Jólastjarnan

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Jólastjarnan - 01.12.1922, Qupperneq 41

Jólastjarnan - 01.12.1922, Qupperneq 41
39 inn matur til heima og engir peningar — — það var handa þjer og Elsu, mamma“. Hann tók fallega gullbúna handtösku upp úr vasa sín- um, og lagði hana með skjálfandi hendi á rúmið fyrir framan móður sína. „Verksmiðjueigandinn á hana sjálfsagt, eða þá dóttir hans, eða — eða frúin“, sagði frú Lind og bar ört á. „Jtú verður að skila henni á augabragði. Hefirðu eytt af peningunum, æ, þú ert víst búinn að eyða af þeim?“ „Bara 2 krónum, mamma, bara fyrir brauðið og mjólkina". „Taktu litla kassann minn í dragkistuhólfinu fram, já“. Hendur hennar titruðu og tárin hrundu ofan kinn- arnar. „Sjáðu, það er gullpeningurinn, sem læknirinn gaf henni Elsu litlu á jólunum í fyrra. Jeg ætlaði að p, grípa til hans í ýtrustu neyð — taktu hann, barn, farðu með hann, játaðu alt saman, drengur minn, og biddu fyrirgefningar". „Æ, mamma! Við eigum enga peninga, og þú verður að fá skamtana, og mjer verður sagt upp vinnunni“. „þú verður að ganga þessi erfiðu spor, Frans“, hvísl- aði hún. „J>ú hefir syndgað, en þegar þú játar synd þína og iðrast, þá fyrirgefur Guð þjer, hvað sem menn- irnir kunna að gjöra. Okkur er óhætt að treysta hon- um, Frans. Hann einn getur hjálpað okkur í neyðinni“. Frans reis á fætur, greip húfuna sína og kysti móð- ur sína ákaft. ■ „Guð veri með þjer, drengur minn“, sagði hún. „En komdu svo fljótt sem þú getur, mundu, að jeg ligg hjer og bið þín með óþreyju". Hinn skrautlegi bústaður Brandts verksmiðjustjóra var

x

Jólastjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.