Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 20
18
von Gallheim aftur heim til hallar sinnar, en þar
var þá alt í uppnámi.
Theobald, hinn tíu ára gamli sonur hallareigand-
ans, hafði, sem vanalega, riðið út síðari hluta dags-
ins á gæðingi sínum. Höllin var frá sextándu öld,
og var í henni vopnabúr, þar sem geymd voru alls-
konar vopn og hertygi.
Drengurinn hafði nú tekið upp á því um dag-
inn, að fara að skinna upp gömul riddarasveina-
herklæði, og færði sig í látúnstreyju og setti á sig
látúnshjálm, og þóttist ungur riddari, búinn til
burtreiðar. þannig reið hann af stað, og gæðing-
urinn brokkaði með hann út í kyrran skóginn.
Hinn vanalegi útreiðartími var liðinn, en Theó-
bald kom ekki heim aftur. það byrjaði að skyggja
og það byrjaði að snjóa, og hann kom ekki heim.
En þegar dyravörðurinn var að ljúka við að
kveikja á ljóskerum hallardyranna, kom hestur-
inn hlaupandi og frísandi, með flaxandi faxið, heim
að dyrunum. En á baki hans var enginn riddari.
Og nú dundi skelfingin yfir. Móðirin fjell í ómeg-
in, faðirinn þaut um alt, fálmandi og ráðalaus, föl-
ur og bleikur eins og hallarveggirnir; hallarþjón-
arnir hringsnerust á hæl og hnakka hver innan um
annan; varðmaðurinn rauk í herklukkuna og hringdi
henni í einhverri vitleysu, og vinnufólkið barmaði
sjer og neri hendur sínar út af hvarfi hins hável-
boma óskabams.
Móðirin var hin fyrsta allra, er aftur komu til
sjálfra sín. Hún hljóp út í myrkrið og hríðina og
hrópaði og kallaði, þar til hún varð hás af áreynslu.
Og hún hljóp yfir skógartraðir og mýrasund, en