Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Um leið og það kemur smá klaki niðri í bæ þá heldur fólk að það sé snjólaust í fjallinu. Svo er ekki og við verðum með opið í dag,“ segir Guð- mundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akur- eyri. Fyrsta opnun vetrarins var í Hlíðarfjalli um liðna helgi og nýttu sér margir þær frábæru aðstæður sem þá buðust. Í vikubyrjun hlýnaði allhressilega í veðri fyrir norðan og því hafa margir talið að skíða- ævintýrið sé úti í bili. Svo er ekki að sögn Guðmundar. „Það fór allt á kaf hér á Akureyri í síðustu viku og þá héldu allir að það væri líka allt á kafi í Hlíðarfjalli. Stað- reyndin er sú að það þarf aðeins lengri tíma til að fá nægan snjó í brekkurnar. Þess vegna erum við með snjóframleiðslu, til að tryggja og styrkja skíðabrekkurnar. Þó það hlýni í einn eða tvo daga er ekki þar með sagt að allur snjór fari. En ef svona hlýindi væru í viku, ég tala nú ekki um ef það væri líka vindasamt, þá þyrftum við að hafa áhyggjur.“ Bláfjöll lokuð fram að jólum Guðmundur segir að upplifun fólks af snjó á skíðasvæðum megi líkja við það hvernig fólk horfir á búning íþróttaliðsins KR. „Ég kalla þetta KR-heilkennið. Þegar þú horfir á KR-búninginn þá virðast svörtu lín- urnar vera stærri en þær hvítu. Á skíðasvæði er skíðað á fyrirfram ákveðnum leiðum og þar höfum við ýtt snjónum til og troðið hann til að þétta brautirnar. Þar hangir snjórinn mikið lengur en á öðrum stöðum en þegar það kemur hláka þá stendur þetta auða, þetta svarta, upp úr og fólk segir að það sé enginn snjór í fjallinu. Snjórinn er bara á þeim stöð- um sem við viljum hafa hann.“ Guðmundur segir að opið verði í dag en svo ráði veðrið því hvort opið verði um helgina. „Við tökum tvo daga í einu, það er verið að kynna nýjar lægðir einu sinni á dag og það er ekki komin mynd á það hvernig verður um helgina. Okkar bænir þessa dagana snúa að því að fá ann- aðhvort frost eða snjókomu.“ Opið hefur verið á skíðasvæðum Dalvíkur og Ólafsfjarðar síðustu daga. Magnús Árnason, fram- kvæmdastjóri skíðasvæðanna í Blá- fjöllum og Skálafelli, segir í samtali við Morgunblaðið að veðurfar hafi ekki verið hagstætt að undanförnu og hann telur ólíklegt að þar verði skíðað fyrir jól. „En ég vonast enn til þess að við náum að opna milli jóla og nýárs.“ Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Hlíðarfjall Skíðafólk fékk frábæra helgi fyrir norðan og áfram verður opið í Hlíðarfjalli í dag. Biðja fyrir frekari snjókomu og frosti  Opið verður í Hlíðarfjalli í dag en óvíst með helgina Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin og Íslenskir aðalverktakar hf. skrifuðu í fyrradag undir samning um gerð fyrsta áfanga við breikkun hringvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. ÍAV hf. átti lægsta tilboðið í verkið og hljóðaði það upp á 1.361 milljón króna. Verkinu skal lokið næsta haust eða 15. september. ÍAV mun þegar hefjast handa við verkið enda stuttur verktími og hefur í raun þegar hafið undirbúning að því að koma upp aðstöðu á verkstað. Það voru Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður fram- kvæmdadeildar Vegagerðarinnar, og Sigurður R. Ragn- arsson, forstjóri Íslenskra aðalverkta hf., sem skrifuðu undir verksamninginn í húsakynnum Vegagerðarinnar. Að sögn Sigurðar R. Ragnarssonar eru starfsmenn ÍAV byrjaðir að vinna í námu, þaðan sem efni verður tek- ið í vegstæðið. Byrjað verður að grafa í veglínunni sjálfri í næstu viku. „Við verðum með 20-25 manns að jafnaði í verkinu þegar það er komið á fullt,“ segir Sigurður. Verkið „Gljúfurholtsá – Varmá“ er 1. áfangi af verkinu hringvegur (1) Biskupstungnabraut – Hveragerði. Þessi hluti felst í breikkun hringvegar ásamt gerð nýrra gatna- móta við Vallaveg og Ölfusborgaveg. Heildarlengd kafl- ans er um 2,5 kílómetrar. Til framkvæmdanna telst einnig gerð nýrra hliðarvega sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusveg- ar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ás- nesvegar frá Vallavegi að Ásnesi. Inni í verkinu er einnig breikkun brúar yfir Varmá og undirgöng austan Varmár fyrir gangandi og ríðandi. Loks eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitu- fyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Framkvæmdir hefjast við Suðurlandsveginn  Vegagerðin og ÍAV undirrita verksamning um breikkun Ljósmynd/Vegagerðin Samningum lokið Óskar Örn Jónsson og Sigurður R. Ragnarsson unrirrituðu samninginn um verkið. Atvinna Nice&Mónakó sp ör eh f. Vetur 1 Glæsileg ferð á frönsku rivíeruna eða Côte d‘Azur þar sem við njótum lífsins og tökum þátt í hátíðahöldum heimamanna á blómahátíð í Nice og upplifum ævintýralega sítrónuhátíð í Menton. Fetum í fótspor kvikmyndastjarna í Cannes og látum suðrænan blæ leika um okkur í furstadæminu Mónakó. 28. febrúar - 8. mars Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 238.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Gjöfin sem gleður, mjúka gjöfin frá Lín Design SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS BALDUR GUNNARSSON MÍN KLUKKA KLUKKAN ÞÍN LJÓÐ Í ljóðum Baldurs Gunnars- sonar falla möskvar tungumálsins vítt yfir mannheima og ánetja þann sannleik sem oft fer huldu höfði: Hið undraverða í hinu algenga, hið dýrmæta í hinu látlausa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.