríkjamenn að láta líta út sem þessi einhliða ákvörðun þeirra sé Rússlandi að kenna; þeir hafa fengið bandamenn sína í Atl- antshafsbandalaginu til liðs við sig og „styrkt“ þar með keðju til- hæfulausra ásakana um „slæma hegðun“ Rússlands. Allar ásakanir þess efnis að Rúss- land eigi að hafa brotið samninginn um meðaldrægar og skammdrægar kjarnaeldflaugar eru tilhæfulausar. Þær eru getgátur einar. Við höfum ekki fengið afhent nein sönn- unargögn sem renna stoðum undir þessa afstöðu Bandaríkjanna. Ef að- ildarríki Atlantshafsbandalagsins hafa fengið slík gögn afhent, hvers vegna halda Bandaríkin þeim leynd- um fyrir Rússlandi? Opinber fulltrúi utanríkisráðuneytis Rússlands tók skýrt fram í þessu sambandi: „Eng- inn hefur með nokkrum hætti fært Rússlandi nein gögn, upplýsingar eða staðreyndir sem beri því vitni að stjórnvöld í Moskvu brjóti með nokkrum hætti gegn ákvæðum ofan- greinds samnings eða standi ekki samviskusamlega við ákvæði hans.“ Ásakanir í garð Rússlands eru til- raun til að breiða yfir hina raunveru- legu stöðu mála. Í yfirlýsingu V. Ge- rasímovs, yfirmanns yfirherráðs herafla Rússneska sambandsríkis- ins, segir: „Raunveruleg staða mála er þessi: Frá árinu 2000 höfum við hvatt Bandaríkjamenn til þess að hætta að nota eftirlíkingar með- aldrægra og skammdrægra skot- flauga fyrir æfingaskotmörk við prófanir á gagneldflaugakerfum, en samningurinn bannar það. Auk þess hafa alhliða eldflaugaskotkerfi MK-41, sem eru nú þegar staðsett í Rúmeníu og er verið að koma fyrir í Póllandi, getu til að skjóta á loft meðaldrægum stímflaugum, en það er beint brot á skuldbindingum sam- kvæmt samningnum um meðal- drægar og skammdrægar kjarna- eldflaugar. Önnur vandamál eru einnig fyrir hendi sem við höfum oft- ar en einu sinni bent samstarfs- mönnum okkar í Bandaríkjunum á að þarfnist nauðsynlega úrbóta.“ Ég vildi staðfesta þá eindregnu afstöðu Rússlands að samningurinn um meðaldrægar og skammdrægar kjarnaeldflaugar sé einn af mátt- arstólpum hernaðarlega mikilvægs stöðugleika og alþjóðaöryggis. Rússland leggst eindregið gegn því að samningnum sé fórnað. Við erum reiðubúin að halda áfram samræð- um um öll mál sem tengjast fram- kvæmd samningsins, á viðeigandi vettvangi – og að sjálfsögðu á grund- velli gagnkvæmrar virðingar og fag- mennsku, án þess að fram komi haldlausar ásakanir eða settir séu úrslitakostir. Tillögur okkar þar að lútandi eru vel kunnar og enn í fullu gildi. Hvað varðar enn eina tilraun til að mála Rússland sem einhvern skratta vegg – hvort sem handritið að þeim leikþætti kemur frá Integrity Initia- tive eða frá einhverjum öðrum „víg- stöðvum upplýsingahernaðar“ – með því að saka Rússland um allar dauðasyndir, skipulega og raka- laust, þá er það álit mitt að slík til- raun hljóti í dag ekki aðeins að vekja efasemdir hjá öllu venjulegu skyn- sömu fólki heldur einnig íróníu. Það að hrúga einfaldlega upp eintómum haldlausum ásökunum – allt frá „innrás“ í Georgíu og „innlimun“ Krímskaga til þess að „skjóta niður“ MH17, til „afskipta af kosningum“ og „Skrípal-málsins“ – nær ekki að draga upp hina tilætluðu mynd af „vondu löggunni“, en það er hlut- verk sem reynt er að klína á Rúss- land. Þvert á móti kemur það upp um hverjar fyrirætlanir „leikstjór- anna“ á bak við þessar ásakanir eru í raun. Rússland er allt of stórt og ábyrgt veldi til þess að bíta á agnið í þessum ögrunarleik, síst af öllu á þessum umbrotatímum þegar ný margpóla heimsskipun verður til. Það væri fagnaðarefni ef Ísland gegndi ávallt í þessu ferli því upp- byggilega hlutverki sem hófst með viðræðunum í Höfða. Eftir Anton Vasíliev » Allar ásakanir þess efnis að Rússland eigi að hafa brotið samninginn um með- aldrægar og skamm- drægar kjarnaeld- flaugar eru tilhæfulausar. Anton Vasíliev Varðandi yfirlýsingu Bandaríkjanna um að segja sig einhliða frá samningi um kjarnaeldflaugar Höfundur er sendiherra Rússlands á Íslandi. Vaxandi þungi er í op- inberri umræðu um kjara- viðræður sem fram undan eru á almennum og op- inberum vinnumarkaði. Við blasir að 243 samn- ingar verða lausir frá ára- mótum fram á mitt ár 2019. Samningar á al- mennum markaði – á milli ASÍ og SA – eru lausir um áramótin en 31. mars nk. losna 152 samningar hjá ríki og sveitarfélögum. Stéttarfélög innan Bandalags háskólamanna (BHM) vinna nú að kröfugerð sinni og er und- irbúningur fyrir samningatörn vorsins vel á veg kominn. Okkar bíður að eiga viðræður við þrjá viðsemjendur sam- tímis; ríkið, Reykjavíkurborg og Sam- band íslenskra sveitarfélaga. 30% launafólks hjá ríkinu eru í stéttarfélagi innan BHM en 14% hjá sveitar- félögum. Millitekjuhópurinn má ekki gleymast Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jak- obsdóttur tók við völdum hefur verið haft reglulegt samráð við aðila vinnu- markaðarins. Mikilvæg mál hafa verið sett á dagskrá, s.s. staða efnahags- mála, kjararáð, launatölfræði, þjóð- hagsráð og nú síðast framboðsvandi á húsnæðismarkaði. Ljóst má vera að beinar og óbeinar kröfur heildar- samtaka launafólks til stjórnvalda eru umtalsverðar í aðdraganda kjarasamn- inga. Í kjarasamningum við ríkið í febrúar á þessu ári voru lægstu laun innan BHM hækkuð í 417.000 kr. Það vill gleymast hversu margir á vinnumark- aði þiggja heildarlaun sem liggja á bilinu 400 til 600 þúsund krónur. Í um- ræðunni um mannsæmandi kjör er ekki nóg að einblína á muninn á milli hæstu og lægstu tekjutíundarinnar í samfélaginu. Það þarf einnig að skoða stöðu millitekjufólks, alls þorra al- mennings. Heildarmyndin skiptir máli og sú staðreynd að ráð- stöfunartekjur launafólks verða aldrei metnar án til- lits til skattbyrði og þess stuðnings sem ríkið veitir í velferðarkerfunum. Þessir þættir þurfa að vinna saman og þess vegna m.a. er nú horft til frumkvæðis stjórnvalda í húsnæðis- og skatta- málum. Endurgreiðslubyrði námslána Enginn deilir um mik- ilvægi menntunar fyrir hagsæld og góð lífskjör þjóðarinnar til framtíðar. Dýpra virðist á því að viðurkennt sé að einstaklingurinn þurfi einnig að njóta ábatans af því að sækja sér háskóla- menntun. Ávinningurinn af því að afla sér háskólamenntunar er einfaldlega of lítill á Íslandi og minni en í þeim lönd- um sem við viljum bera okkur saman við. Þessi staðreynd hefur margvís- legar neikvæðar afleiðingar. Fyrstan má nefnda nýliðunarvanda í stéttum sem gegna lykilhlutverki í heilbrigðis- og menntakerfi landsins. Í öðru lagi ýt- ir þessi staða undir atgervisflótta. Í þriðja lagi leggst endurgreiðslubyrði námslána þungt á einstaklinga og fjöl- skyldur. Í dag greiða margir háskóla- menntaðir fjárhæð sem samsvarar ráðstöfunartekjum eins mánaðar í ár- legar afborganir námslána. BHM hefur vakið athygli á byrði „tólfta mánaðarins“ og lagt til að hún verði létt með sérstökum ívilnunum í skattkerfinu. Þessi krafa mun vega þungt á vormánuðum. Þá hefur BHM einnig krafist þess að ábyrgðarmanna- kerfi LÍN verði afnumið að fullu. Það er sanngirnismál sem mikill stuðningur er við í samfélaginu. Leiðréttingin sem þurrkaðist út Á árunum eftir efnahagshrunið var samstaða á vinnumarkaði um að standa vörð um kjör hinna lægstlaunuðu í samfélaginu. Stéttarfélög innan BHM studdu það. Fyrir vikið dró nokkuð saman með háskólafólki og öðrum tekjuhópum. Þegar landið tók að rísa á árunum 2013-14 var ljóst að aðildar- félög BHM gætu ekki beðið lengur. Árið 2015 úrskurðaði lögskipaður gerðardómur að laun félagsmanna að- ildarfélaga BHM hjá ríkinu skyldu hækkuð og viðurkenndi þar með í reynd að háskólafólk hefði setið eftir. Í kjölfarið fengu þó aðrir hópar í sam- félaginu svipaðar hækkanir í kjara- samningum og leiðréttingaráhrif gerð- ardóms þurrkuðust út. Í komandi kjaraviðræðum verður ekki hvikað frá kröfunni um að fjárfesting fólks í menntun skili því eðlilegum og sann- gjörnum ávinningi. Ýmsir hópar innan okkar raða eiga langt í land með að fá menntun sína að fullu metna til launa. Menntun verði metin til launa Í febrúar sl. undirrituðu þrír ráð- herrar í ríkisstjórn Íslands yfirlýsingu um gerð mannaflaspár í heilbrigðis- kerfinu á grundvelli nýrrar heilbrigð- isstefnu. Þar eru einnig gefin mikilvæg fyrirheit um umbætur á starfsum- hverfi og kjörum heilbrigðisstétta inn- an BHM. Þá er ekki síður mikilvægt að fram komi raunhæfar tillögur um jöfnun launa milli vinnumarkaða í sam- ræmi við lífeyrissamkomulagið frá árinu 2016. Þar er mikið í húfi. Kjarasamningar á nýju ári þurfa að skila launafólki raunverulegri kaup- máttaraukningu í stöðugu efnahags- umhverfi. Til að svo geti orðið þarf ríkisstjórnin að leggja fram tillögur sem treysta velferð og húsnæðisöryggi í landinu, auk þess að bregðast af- dráttarlaust við kröfum aðildarfélaga BHM um að menntun verði metin til launa Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur » Í komandi kjara- viðræðum verður ekki hvikað frá kröfunni um að fjárfesting fólks í menntun skili því eðlilegum og sanngjörnum ávinningi. Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur er formaður BHM. Háskólafólk ætlar ekki að sitja eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.