Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 44

Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 44
42 inn hlæjandi. „Komdu, Lilja, við skulum fara út til hans, jeg þarf að þakka honum sjerstaklega vel, þar sem hann hefir afmáð einustu sorg vinunnar minnar. Lilja roðnaði og skýrði ástæðumar fyrir vinstúlkum sínum. „Látið þið drenginn koma inn“, hrópuðu þær. „Okk- ur langar til þess að sjá, hvort þú getur orðið enn þá glaðari en þú þegar ert, Lilja. Láttu hann koma hjerna inn, Jóhann". Fölur og titrandi gekk Frans inn í hinn skrautlega sal, þar sem ljósin frá hinum voldugu Ijósahjálmum tindruðu á gimsteinaskraut kvennanna. Hann neri húf- una á milli handa sinna, og gat varla sjeð í gegnum tárin. Átti hann að fara að játa synd sína fyrir öllu þessu fólki. Æ, nei. En heima lá hún mamma og beið — og hann hafði lofað að segja frá öllu, — það var skylda hans. Hann stóð þarna í ljósadýrðinni, innan um skraut- búið fólkið, hlæjandi, með freyðandi kampavínsglösin í höndum sjer. Var nokkuð ólíkara til? Og einkennileg hrygðarstuna bærði hjörtu þeirra, er við voru. Hann var svo fölleitur, svo hryggur og fátæklega til fara! Verksmiðjueigandinn hleypti ofurlítið brúnum. „Hvað viltu, drengur?" spurði hann og horfði á eftir þjóninum; „hvílíkt athugunarleysi að láta hann koma hingað inn“. „Jeg Ijet hann koma inn, pabbi“, sagði Lilja og gekk til Frans. „Hugsið ykkur! Hann fann litlu handtöskuna mína, sem mjer þótti svo vænt um. Vertu ekkert hrædd- ur, drengur minn. þ>ú hefir glatt mig mikið. Hvar fanstu hana? Og hvernig vissirðu, að það var taskan mín?“ Frans beit sig í varimar; hann rjetti Lilju töskuna

x

Jólastjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.