Jólastjarnan - 01.12.1922, Síða 46

Jólastjarnan - 01.12.1922, Síða 46
44 Hann brosti og strauk hendinni um svitavott ennið á Frans. „Nei, drengur minn. Jeg er ekki reiður. — pað er synd að taka það, sem maður á ekki, en þegar mamma þín og litla systir þín eru svangar heima, þá bæði skil jeg þig — og fyrirgef þjer. þetta skal vera áminning til min um að gæta betur að högum þjóna minna — enginn þeirra skal þurfa að þola hungur eða skort hjeðan af“. „Og fæ jeg að vera kyr?“ spurði Frans með ókafa. „Já, vinur minn“. „Ó, Guði sje lof — nú verður elsku mamma mín glöð, — ó, hvað Guð er góður — og hvað þið eruð góð!“ Og hann greip handleggnum utan um Lilju og þrýsti höfðinu upp að henni. Fólkið hló, en flestir urðu að snúa sjer undan til þess að þerra tár af augum sínum. Nú var Frans glaðari en áður. Eitt var þó eftir enn. Alt varð að jóta. Hann tók gullpeninginn upp úr vasa sínurn og rjetti Lilly. „Jeg eyddi 2 krónum af peningunum yðar fyrir brauð og mjólk", sagði hann. „Og mamma bað mig um að fá yður þessar 10 krónur. Systir mín fjekk þær í fyrra hjá lækninum í jólagjöf'. „Eru þetta allir peningarnir, sem mamma þín á?“ spurði verksmiðjustjórinn hrærður. Frans beygði höfuðið. „Já“, hvíslaði hann. Lilja tók gullpeninginn og hjelt honum hátt á loft, svo allir gætu sjeð hann. „þennan pening ætla jeg altaf að eiga“, sagði hún hátt og skýrt, svo allir gætu heyrt. „Hann á að minna mig um fátæka móður, sem fórnaði

x

Jólastjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.