Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 8

Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 8
B a r n s s á I i n s Eftir Jón Pálsson SENGUEINN hjónanna á kirkjustaðn- um var stór og skír eftir aldri og ódæll við móður sína, en föður sínum var hann hlýðinn. Eitt miðsumarkvöld kom móðirin að máli við föðurinn og sagði: „í allan dag hefir drengurinn óhlýðnast mjer. Jeg hefi reynt öll mín ráð, en alt til ónýtis. Hann byrjaði á því í morgun að halda kettinum uppi á skottinu; þá gat jeg ekki á mjer setið, og sló í strákinn“. „Ekki finst mjer nú þetta hafa verið hyggilegt ráð“, segir faðirinn. „Hefði jeg verið í þínum spor- um, þá myndi jeg hafa tekið af honum köttinn og gengið mína leið. Jeg þekki drenginn minn“. „0, jeg þykist nú þekkja hann líka“, segir móð- irin. „Jeg hefi haft af honum eins mikil afskifti og þú, og eigi ekki að hegna þeim, sem það verð- skulda, þá skil jeg ekki, hvað orðið rjettlæti þýðir“, „það er hverju orði sannara, góða mín“, segir faðirinn; ,,þú hefir haft af honum meiri afskifti en jeg, og mjer fellur það illa, að hann skuli vera þjer óhlýðinn; það ætti ekki svo að vera“.

x

Jólastjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.