Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 11

Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 11
9 sálmurinn, sem drengurinn fyrir skömmu hafði lært, og öllum bömum þykir svo fallegur: „Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund“. Á meðan sungið var, horfði móðirin grátandi á d'renginn, þar sem hann lá í kistunni, og hugsaði, að alt væri eins og það hefði verið, á meðan drengurinn var lifandi, sama ljósgula hárið, sömu augabrýnnar, sami enn- issvipurinn, sami fæðingarbletturinn á hálsinum, sömu hendumar, og allur líkaminn sá sami, og þetta gullfagra bam, sem var blóð af hennar blóði og brjóst hennar hafði sogið, átti að látast niður í djúpa gröf úti í kirkjugarði, þar sem ógnarþungu moldarfargi yrði mokað yfir af harðvirkum erfiðis- mönnum með vanalegum moldarrekum, — en svo hætti söngurinn og lokið var látið á kistuna. Svo var drengurinn jarðaður og móðirin fylgdi honum til grafar. þegar gröfin var fylt með mold- inni, og þökunum raðað utan með leiðinu, grjet móð- irin og hugsaði með sjer, að nú væri fullhlaðinn hinn þykki moldarveggur milli sín og þess, sem hún elskaði, en svo þerraði hún tárin og gekk frá leiðinu með tómlætistilfinningu". Faðirinn þagnaði og leit út um gluggann og horfði út í bláinn. Drengurinn sat hljóður á hnjám hans og hugsaði, hlustaði og beið. Hann fann það á málrómi föður síns, að sagan var ekki búin. Föðuróttinn var horfinn, og hann lagði glókoll- inn upp að brjósti föður síns. Sál hans var komin í innilegt samband við hið mjúka bamseðli, sem streymdi frá föðurhjartanu; en sagan var ekki nema hálfsögð, og faðirinn festi sjónir á spegil- mynd drengsins sjálfs andspænis þeim á herbergis-

x

Jólastjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.