Hugrún - 01.05.1924, Page 20

Hugrún - 01.05.1924, Page 20
50 [Hugrún] Hún staðnæmdist við dyrnar nokkur augnablik og við horfðumst í augu. Dökku yndislegu augun hennar glitruðu í tárum. Eg ætlaði að tala en það var eitthvað sem varnaði mér máls. Og dyrnar lokuðust á eftir henni. Hugsanir mínar voru óljósar, sárar og blíðar; eg lá í leiðslu á legubekknum þangað til eg sofnaði. Það var orðið albjart þegar eg vaknaði. Eg reis á fætur, gekk út að glugganum og opn- aði hann. ískaldur vindurinn hresti mig, svo eg gat hugs- að skýrt um viðburði kvöldsins. Eg sá í anda dökk og tárvot augu horfa ásak- andi inn í mín. Oljós blygðunartilfinning og sorg vaknaði í huga mínum. Hversvegna lét eg hana fara? Um leið mundi eg eftir draumi sem mig hafði dreymt um nóttina. Hann var eitthvað á þessa leið: Eg stóð frammi fyrir skínandi björtum engli, sem horfði á mig ásakandi og augun voru stór og dökk — eins og hennar. Hann mælti með ásökun og fyrirlitningu í rómnum: „Sérgóður og lítilmótlegur ert þú maður; þú hefur kyst og notið hinna mörgu er mættu þér í lífinu án þess að hugsa eitt augnablik um afleiðing- ar verka þinna. Samt hikar þú þegar hamingja lífs- ins mætir þér. Og vegna hvers? Vegna þess að Stúlkan sem þú elskar gat ekki gefið þér fyrsta kossinn sinn. Vegna þess að almenningsálitið dæmir

x

Hugrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.