Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 45

Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 45
43 og var því nær hniginn niður, þegar hann sagði með stamandi tungu: „Jeg fann — jeg fann — hana ekki. — Jeg — jeg — jeg tók hana í skrifstofunni“. það var steinhljóð. Gest- irnir voru allir komnir saman á einn stað til þess að horfa á þetta aukaatriði í hátíðahaldinu. Lilja var með tár í augum, er hún laut ofan yfir Frans og hvíslaði: „Veslings drengurinn! Við skulum ekki orða það. þú skilaðir henni eins og heiðvirðum dreng sómir, — já, jeg man það núna, að jeg lagði hana á borðið hjá þjer, pabbi“. „Svo þú ert þá þjófur", sagði faðir hennar byrstur. „Ó, fyrirgefið mjer!“ sagði Frans og hnje grátandi á gólfið við fæturna á Lilju. „Mamma mín er svo lasin og litla systir mín er svöng — og köld. Jeg hefi altaf verið ráðvandur, — en — en verkstjórinn neitaði mjer um peninga — fyr en um nýár, — og — og á morgun eru jólin“. Lilja reisti hann á fætur, lagði kollinn á honum að brjósti sjer og sagði með grátraust: „Gráttu ekki, elsku drengurinn minn. „Enginn skal gjöra þjer mein, og vertu viss um, að jeg skal hjálpa henni mömmu þinni og litlu systur þinni; nú eru öll vandræðin búin“. Frans trúði tæpast sjálfum sjer. Ó, hvað þreytta höf- uðið hans hvíldist vel við angandi silkið. „Haldið þjer að verksmiðjustjórinn sje mjög reiður?“ spurði hann og leit á Lilju. „Pabbi, ertu nokkuð reiður?" spurði Lilja og leiddi föður sinn nær.

x

Jólastjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.