Jólastjarnan - 01.12.1922, Side 48

Jólastjarnan - 01.12.1922, Side 48
46 sjáðu, hver kemur“. Hann vjek til hliðar, en Lilja og Páll gengu að rúminu. „Jeg heiti Lilja Brandt", sagði unga stúlkan og klapp- aði blíðlega á hönd sjúku konunnar. „Drengurinn yðar hefir sagt okkur alt, og við getum svo ósköp vel skilið freistingu hans, aumingja drengsins. Við dáumst að yð- ur, sem fórnuðuð yðar síðastá eyri, til að bæta fyrir brotið hans, og hjeðan af skal yður ekkert vanta, pabbi minn ætlar að sjá um það“. „pökk“, mælti frú Lind og fórnaði upp höndunum. „Almáttugi Drottinn, þjer sje þökk!“ „Og sjáðu, mamma!" hrópaði Frans, — „alla pening- ana, — góða fólkið gaf okkur þetta alt saman og jeg fæ að vera kyr — og, mamma, jeg er svo glaður — bara að þú verðir nú frísk, — sjáðu, hjema er vín!“ „Em engar kökur?“ var spurt með ákefð, og Elsa litla kom trítlandi inn gólfið. Allir fóru að hlæja. Lilja lyfti Elsu upp í rúmið til mömmu hennar. „þú ert falleg kona“, sagði Elsa og horfði hugfang- in á Lilju. „það ert þú líka“, sagði Lilja hlæjandi og kysti á brúnu lokkana hennar. „En nú förum við, á morgun kem jeg aftur, því jeg skal segja þjer nokkuð, Frans, taskan sú arna færði mjer gæfuna, þess vegna þykir mjer svo vænt um að vera búin að fá hana aftur. Verið þið svo sæl öll þrjú“. „Vertu sæll, jólaengill", hrópaði Elsa. „þökk“, hvíslaði móðirin. Hún kom engu orði öðm upp, en augnaráðið hennar, já, það fylgdi ungu ríku stúlkunni út í bifreiðina, heim í uppljómaðan salinn og alla leið i dansinn.

x

Jólastjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.