Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 31

Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 31
29 þar sem úlfurinn ljek sjer við lambið, undir sól- gyltu laufinu. pá varð hún gagntekin af undarleg- um, titrandi unaði. Hver einasta hrísla og frjó- angi nötraði. Og það skeði síðla kvölds, að næturvindurinn, sem bljes yfir sljettuna, bæroi trjágreinarnar á sama hátt. pá sá litla rósin aftur inn fyrir. pá sá hún inn í dýpstu sælu Paradísar. Hún gægðist inn í sönnustu hamingju jarðarinnar. Hún sá tvær manneskjur. Manneskjur, sem ljómuðu af fegurð í hinu milda húmi Paradísar. Tvær manneskjur, sem horfðust í augu, og augu þeirra voru sem blikandi stjörnur. Og þegar girðingin hafði lokast aftur, og rósin var orðin ein úti á endalausri sljettunni, þá hjengu glitrandi tár á hverju blómi og hún ilmaði eins og rósirnar í sjálfri Paradís. pá nótt dreymdi hana, að hún væri tekin upp og gróðursett inni hjá þess- um tveimur fallegu verum, og þar fjekk hún að vera.---------- En einu sinni gekk óskaplegt óveður yfir heim- inn. Myrkrið kom úti við sjóndeildarhringinn eins og ógnandi hamraveggur, og stjömur himinsins fólu sig bak við þjótandi skýjadrög. Regnið lamdi sljettugresið og allar greinar og blöð veinuðu í ang- ist. Náttúran kveinaði og grjet, án þess að þekkja crsökina að sorg sinni. Öll hljóð jarðarinnar runnu saman í eina dauðastunu, sem hækkaði og hækkaði. Litla rósin hnipraði sig saman í angist, án þess að vita, hvað skeð hafði. En á þessari stundu hafði syndin komið í heiminn. Og enn sá hún girðingu aldingarðsins ljúkast upp

x

Jólastjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.