Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 47
45
sínum seinasta eyri til þess að geta verið ráðvönd og
góð. Jeg vildi að jeg gæti líkst henni! Og viltu svo gefa
mjer seðil i staðinn, pabbi, helst stóran seðil, handa
drengnum?"
,,Gjörðu svo vel“, sagði faðir hennar, og tók upp 100
króna seðil, sem hann rjetti henni. „Jeg gef hann með
innilegri gleði".
„Má jeg lika?“ hrópaði gamli baróninn og tók upp
peningaveski sitt. „þetta litla atvik hefir sýnt mjer hjarta-
lag tengdadóttur minnar“. Hann kysti á hendina á Lilju
og brosti gletnislega til sonar sins: „Já, Páll, æsku og
fegurð hafði jeg þegar sjeð, en nú sá jeg gullhjarta, sem
er meira virði en hitt hvorttveggja".
Nú vildu allir hinir gestirnir leggja sinn skerf til, og
það rigndi seðlum og peningum yfir Lilju, sem hlæjandi
tók á móti öllum gjöfunum. Loksins slapp Frans litli
út og þau Lilja og Páll fóru með honum.
„Allir þessir peningar! Jóhann, láttu hafa bílinn
til og fyltu körfu af góðgæti“.
Lilja var kafrjóð í framan og augu hennar ljómuðu
af gleði. Hún varð að fara sjálf og heimsækja móð-
ur hans.
Litiu síðar nam bíllinn staðar fyrir framan lítið,
dimt hús.
Inni í stofunni var kalt og kyrt, en í rúminu lá
veslings hrædd móðir, sem bað fyrir barninu sínu:
„Ó, Guð í himninum, Ijettu byrðina hans! — Hann
gjörði það mín vegna!"
Bæn hennar stje að hásæti Guðs og var heyrð.
Frans þaut inn í stofuna.
„Mamma, mamma, jeg er búinn að segja það — og