Morgunblaðið - 13.12.2018, Page 33
FRÉTTIR 33Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Friðriksmót Landsbankans – Ís-
landsmótið í hraðskák fer fram í
útibúi Landsbankans við Austur-
stræti 11 laugardaginn 15. desem-
ber nk. Mótið hefst kl. 13 og
stendur til 16:30-17:00.
Gera má ráð fyrir að flestir
sterkustu skákmenn landsins taki
þátt í mótinu en efsti keppandinn
fær titilinn Íslandsmeistari í hrað-
skák. Tímamörkin eru 3+2 og
tefldar eru þrettán umferðir. Yfir
100 skákmenn hafa skráð sig til
leiks, þar á meðal nokkrir stór-
meistarar.
Þetta er fimmtánda árið í röð
sem Landsbankinn og Skák-
samband Íslands standa fyrir Frið-
riksmótinu í skák, en mótið er
haldið til heiðurs Friðriki Ólafs-
syni, fyrsta stórmeistara Íslend-
inga. Margir af sterkustu stór-
meisturum landsins hafa undan-
farin ár teflt til heiðurs Friðriki. Í
fyrra varð stórmeistarinn Hannes
Hlífar Stefánsson sigurvegari
mótsins.
Ókeypis aðgangur er fyrir
áhorfendur. sisi@mbl.is
Friðriks-
mótið hald-
ið í 15. sinn
Íslandsmeistari í
hraðskák krýndur
Morgunblaðið/Kristinn
Friðrik Fyrsti stórmeistarinn sem
Íslendingar eignuðust í skák.
Framkvæmdum við Bæjartorg og
endurgerð Tryggvagötu í Reykja-
vík er að ljúka og í þessari viku
voru girðingar færðar til og svæðið
opnað fyrir gangandi umferð.
Þessar framkvæmdir hófust í júní.
Enn um sinn verður Tryggva-
gata frá Lækjartorgi að Pósthús-
stræti lokuð bílaumferð og er það
einkum vegna endurnýjunar húss á
lóðinni Hafnarstræti 18, segir Jón
Halldór Jónasson, upplýsinga-
fulltrúi hjá Reykjavíkurborg.
Göngusvæðið á Bæjartorgi og
Tryggvagötu tengist göngugöt-
unum í miðborginni nú fyrir jólin,
sem og gönguleiðum um Hafnar-
torg. Bæjartorg er nýtt torg en þar
er hinn frægi pylsuvagn Bæjarins
bestu.
Á Hafnartorgi hafa orðið til tvær
nýjar göngugötur milli nýrra stór-
hýsa; Kolagata og Reykjastræti.
Gatan Steinbryggjan, sem er
framhald af Pósthússtræti, verður
vinnusvæði eitthvað áfram, en
mögulegt verður að ganga með-
fram Tollhúsinu, þar sem Kola-
portið er til húsa. Ákveðið var að
endurhanna götuna eftir að komið
var niður á gömlu steinbryggjuna
sem þarna liggur undir og verður
hún framvegis gerð almenningi
sýnileg.
Akstursstefnu um Hafnarstræti
verður breytt á föstudag þannig að
ekið verður á nýjan leik til austurs
frá Naustum að Pósthússtræti.
Tvístefna verður um Tryggva-
götu að Pósthússtræti til að auð-
velda aðkomu að byggingum og
bílastæðum. sisi@mbl.is.
Opna nýjar gönguleiðir
Morgunblaðið/sisi
Bæjartorg Pylsuvagn Bæjarins bestu er kominn á framtíðarstaðinn.
Framkvæmdum við Tryggvagötu og Bæjartorg að ljúka
Einn heppinn miðaeigandi fékk
þrefaldan vinning í milljónaveltu
Happdrættis Háskóla Íslands og
fékk 30 milljónir króna í sinn hlut
en dregið var í fyrrakvöld.
Annar heppinn miðaeigandi fékk
fimm milljónir króna í aðalútdrætt-
inum, fimm miðaeigendur fengu
eina milljón hver og níu 500 þúsund
króna í vinning. Rúmlega 3.000
miðaeigendur hafa glaðst eftir út-
drátt desembermánaðar í happ-
drættinu og skipt með sér 121 millj-
ón kr.
Vann 30 milljónir í
Happdrætti HÍ