Jólastjarnan - 01.12.1922, Síða 21

Jólastjarnan - 01.12.1922, Síða 21
19 er hún kom þar að, sem krossmark eitt stóð, fjell hún á knje fyrir framan það og bað til Guðs með krosslagðar hendur. Von Gallheim hentist einnig yfir fjöll og dali sem hundelt veiðidýr. Hreindýrið og krónhjörturinn urðu á vegi hans, þessi dýr, sem hann ætíð var svo áfjáður í að drepa. Nú hefði hann getað kallað til þeirra, auð- mjúkur og bljúgur: „Hafið þið ekki sjeð barnið mitt?“ Dýrin þutu hrædd í burtu. Og áfram hljóp hann í dimmum skóginum, þar til hann fjell á hramm- ana um fallið trje. það var jólatrjeð, sem valdið hafði því, að Kola-Lenz sat nú í dýflissunni. „Æ, hann á þá líka konu og böm“, hvíslaði rödd í hjarta hans. Og hann hljóp lengra og lengra og bljes í hornið. Allir íbúar hallarinnar voru komnir í leitina, og Kola-Lenz var hin eina mannlega vera í hinni stóru byggingu, þar sem hann sat í fangelsi sínu. „þetta eru aumu jólin“, sögðu leitarmennimir hver við annan. „það verður dapur jóladagur á morgun“. Og þeir bljesu í homin og hlustuðu. þeir skutu út í loftið og hlustuðu eftir svörum. Jú, þeir fengu svör, en er þeir gengu á hljóðið, vom þetta þá hinir aðrir leitarmenn. Enginn var neins vísari og allir stóðu ráðþrota. Að síðustu skall yfir blindmyrkursstórhríð. Stormurinn hvein í stofnum og trjákrónum, og kæfði niður homahljóðin. Snjóflyksumar dönsuðu í kringum tjömkyndlana eins og rauðar stjömur, og mjöllin hlóðst niður á jörðina. 2'

x

Jólastjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.