Jólastjarnan - 01.12.1922, Qupperneq 27
25
V.
Gjallandi hornahljómar dundu á litla húsinu og
trafluðu kyrðina þar inni. Fyrir utan heyrðist
skarkali og mannamál. Hurðinni var hrundið upp
og inn ruddust fannbarðir menn og kona ein fyrir-
mannleg.
Húsmóðirin leit til gestanna órólega, og band-
aði með hendinni, lagði fingur á munn sjer og
benti til ofnbekksins. Aðkomukonan rak upp fagn-
aðaróp, þaut að ofnbekknum og fleygði sjer yfir
hinn sofandi. Sveinninn hrökk upp, rak upp stór
augu og leit í kringum sig, og er hann rankaði við
sjer og sá, að hann var þama í litla húsinu og
móðir hans komin þangað til hans, kom grátkökk-
ur í háls honum og tár í augun, og rauðu varim-
ar titruðu.
í einu vetfangi var kveikt upp bál mikið á Dimma-
fjalli. Hátt á loft upp og langar leiðir í allar áttir
sendi það hárauðan eldbjarmann í gegnum snjó-
þykkni og náttmyrkur.
Aldrei mun von Gullheim, þótt auðugur og vold-
ugur væri, hafa sjeð dýrðlegra jólatrje en eldsúlu
þessa, er kunngjörði honum, að barnið var lifandi.
Hann var fundinn! Hann var fundinn! Og nú fóra
leitarmennirnir að safnast saman úr öllum áttum,
og aldrei höfðu komið jafnmargir og jafnglaðir
gestir í litla húsið í skóginum, sem á þessari nóttu.
Von Gallheim rjeði sjer ekki fyrir fögnuði, og er
hann sá drenginn sinn þarna í svo ástúðlegri varð-
veislu hjá konunni og baminu, þá, — nei, hann
hugsaði það ekki til enda. Hann gaf aðeins eina