Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 42

Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 42
40 dýrðlega uppljómaður. Fyrir dyrum úti stóð heil röð af bifreiðum og vögnum, en þjónamir áttu annríkt við að taka á móti hinum mörgu boðsgestum. í skrautbúnu stofunum safnaðist hópur af tignum gestum, konum og körlum; andrúmsloftið var þrungið af blómailin. Verksmiðjueigandinn og kona hans voru umkringd af gestum, sem báru l'ram hamingjuóskir sínar í tilefni af viðburði dagsins, er hin fríða 18 ára gamla dóttir þeirra, Lilja, gjörði heyrum kunna trúlofun sína með Baron Kurt. par að auki var fæðingardagur Lilju, svo þetta var sannkallaður hátíðardagur, eins og alt bar ljósan vott um. Hjónaefnin stóðu ein sjer, þar sem lítið bar á þeim, og hjöluðu saman í hljóði. „Jeg hefi tæplega fengið tíma til að heilsa unnust- unni minni“, hvíslaði baróninn, sem var hár vexti og dökkhærður, um leið og hann kysti rjóðar varir hinnar fögru blómarósar, sem stóð hjá honum. „Ó, Páll, hvað jeg er glöð í dag“, sagði hún og roðn- aði. „Foreldrar þínir tóku mjer með svo mikilli ástúð — þú vissir nú hvað jeg var smeik". „Yndið mitt litla“, sagði hann og lagði handlegginn á henni utan um hálsinn á sjer, — — „var jeg ekki búinn að segja þjer, að þau hlytu að verða hrifin af elskulegu augunum stúlkunnar minnar?“ Hún hló og hjúfraði sig upp að honum. Rjett á eft- ir stundi hún við: „Páll, jeg hefi samt orðið fyrir sorg í öllum þessum fögnuði". „Sorg — Lilja — hvað getur það verið?“ „Já, hugsaðu þjer! Jeg hefi týnt indælu litlu gulltösk-

x

Jólastjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.