Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 60
60 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Kristján Örn Elíasson, markaðsfræðingur og alþjóðlegur skák-dómari, á 60 ára afmæli í dag. Hann er liðtækur skákmaðuren hefur snúið sér meira að skákstjórn og dómarastörfum. „Ég hef verið skákdómari í mörg ár, en varð FIDE-dómari 2015,“ en FIDE stendur fyrir Alþjóðaskáksambandið. Kristján var síðan út- nefndur alþjóðlegur skákdómari á Ólympíuskákmótinu í Bakú í Aserbaídsjan árið 2016 og var dómari á mótinu. Hann dæmdi einnig á Ólympíuskákmótinu í Batúmi í Georgíu sem var haldið í ár og var þar útnefndur alþjóðlegur skipuleggjandi skákmóta. „Það er rosa gaman að dæma á þessum mótum, fólk kemur alls staðar að úr heiminum og kjörorð skákhreyfingarinnar, „Gens una sumus“ eða „við erum ein fjölskylda“, eru í hávegum höfð. Ég tefli enn hraðskákir en hef minna verið í kappskákunum núna og er í staðinn að dæma á innlendu mótunum. Ég var t.d. skákdómari á Atskákmóti Íslands sem var haldið nýverið í Stykkishólmi.“ Kristján Örn hefur unnið seinni árin mikið að leitarvélabestun og auglýsingum á netinu og hefur rekið bókunarsíður fyrir bílaleigur. Börn Kristjáns Arnar eru Elías Andri, viðskiptafræðingur og er að læra til atvinnuflugmanns, og Stella Karen, núverandi Íslandsmeist- ari í borðtennis, en hún er aðeins 17 ára gömul. „Ég ætla að vera í faðmi fjölskyldunnar í kvöld og ætli maður eldi ekki gott og vel kryddað lambalæri. Svo langar mig að kíkja á stór- mótið í London sem er í gangi núna en Fabiano Caruana, sem tefldi fyrir stuttu heimsmeistaraeinvígi við Magnús Carlsen, er meðal þátt- takenda. Mig langaði á heimsmeistaraeinvígið en komst ekki. Á þessu móti eru tefldar kappskákir, atskákir og hraðskákir.“ Skákdómarinn Kristján Örn að dæma í Batúmí og til hægri situr áskorandinn í nýafstöðnu heimsmeistaraeinvígi, Fabiano Caruana. Langar að kíkja á stórmótið í London Kristján Örn Elíasson er sextugur í dag H allgerður Gunn- arsdóttir fæddist í Stykkishólmi 13.12. 1948 en ólst upp á Hjarðarfelli í Mikla- holtshreppi. Hún gekk í farskóla í nokkra mánuði, lauk landsprófi frá Héraðsskólanum að Reykjum, stúd- entsprófi frá öldungadeild MH 1977 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 2003. Hallgerður var fulltrúi hjá sýslu- manni Snæfellinga sumarið 2003, fulltrúi hjá sýslumanninum í Kópa- vogi 2003-2015 og er fulltrúi sýslu- mannsins á Vesturlandi í Stykkis- hólmi frá 2015. Hallgerður hefur jafnframt verið starfsmaður gjafsóknarnefndar dómsmálaráðuneytisins nær sam- fellt frá desember 2003. Hallgerður var formaður gróð- urverndarnefndar Snæfellinga 1985-98 og sat í sóknarnefnd Stykk- ishólmskirkju 1986-91. Helstu áhugamál Hallgerðar eru þjóðfélagsmál, íslensk tunga, ætt- fræði, sagnfræði, bóklestur almennt, hannyrðir og þá einkum þjóðbún- ingasaumur: „Ég hef saumað upphlut á mig sjálfa, dætur mínar og fleiri og hef haft mikla ánægju af því. Þjóð- búningar okkar eru sérstaklega fal- legir og í þeim er fólginn mikill menn- ingararfur. Annars er íslensk tunga efst á blaði yfir hugðarefni mín. Mér finnst mjög hart að henni vegið um þessar mund- ir, af fjölmiðlum, samfélagsmiðlum, viðskiptalífinu og almennu kæruleysi okkar. Orðaforði okkar verður stöð- ugt fátæklegri og ef fram heldur sem horfir mun málfar okkar og ritmál þróast í einhverja málleysu sem hvorki verður íslenska né enska. Mér finnst RÚV ekki standa við lögbundn- Hallgerður Gunnarsdóttir, lögfr. og fulltrúi sýslumanns – 70 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Elínborg, Gunnar, Böðvar, og Ásthildur. Sitjandi eru Hallgerður, Sigríður Erla og Sturla. Þjóð sem týnir tungu sinni tapar sjálfri sér Glæsileg hjón Hallgerður og Sturla við þingsetningu á Mön, árið 2007. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Reykjavík Þórunn Lilja Tómasdóttir fæddist 21. mars 2018 í Reykjavík. Hún vó 4.010 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Tómas Agnarsson og Sigríður Anna Sigurðardóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.