Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 14

Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 14
12 Sœtt mig dreymir, sumarlönd sje jeg bak við aftanroðann, inn við þinnar æfiströnd óma heyri’ jeg friðarboðann. Alt er nú svo himinhljótt; hulduraddir um mig sveima. — Gráttu ei, mamma! Góða nótt! Gott er hjer að sofa og dreyma. Við það vaknaði móðir drengsins, sem var dáinn. pá var morgunroðinn risinn hátt á austurhimin- inn og fuglamir sungu í loftinu uppi yfir bænum, — og þar með er sagan búin“, sagði faðirinn og leit í tárvot augu drengsins, sem starði á hann með opinn munninn. „Ætli drenginn hafi dreymt um morgunroðann og fuglana og mömmu sína, þegar hún vaknaði?“ „Já“, sagði faðirinn, er hann hafði áttað sig á þessari spumingu. „Hann dreymdi það alt, hann dreymdi alt, sem fallegt var og gott. Hann dreymdi um kvöldroðann og morgunroðann. Hann dreymdi um holtablóm og engjarósir. Hann dreymdi, að hann væri kominn út á dauðans haf og heyrði enn þá landölduniðinn innan frá ströndinni lífs og dauða, ströndinni, sem honum fanst móðir sín stefna út á með brennandi þrá til hans, sem var kominn svo langt í burtu, og dreymdi, að hún grjeti við leið- ið sitt í kirkjugarðinum um sólarlagið, og ennþá dreymir hann um góð böm á jörðunni, því dauð- inn er vagga hans og engla guðs á himnum, því eilífðin er himininn yfir vöggunni; þar svífa engl- amir um og syngja sönginn, sem hann lærði heima,

x

Jólastjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.