Hugrún - 01.05.1924, Page 27

Hugrún - 01.05.1924, Page 27
]Hugrún] 57 mannsmynd; ekkert ósamræmi; ekkert nema fegurð- in og nátturunnar ógleymanlegi friður. Og svo þetta barn, á hvítum kjól, með bleik- rauðan sumarhatt yfir rafgulum lokkum. Eg fór að virða hana fyrir mér. Hún var sífelt dálítið niðurlút, en um litla munninn lék yndislega dularfult bros. Eg hef altaf hugsað mér englana í konumynd; — kann svo illa við þá hvorugkyns; og mér fanst þetta barn vera einna líkast þeirri hugmynd sem eg hafði gert mér um þá, af öllu sem eg hafði áður séð. Svo gekk eg til hennar, klappaði henni á kinn- ina og gaf henni súkkulaði. Hún varð ennþá feimnari og brosið varð ennþá yndislegra, en hún sagði ekkert orð. „Á eg að segja þér nokkuð?“ sagði eg í gamni. „Manstu eftir prinsinum í æfintýrinu, sem fór að leita litlu álfadrotningarinnar í öræfunum? Eg held að þú sért þessi álfadrotning, barnið mitt; — vildi bara að eg ætti þigu. Held nærri því að eg hafi sagt það í alvöru. Svo þökkuðum við svaladrykkinn og fórum. Allur þessi dagur var skemtilegur frá upphafi til enda; hann er og verður mér ógleymanlegur. Um kvöldið þegar við komum heim, fórum við inn á veitingahús og ætluðum að hressa okkur eftir ferðina. — Eg drakk nokkuð mikið í þá daga. — Eg hafði borið glasið upp að munninnm þegar mér datt nokkuð í hug. Mér er varla ljóst hversvegna eg

x

Hugrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.