Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 sp ör eh f. Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Í þessari ferð opnast okkur leyndir töfrar Suður-Kína og við kynnumst miklum fjölbreytileika, tignarlegu landslagi og óviðjafnanlegri menningu hinna mörgu þjóðarbrota svæðisins. Við heimsækjum m.a. iðandi heimsborgina Hong Kong og upplifum stórbrotna náttúrufegurð við Guilin fljótið þar sem sykurtoppafjöllin gnæfa yfir og fagurgrænar hæðir hrísgrjónaakranna blasa við. 15. apríl - 1. maí Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Allir velkomnir á kynningarfund 13. desember kl. 18:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. TöfrarSuður-Kína Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Mér finnst það bara mjög sanngjarnt og ég hélt að það yrði hærra,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, spurð út í verðlagningu á einni ferð í gegnum Vaðlaheiðargöngin. Göngin verða formlega opnuð 12. jan- úar á næsta ári. Veggjöld um göngin verða innheimt raf- rænt en ekki í gjaldskýli og er grunngjald fyrir bíla undir 3,5 tonnum 1.500 krónur á hverja ferð. Hins vegar verður hægt að fá allt upp í rúmlega helmings afslátt ef keyptar eru fleiri ferðir fyrirfram. „Ég geri nú ráð fyrir að fólkið hér muni kaupa sér fleiri en eina ferð þannig að kostnaðurinn verður minni,“ segir Ásthildur. Mögulega verður unnt að opna göngin fyrir um- ferð undir lok desember en það ræðst þó af því hvernig miðar við lokafrágang ganganna, að því er fram kemur í tilkynningu sem send var í tengslum við opnunina. Ákveðið hefur verið að ef göngin verða opnuð fyrir um- ferð fyrir jól verður gjaldfrítt í þau til 2. janúar 2019. Myndavélar eru í göngunum sem taka myndir af númerum ökutækja sem ekið er um göngin. Veggjaldið skuldfærist sjálfkrafa á það greiðslukort sem skráð er við bílnúmerið. Ætluðu sér margir að keyra Hvalfjörðinn Spurð hvort einhverjir hafi kvartað yfir verðinu á göng- unum segir Ásthildur svo ekki vera. „Nei, nei, ef fólk gref- ur upp hvernig þetta var þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð þá ætluðu nú margir að keyra Hvalfjörðinn en ég held að þeir hafi verið fljótir að skipta yfir.“ Göngin liggja á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Heild- arlengd þeirra með vegskálum er um 7,5 km. Til sam- anburðar eru Vestfjarðagöng, sem eru veggöng undir Breiðadals- og Botnsheiði, samtals 9,1 km. Þá er lengri leggur Héðinsfjarðarganga 7,1 km og Hvalfjarðargöng 5,8 km. „Sanngjarnt“ verð í göngin  Styttist í opnun Vaðlaheiðarganga  Kostar 1.500 kr. fyrir bíla undir 3,5 tonnum Vaðlaheiðargöng » Kostar 1.500 kr. fyrir bíla undir 3,5 tonnum. » Mögulega verður unnt að opna göngin fyrir umferð undir lok desember. » Ef það verður opnað fyrir jól verður frítt til 2. janúar. » Formlega opnuð 12. janúar á næsta ári. » Sanngjarnt verð, segir bæjarstjóri Akureyrar. Guðni Einarsson Snorri Másson Jáeindaskanni Landspítalans var tekinn formlega í notkun í gær. Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans, sagði við það tækifæri að þetta væri „gríðarlega mikilvægt verkefni sem ekki hefði verið mögulegt og ábyggilega ekki svo fljótt sem raunin varð, ef ekki hefði verið fyrir aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar“. Skann- inn var tekinn í notkun í ágúst síð- astliðnum og þurfti að vinna bug á einhverjum tæknilegum örðug- leikum til að byrja með. Það er nú að baki. Jáeindaskanninn nýtist fyrst og fremst til þess að greina og með- höndla krabbamein en einnig ýmsa aðra sjúkdóma. Þetta er tækni sem hefur hingað til kallað á utanferðir sjúklinga, því hún hefur ekki verið fyrir hendi hérlendis fyrr en nú. Talað er um að á tólfta hundrað sjúklinga geti gengist undir rann- sókn í skannanum á ári en áður voru að meðaltali 200 sendir út til Dan- merkur árlega. Páll Matthíasson sagði skannann vera til mikilla hags- bóta, ekki síst fyrir þá sem eru of veikir til að fara til Kaupmannahafn- ar í rannsókn. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, sagði við athöfnina að sig langaði afskaplega að gera grín að þessu öllu saman. Hann hefði t.d. langað að segja að það hefði verið við hæfi að bjóða þjóðminjaverði „þar sem tækið er orðið svo gamalt, það er svo langt síðan það var keypt“. Þá sagði hann að fjarvera Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra væri lýsandi fyr- ir hve mikið verk væri fyrir höndum að koma stjórnvöldum í skilning um að taka verði góðan rekstur heil- brigðiskerfisins alvarlega sem verk- efni. Svandís var fjarverandi vegna þingflokksfundar. Jáeindaskanninn formlega í notkun  Hægt verður að jáeindaskanna á tólfta hundrað sjúklinga á ári Morgunblaðið/Eggert Jáeindaskanninn Ekki þarf lengur að senda íslenska sjúklinga til Kaupmannahafnar í jáeindaskönnun. Slasaður ökumaður var fluttur á Landspítalann með þyrlu Land- helgisgæslunnar um klukkan 18.00 í gær. Hann var ökumaður bíls sem rakst á annan bíl sem kom úr gagn- stæðri átt á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá laust fyrir klukkan 17.00. Ökumaður hins bíls- ins var fluttur á Landspítalann með sjúkrabíl. Brunavarnir Árnessýslu (BÁ), lögregla og sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Hálftími leið frá því að útkall barst og þar til búið var að ná ökumönnunum úr bíl- unum með klippum. Þeir fengu fyrst aðhlynningu í sjúkrabílum, að sögn Péturs Péturssonar, slökkvi- liðsstjóra BÁ. Veginum var lokað um tíma vegna rannsóknar. Ekki var hálka á svæðinu. Ökumaður fluttur með þyrlu á spítala Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Um er að ræða beiðni frá foreldrum barna á Þorgrímsstöðum og í Saurbæ á Vatnsnesi en ástæða beiðninnar er slæmt ástand vegarins um Vatnsnes. „Þetta kemur náttúrlega til af því að ástandið á Vatnsnesveginum hef- ur verið mjög erfitt undanfarið. Þetta er sú leið sem foreldrar hafa núna óskað eftir til að reyna að minnka álagið á börnin,“ segir Sig- urður. „Ferðatími skólabílsins hefur lengst mjög mikið út af veginum því það er í raun og veru ekki hægt að fara hraðar en á 20 til 30 km hraða. Þetta er frekar löng leið og það er hávaði og ónot og ógleði sem fylgir þessu. Þessi beiðni kemur frá for- eldrum og maður hefur skilning á henni.“ Þurfa að þrýsta á stjórnvöld Í erindinu kemur fram að foreldr- ar eru áhyggjufullir vegna ferðatíma og líðanar barna sinna sem þurfa að ferðast til og frá skóla í allt að klukkustund og 20 mínútur á degi hverjum. Aksturstíminn hefur lengst um a.m.k. 20 mínútur á dag og þrátt fyrir að skólabifreiðin sé vel útbúin og uppfylli allar kröfur sem gerðar eru til slíkra bifreiða kvarti börn undan ógleði og hávaða sem skapast þegar ekið er í hverja holuna á fætur annarri. Segir Sigurður að um sé að ræða átta til tíu börn sem ferðast með bílnum og að þau séu í 2. upp í 10. bekk. Í fundargerð byggðaráðs Húna- þings vestra segir að byggðaráð deili áhyggjum foreldra af líðan og vel- ferð barnanna og lengingu aksturs- tímans. Byggðaráðið telur sig hins vegar ekki geta samþykkt erindið. „Byggðaráð telur sig ekki geta samþykkt erindið um greiðslu til for- eldra vegna heimakennslu með vísan í reglugerð 531/2009 um heima- kennslu á grunnskólastigi. Byggða- ráð mun halda áfram að þrýsta á stjórnvöld um úrbætur og breytta forgangsröðun í vegamálum með áherslu á skólaakstursleiðir,“ segir í fundargerðinni. mhj@mbl.is Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins  Ferðatími skóla- barna í Húnaþingi vestra lengst til muna Ljósmynd/Hunathing.is Skólabíll Vegurinn sem börnin þurfa að fara yfir á hverjum degi er afskaplega illa farinn og hefur ferðatíminn lengst sökum þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.