Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 30

Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 30
RÓSIN (Frásögnin um rósirnar í þyrnikórónu frelsarans). EFTIR LAURITZ PETERSEN e morgni jarðlífsins óx dálítil rós, með hvít- um blómum, utan við aldingarðinn Eden. Hán gat ekki skilið, hvers vegna hún hafði vax- ið þama.Og þegar fuglarnir, um hádegisbilið, leit- uðu sjer hvíldar í forsælu girðingarinnar, spurði rósin þá, hvort þeir gætu sagt sjer það. En þeir vissu það ekki heldur. þeir sögðu litlu rósinni, að stundum, þegar kvöldhúmið færðist yfir, þá gengi skaparinn gegn um hina friðsælu laufganga Paradís- ar, og hann mundi vita, hvers vegna alt væri eins og það var. Hún spurði stjörnuskin næturinnar, sem ljek feluleik í laufinu. En stjömumar vissu það ekki. þær hjeldu aðeins, að svarið væri hulið einhversstaðar langt, langt úti í straumi líðandi tíma, eða máske í óþektu skauti eilífðarinnar. Litla rósin varð að sætta sig við þetta. En altaf fanst henni þó, sem hún ætti heima þama inni, og oft þrýsti hún sjer löngunarfull upp að laufþykni girðingarinnar. Og það skeði árla morguns, að golan sveigði trjágreinamar í girðingunni til hliðar, svo að rós- in sá inn fyrir — inn yfir dúnmjúka grasfletina,

x

Jólastjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.