Jólastjarnan - 01.12.1922, Qupperneq 26
24
að athuga hina mjúku lokka hans og rjóðu kinnar,
hina glitrandi látúnstreyju og augun stóru og fögru.
„Vesalings jólabam. Hvemig getur það skeð, að
þú þurfir að líða svona mikinn kulda?“
Móðirin tók nú ýmislegt af rúmfötum úr öllum
rúmunum þremur í herberginu, og bjó honum
hvílu á ofnbekknum. Sveinninn lagðist í hvíluna og
lokaði brátt augunum.
J>að var eins og mesta kvíðanum og óttanum
ljetti af konunni, og hún varð glaðari í bragði.
Henni fanst hinn ungi sveinn, sem á sjálfa jóla-
nóttina hafði flúið á náðir hennar, hrakinn og hjálp-
arlaus, vera sem fyrirboði einhvers góðs, og Magda-
lenu litlu til skemtunar, sem ekki fjekst nú leng-
ur til að fara að hátta, fór hún að raula gamlar
jólavísur, svo fallegar og góðar, og eina þeirra,
„Barnið í jötunni“, varð hún sjerstaklega að
dvelja við:
„Æ, honum er svo kalt, svo kalt;
kuldinn næðir í gegnum alt;
í sænginni er hálmur og hey.
Ó, ætti’ eg nú litla húsið hjá
hæðinni þama austur frá,
hve glöð þá yrði eg ei.
Jeg byði móður og barninu það
fyr’ betri og hlýrri dvalarstað".
Við og við hætti hún söngnum og hlustaði eftir
andardrætti hins sofandi á ofnbekknum, og Magda-
lena litla sat við hlið hennar, stilt og prúð, og hjelt
að sjer höndum.