Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 40
88
hann var hálf úrillur, en það gekk þó nokkurnveg-
inn vel“.
Mamma hans horfði á hann með spyrjandi augnaráði,
og Frans setti ýmist dreyrrauðan eða hann náfölnaði, á
meðan hann var að taka ýmislegt til handargagns í
lierberginu.
„Komdu til mín, Frans", sagði hún rjett á eftir.
„Líttu í augun á mjer. — Hvað er að?“
„Mamma, mamma, spurðu mig ekki“. Hann hnje nið-
ur hjá rúminu og fól andlitið við rúmstokkinn. „Jeg er
bara þreyttur í kvöld“.
„Frans!" Hún lyfti upp höfðinu á honum, svo hann
varð að líta upp. „Hefirðu — nei — það er ómögulegt —
þú hefir ekki gjör neitt ljótt?“
„Æ, mamma!“ því næst veinaði drengurinn, og greip
utan um hálsinn á mömmu sinni, — — „hvernig í
ósköpunum gat jeg gjört það — ó, jeg er alveg frávita
af sorg —!“
Móðir hans var orðin náföl og hríðskalf.
„Segðu mjer það — jeg verð að vita það alt — strax".
Frans kreisti verið á yfirsænginni á milli handa sinna
og sagði hægt og grátandi:
„Verkstjórinn skammaði mig, og sagði að jeg fengi
ekki einn eyri fyr en um nýár, jeg væri tvisvar búinn
að fá aukaborgun — og — og — og svo var jeg--------------“.
„Segðu mjer það alt saman, vesalingurinn minn, —
það er betra fyrir þig“.
„þú mátt ekki vera sorgbitin, elsku, elsku mamma“,
sagði hann, „en svo — svo var jeg sendur inn í skrif-
stofuna með skjöl og á borðinu þar lá þessi litla budda
— og — og jeg — tólc hana. Jeg vissi að það var eng-