Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Friðriksmót Landsbankans – Ís- landsmótið í hraðskák fer fram í útibúi Landsbankans við Austur- stræti 11 laugardaginn 15. desem- ber nk. Mótið hefst kl. 13 og stendur til 16:30-17:00. Gera má ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn landsins taki þátt í mótinu en efsti keppandinn fær titilinn Íslandsmeistari í hrað- skák. Tímamörkin eru 3+2 og tefldar eru þrettán umferðir. Yfir 100 skákmenn hafa skráð sig til leiks, þar á meðal nokkrir stór- meistarar. Þetta er fimmtánda árið í röð sem Landsbankinn og Skák- samband Íslands standa fyrir Frið- riksmótinu í skák, en mótið er haldið til heiðurs Friðriki Ólafs- syni, fyrsta stórmeistara Íslend- inga. Margir af sterkustu stór- meisturum landsins hafa undan- farin ár teflt til heiðurs Friðriki. Í fyrra varð stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson sigurvegari mótsins. Ókeypis aðgangur er fyrir áhorfendur. sisi@mbl.is Friðriks- mótið hald- ið í 15. sinn  Íslandsmeistari í hraðskák krýndur Morgunblaðið/Kristinn Friðrik Fyrsti stórmeistarinn sem Íslendingar eignuðust í skák. Framkvæmdum við Bæjartorg og endurgerð Tryggvagötu í Reykja- vík er að ljúka og í þessari viku voru girðingar færðar til og svæðið opnað fyrir gangandi umferð. Þessar framkvæmdir hófust í júní. Enn um sinn verður Tryggva- gata frá Lækjartorgi að Pósthús- stræti lokuð bílaumferð og er það einkum vegna endurnýjunar húss á lóðinni Hafnarstræti 18, segir Jón Halldór Jónasson, upplýsinga- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Göngusvæðið á Bæjartorgi og Tryggvagötu tengist göngugöt- unum í miðborginni nú fyrir jólin, sem og gönguleiðum um Hafnar- torg. Bæjartorg er nýtt torg en þar er hinn frægi pylsuvagn Bæjarins bestu. Á Hafnartorgi hafa orðið til tvær nýjar göngugötur milli nýrra stór- hýsa; Kolagata og Reykjastræti. Gatan Steinbryggjan, sem er framhald af Pósthússtræti, verður vinnusvæði eitthvað áfram, en mögulegt verður að ganga með- fram Tollhúsinu, þar sem Kola- portið er til húsa. Ákveðið var að endurhanna götuna eftir að komið var niður á gömlu steinbryggjuna sem þarna liggur undir og verður hún framvegis gerð almenningi sýnileg. Akstursstefnu um Hafnarstræti verður breytt á föstudag þannig að ekið verður á nýjan leik til austurs frá Naustum að Pósthússtræti. Tvístefna verður um Tryggva- götu að Pósthússtræti til að auð- velda aðkomu að byggingum og bílastæðum. sisi@mbl.is. Opna nýjar gönguleiðir Morgunblaðið/sisi Bæjartorg Pylsuvagn Bæjarins bestu er kominn á framtíðarstaðinn.  Framkvæmdum við Tryggvagötu og Bæjartorg að ljúka Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónaveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fékk 30 milljónir króna í sinn hlut en dregið var í fyrrakvöld. Annar heppinn miðaeigandi fékk fimm milljónir króna í aðalútdrætt- inum, fimm miðaeigendur fengu eina milljón hver og níu 500 þúsund króna í vinning. Rúmlega 3.000 miðaeigendur hafa glaðst eftir út- drátt desembermánaðar í happ- drættinu og skipt með sér 121 millj- ón kr. Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.