Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Banaslys verða í umferðinni einhvers
staðar í heiminum á 24 sekúndna
fresti að því er kemur fram í nýrri
skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni (WHO). Fjöldi þeirra
sem farast í bílslysum á ári var 1,35
milljónir árið 2016. Dauðaslysum í
umferðinni hafði þá fjölgað um
100.000 á ári á aðeins þremur árum
og eru helsta dánarorsök barna og
ungmenna á aldrinum 5-29 ára.
WHO krefst þess að brugðist verði
við þessari öfugþróun um allan heim,
að því er segir í frétt AFP-fréttastof-
unnar.
Lausnin á vandanum er þekkt
Tedros Adhanom Ghebreyesus,
yfirmaður WHO, segir að þessi
dauðsföll séu gjald fyrir það að geta
farið um sem ekki sé hægt að sætta
sig við. Hann segir að það sé engin af-
sökun fyrir því að bregðast ekki við.
Lausnin á vandamálinu sé þekkt.
Í skýrslu um sama efni sem kom út
árið 2013 var áætlað að um 1,25 millj-
ónir manna hefðu þá farist í bana-
slysum á vegum á ári. Þrátt fyrir að
fleiri hafi dáið í banaslysum á vegum
2016 þá er hlutfall þeirra sem farast í
slíkum slysum óbreytt miðað við
mannfjölda undanfarin ár.
Aðgerðir sem auka öryggið
WHO telur að aðgerðir til að auka
umferðaröryggi í löndum með meðal-
eða háar þjóðartekjur hafi aðeins
bætt ástandið.
Það er einkum þakkað betri lög-
gjöf um áhættuþætti eins og hrað-
akstur, akstur undir áhrifum og það
að nota ekki öryggisbelti, barnabíl-
stóla eða hjálma.
Endurbætur á innviðum eins og
gerð gangstétta og reiðhjólareina og
betri ökutæki hafa einnig skilað sér í
meira öryggi. Því miður vantar mikið
upp á að mörg fátækari lönd hafi
bætt úr vanköntum varðandi umferð-
ina á meðan betur stæð lönd hafa
aukið við til að bæta öryggi vegfar-
enda.
Samkvæmt skýrslu WHO hefur
ekkert land með lágar þjóðartekjur
sýnt fram á fækkun dauðsfalla vegna
slysa auk þess sem þrefalt meiri
hætta er á að deyja í umferðarslysi í
fátækum löndum en ríkum.
Tíðni banaslysa er sérstaklega há í
Afríku þar sem urðu 26,6 banaslys í
umferðinni á hverja 100.000 íbúa á
árinu 2016 samanborið við 9,3 bana-
slys í Evrópu þar sem tíðnin var
lægst. Skýrsla WHO segir einnig að
meira en helmingur þeirra sem far-
ast í slysum á vegunum sé ýmist
gangandi eða á farartækjum með
tveimur hjólum. Gangandi vegfar-
endur og reiðhjólafólk eru 26%
þeirra sem farast í slysum á vegun-
um en hlutfall þessara er allt að 43% í
Suðaustur-Asíu, samkvæmt skýrsl-
unni.
Ísland stóð sig best 2014
Gunnar Geir Gunnarsson, deildar-
stjóri öryggis- og fræðsludeildar
Samgöngustofu, sagði í skriflegu
svari að Ísland hefði verið í hópi
þeirra landa í Evrópu, og þar með í
heiminum, sem standa sig hvað best í
þessum efnum. „Árið 2014 höfðum
við t.a.m. 1,2 dauðsföll á hverja
100.000 íbúa (4 látnir alls) og erum
við nokkuð viss um að engin þjóð hafi
staðið sig betur í heiminum það árið.
Síðustu þrjú ár höfum við svo verið á
bilinu 4,7-5,4. Ef við tökum fimm ára
meðaltal, 2013-2017, til að jafna út
sveiflur þá vorum við með 4,2 á þeim
fimm árum að jafnaði og vorum við,
eftir því sem ég kemst næst, í 10. sæti
yfir Evrópuþjóðir á því tímabili,“
skrifaði Gunnar. Hann segir að Sam-
göngustofa skoði þróun slysa mjög
gaumgæfilega og beri stöðuna hér
saman við önnur norræn lönd í ár-
legri skýrslu um umferðarslys á Ís-
landi samkvæmt lögregluskýrslum.
Við þurfum að gera betur
Síðasta áratug höfum við verið á
pari við önnur norræn lönd og sum
árin komið best út. „Síðustu þrjú ár
hafa verið tiltölulega slæm miðað við
árin þar á undan og miðað við hin
norrænu löndin. Árið í ár stefnir í
svipað ár og síðustu þrjú og ljóst að
við verðum að gera betur til að ná töl-
unum niður,“ skrifaði Gunnar.
Að meðaltali hafa 12,7 látist hér í
umferðarslysum á hverju ári síðustu
tíu ár. Áratuginn þar á undan, þ.e.
1998-2007, létust að jafnaði 24,4 á ári
í umferðarslysum. Gunnar bendir á
að þeim sem látist hafa í umferðar-
slysum hér á landi hafi fækkað að
jafnaði um tæplega tólf á hverju ári.
Því megi segja að á síðustu tíu árum
hafi okkur tekist að bjarga einu
mannslífi í mánuði með betri forvörn-
um og fræðslu, betri vegum, betri bíl-
um, bættri hegðun, betra eftirliti,
betra ökunámi, aukinni öryggismeð-
vitund og fleiru.
Umferðin krefst of margra fórna
WHO segir 1,35 milljónir hafa farist í umferðinni 2016 Ástandið verst í fátækum löndum
Einu mannslífi forðað frá banaslysi í mánuði hér síðustu tíu ár miðað við áratuginn á undan
Ár hvert deyja 1,35milljónir manna í slysum á vegum í heiminum
Heimild: WHO (2018) *Í samræmi við ráðleggingu WHO
Þróuð
ríki
LÖG
Þróunar-
lönd
71%
40
36
31
5,3 milljarðar manna
+ 3 lönd frá árinu 2014
2,7 milljarðar manna
+ 5 lönd frá árinu 2014
2,3 milljarðar manna
+ 10 lönd frá árinu 2014
3 milljarðar manna
Takmörk við alkóhólmagni
í blóði ökumanna*
Skylda að nota hjálma
á bifhjólum*
Skylda að nota
sætisbelti*
Hraða-
takmörk*
40% 7%
1 dauðsfall
í heiminum á
hverjar
24 sek.
1% af
farartækjum
13% af
dauðsföllum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umferðarslys Tíðni umferðarslysa hér hefur verið svipuð og annars staðar á Norðurlöndum. Síðustu þrjú ár hafa
þó verið tiltölulega slæm miðað við árin þar á undan. Ljóst er að gera verður betur til að ná slysatíðninni niður.
Þyrlur og flugvél Landhelgisgæsl-
unnar hafa það sem af er ári farið í
265 útköll og hafa þau aldrei verið
fleiri.
Fram kemur á heimasíðu Land-
helgisgæslunnar, að loftför Land-
helgisgæslunnar hafi á síðasta ári
farið í 257 útköll en undanfarin ár
hefur útköllunum fjölgað frá ári til
árs. Til samanburðar voru þau 160
árið 2011. Útköll fyrstu ellefu mán-
uði ársins 2018 séu því 65% fleiri en
allt árið 2011.
Þá hafi útköll í hæsta forgangi
verið rúmur þriðjungur allra útkalla
ársins en tölurnar bendi til þess að
sjúkraflugferðum á landi hafi fjölgað
töluvert milli ára.
Á heimasíðunni segir, að fjölgun
útkalla loftfara Landhelgisgæsl-
unnar hafi það í för með sér að lög-
gæslu- og eftirlitsferðir eru færri en
oft áður. Fram kemur, að flugvélin
TF-SIF hafi sinnt nokkrum útköll-
um, þar á meðal sjúkraflugi til Árósa
í Danmörku.
Landhelgisgæslan hefur yfir að
ráða þremur þyrlum af gerðinni Su-
per Puma og Dash 8 Q 300 flugvél,
sem er sérhönnuð til eftirlits-, leit-
ar-, björgunar- og sjúkraflugs á
Norður-Atlantshafi.
Morgunblaðið/RAX
Þyrla Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar á æfingu við Bláfjöll.
Metfjöldi útkalla
Þyrlur og flugvél Landhelgisgæsl-
unnar hafa á árinu farið í 265 útköll
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
MARTINELLI LUCE
Pipistrello
Borðlampi
Verð frá 199.000,-
Jólagjöfin fæst hjá okkur