Hugrún


Hugrún - 01.05.1924, Qupperneq 12

Hugrún - 01.05.1924, Qupperneq 12
42 [Hugrún] „Var hún, — með fleirum en þér?“ „Onei, ekki meðan við vorum saman, — en áð- ur, — áður var það. Og eg kom hingað án þess að þekkja nokkurn mann. Hvernig gat eg vitað það. Eg elskaði hana, hélt að eg væri sá eini sem, sem-------Svo fékk eg að vita það og mér fanst alt breytast svo mikið. Mér fanst varir hennar vera eitraðar af kossum hinna og hugsanir hennar bera kolsvört fingraför þeirra; eg hélt það ekki út, elsk- aði hana of heitt.“ „En þú Siggi, þú gleymir þínum eigin syndum, ertu kannske sjálfur saklaus?“ „Nei, eg gleymi engu; eg ásaka hana ekki, get líka fyrirgefið. — Nei, eg er ekki sjálfur saklaus og einmitt það er sárast. — Nú skulum við sofa.u Sofa! Eg vissi að hann mundi ekki sofna fram- an af nóttunni. Undarlegt var alt þetta. — Mundi eg geta gleymt. — Það gat ekki verið satt, hún var svo — svo indæl. „Góða nótt, Siggi minn!“ Þögn. En eg vissi að hann var ekki sofnaður. Dagar og vikur liðu. öðru hvoru sá eg hana aftur, þetta undarlega, fagra skuggabarn. Hún vakti eftirtekt mína meir og meir. Dökku og dularfullu aug- un hennar drógu mig að sér, vöktu ástríður og þrár. En ekkert tækifæri bauðst til að kynnast henni nánar; og sífelt leið á haustið. Eg leitaði upplýsinga um líf hennar hjá fólki

x

Hugrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.