Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Samþykkt um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga milli landa var afgreidd á ríkjaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um farandmenn í Marrakesh í Marokkó í byrjun vik- unnar. Samkomulagið, sem ekki er laga- lega bindandi, hefur það að markmiði að draga úr ólöglegum fólksflutning- um og auka samvinnu milli landa um þessi mál. Áætlað er, að á síðasta ári hafi 258 milljónir manna hafi flust búferlum milli landa í heiminum. Fulltrúar 165 ríkja sátu ráðstefnuna en nokkur þeirra, þar á meðal Bandaríkin, Ástr- alía, Austurríki, Tékkland, Ungverja- land, Lettland, Pólland og Slóvakía, standa ekki að samkomulaginu. Bandaríkin lýstu því yfir í síðustu viku, að samþykktin væri tilraun Sameinuðu þjóðanna til að koma á yfirþjóðlegri stjórnun á kostnað full- veldisréttar ríkjanna. Þá lýstu tilvonandi valdamenn Brasilíu því yfir, að landið muni segja sig frá samkomulaginu þegar nýkjör- inn forseti landsins tekur við embætti í janúar. En Antonio Guterres, fram- kvæmdastjóri SÞ, lagði á það áherslu að samkomulagið væri ekki lagalega bindandi heldur umgjörð um alþjóð- lega samvinnu og viðbrögð. „Við megum ekki lúta í lægra haldi fyrir ótta og ósannindum,“ sagði hann. Meðal viðstaddra í Marrakesh voru Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar. Merkel sagði á ráðstefnunni, að með samþykktinni væri reynt að koma í veg fyrir ólöglega fólksflutn- inga yfir landamæri. Þá sagði hún að land hennar hefði, á tímum nasism- ans, valdið mannkyninu ómældum sársauka. „Svarið við hreinni þjóðern- isstefnu var stofnun Sameinuðu þjóð- anna og skuldbinding um að leita sameiginlega svara við sameiginleg- um vandamálum okkar,“ sagði hún. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu- neytisstjóri forsætisráðuneytisins, var fulltrúi Íslands á ráðstefnunni. Ís- lenska ríkisstjórnin samþykkti í síð- ustu viku að Ísland tæki þátt í af- greiðslu samþykktarinnar í ljósi þess að efni hennar væri innan þess laga- ramma og framkvæmdar sem nú þeg- ar sé í gildi á Íslandi og lokaútgáfa hennar kalli ekki á lagabreytingar. Sagði Ragnhildur í ávarpi á ráðstefn- unni, að íslensk stjórnvöld fögnuðu sérstakri áherslu í samþykktinni á mannréttindi, kynjasjónarmið, rétt- indi barna og aðgerðir gegn mansali Harðar deilur Deilur um samkomulagið hafa blossað upp í nokkrum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þannig hætti einn af stuðnings- flokkum belgísku ríkisstjórnarinnar stuðningi við stjórnina í mótmæla- skyni eftir að þing landsins sam- þykkti að styðja samþykktina. Þá sagði utanríkisráðherra Slóvakíu af sér eftir að ríkisstjórn landsins sam- þykkti að styðja málið. Ýmis alþjóðasamtök, svo sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Amnesty International og Alþjóða Rauði krossinn hafa fagnað sam- þykktinni og segja hana vera fyrsta skrefið í átt til þess að vernda far- endur. „Okkur hefur ítrekað verið sagt, að þessi samþykkt sé ekki lagalega bind- andi og hafi ekki áhrif á fullveldis- ákvarðanir ríkja í málefnum innflytj- enda,“ sagði Francesco Rocca, framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins, á blaðamannafundi í Mar- okkó. „En ef okkur er alvara með að vilja leysa þetta vandamál þá verður samkomulagið að minnsta kosti að vera siðferðilega bindandi.“ 258 milljónir farandmanna í heiminum árið 2017, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna Helstu fólksflutningaleiðir Áfangastaðir flestra farandmanna Uppruni alþjóð- legra farandmanna 2017 Heildarfjöldi alþjóðlega farandmanna eftir svæðum 80 milljónir 78 Asía Evrópa 58 25 10 8 Norður-Ameríka Suður- og Mið-Ameríka Eyjaálfa Afríka Indland Mexíkó Rússland Kína Bangladesh Sýrland Pakistan Úkraína Filippseyjar Bretland Afganistan Pólland Indónesía Þýskaland Kasakstan Svæði Palestínumanna Rúmenía Tyrkland Egyptaland Ítalía Bandaríkin 16,6 milljónir 13 12,2 12,2 11,7 8,8 8,3 7,9 7,9 7 5,9 5,9 5,2 5 4,9 4 3,6 3,6 3,4 3,2 3,1 10,6 10 7,5 6,9 6 5,9 5,7 4,9 4,8 4,7 4,2 4,2 4,1 3,8 3,4 3,6 3,4 3 49,8 milljónir Sádí-Arabía Þýskaland Rússland Bretland Furstadæmin Frakkland Kanada Ástralía Spánn Ítalía Indland Úkraína Tyrkland Suður-Afríka Kasakstan Taíland Pakistan Jórdanía Kúveit Frá Rómönsku Ameríku og Karíbahafslönd- um til Norður- Ameríku 26 milljónir Milli ríkja í Afríku 19 milljónir Frá Afríku til Evrópu 9 milljónir Frá Asíu til Evrópu 20 milljónir Milli ríkja í Evrópu 41 milljón Frá Asíu til Norður- Ameríku 17 milljónir Frá Evrópu til Norður Ameríku 8 milljónir Milli ríkja í Asíu 63 milljónirFrá Evróputil Asíu 7 milljónir Asía Afríka Evrópa Rómanska Ameríka og Karíbahafsríki Norður- Ameríka Alþjóðlegir flutningar farandmanna Heimild: UNHCR Umdeilt samkomu- lag um farandmenn  Siðferðilega bindandi, segir Alþjóða Rauði krossinn KRINGLUNNI · SMÁRALIND uti l i f. is Hreyfanlegar jólagjafir Nike Polo bolur* Til í fleiri litum Verð 7.490 kr. Nike toppur* Verð 5.990 kr. Nike hettupeysa* Verð 15.490 kr. Nike Polo bolur* Góður í golfið Verð 7.490 kr. Nike þunn peysa* Verð 5.490 kr. Nike hettupeysa* Til í fleiri litum Verð 12.490 kr. Nike álbrúsar* Verð frá 6.990 kr. Nuddbolti* Verð 5.990 kr. *Á meðan birgðir endast Erlent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.