Jólastjarnan - 01.12.1922, Síða 37

Jólastjarnan - 01.12.1922, Síða 37
35 þeim líiinu. En þótt hann fengi allgott. kaup í stóru verksmiðjunni, þar sem hann var ráðinn, þá hrökk það tæpast handa þremur, til allra nauðsynja. þetta áminsta kvöld sat Elsa litla og þrýsti nefinu á gluggarúðuna, svo nefið varð alveg flatt, og gáði vand- lega eftir götunni. „Sjerðu Frans ekki enn þá, Elsa min?“ spurði móðir hennar innan úr stofunni. „Nei, mamma mín“, svaraði telpan. „Ótætis Frans! Jeg sem er svo voða svöng og köld“. „Auminginn minn litli“, sagði mamma hennar i lág- um hljóðum. „Vertu svolítið róleg enn, þá færðu að borða". „Hana nú! þar kemur hann loksins!" hrópaði Elsa rjett á eftir og stökk til dyranna. „En því blístrar hann ekki núna?“ „Hann er sjálfsagt svangur, auminginn", sagði mamma þeirra, „og er víst þar að auki kalt“. „Gott kvöld, Elsa“, var sagt í fordyrinu. „Hvernig líður mömmu?“ „Ósköp kemurðu seint núna, Frans", sagði Elsa. „Mamma hefir svo voða vondan hósta, og mjer er bæði kalt og líka er jeg svöng". „Gott kvöld, Frans minn“, sagði mamma þeirra. „Elsa litla er alveg frá af hungri, auminginn. — þú hefir víst fengið aukaborgun núna, Frans minn?“ „Já, — já, — mamma“, svaraði drengurinn og klapp- aði blíðlega á mögru kinnarnar á mömmu sinni. „Jeg fjekk 50 krónur, og nú sæki jeg á augabragði brauð og mjólk“. „Ó, Guði sje lof“, svaraði móðir hans. „Jeg hefi ver- ið svo hrædd um að þú fengir nú ekkert fyrirfram af 3*

x

Jólastjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.