Fréttablaðið - 29.06.2019, Side 50

Fréttablaðið - 29.06.2019, Side 50
Flugvöllurinn var í upphafi lagður af Bandaríkjaher í seinni heimsstyrjöldinni og opnaður þann 23. mars árið 1943. Bandaríkjamenn nefndu hann Meeks Field í höfuði á ungum flug- manni, George Meeks. Meeks fórst á Reykjavíkurflugvelli en hann var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem lést á Íslandi í styrjöldinni. Völlurinn varð okkar Að styrjöldinni lokinni var f lug- völlurinn og bækistöðin sem við hann stóð afhentur Íslendingum til eignar og var hann þá nefndur Keflavíkurflugvöllur eftir stærstu nágrannabyggð hans í Keflavík. Á þessum tíma voru flugvellirnir við Keflavík reyndar tveir, Meeks og Patterson flugvöllur ofan Njarð- víkurfitja. Sá síðarnefndi þjónaði orrustuflugsveit Bandaríkjahers til stríðsloka. Patterson flugvöllur hefur stundum verið nefndur Njarðvíkurflugvöllur í daglegu tali en hann var ekki notaður eftir stríðslok. Keflavíkurflugvöllur var rekinn af bandarísku verktakafyrirtæki til ársins 1951 er Bandaríkja- her kom aftur til landsins sam- kvæmt varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna sem gerður var að tilstuðlan Norður-Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Bandaríkjaher reisti bækistöð sína við Keflavíkurflugvöll sem oft var nefnd Keflavíkurstöðin. Þar var afgirtur bær sem hýsti allt að 5.700 hermenn, starfsfólk og fjöl- skyldur þeirra allt til ársins 2006 þegar herstöðin var lögð niður. Í dag er herstöðin hverfi í Reykja- nesbæ og gengur undir nafninu Ásbrú. Miklar breytingar Fyrstu áratugina stóð flugstöðin fyrir f lugvöllinn inni á varnar- svæði herstöðvarinnar en árið 1987 var opnuð ný flugstöð, Flug- stöð Leifs Eiríkssonar, norðan við flugvöllinn og þjónar hún allri farþegaumferð um völlinn. Frá opnun flugstöðvarinnar hefur margt breyst. Fjöldi farþega hefur margfaldast og mikil upp- bygging átt sér stað á f lugvellinum. Mikill vöxtur og fjöldi farþega hefur aukist með ári hverju. Fjölg- un farþega hefur kallað á stækkun mannvirkjanna sem hefur farið fram í nokkrum áföngum og mun halda áfram næstu árin. Sveinbjörn Indriðason, starf-andi forstjóri Isavia, Reynir Kristinsson, stjórnarfor- maður kolefnissjóðsins Kolviðar, og Eyþór Eðvarðsson, stjórnarfor- maður Votlendissjóðs, undirrit- uðu samninga um kolefnisjöfnun allrar eldsneytisnotkunar Isavia. Samningurinn gildir næstu þrjú árin. Eldsneytisnotkun vegur þyngst í kolefnisspori Isavia. Stærstan hluta þessarar notkunar má rekja til þjónustu og viðhalds á f lugbrautum og athafnasvæðum flugvalla og er sú þjónusta að miklu leyti háð veðri. Á síðasta ári var heildarlosun gróðurhúsaloft- tegunda vegna bruna eldsneytis í starfsemi Isavia 2.694 t CO2e. Um er að ræða beina losun í starfsemi Isavia og er sá þáttur þar sem félag- ið hefur mest tækifæri til úrbóta. „Isavia hefur á síðustu árum lagt áherslu á að draga úr losun gróður- húsalofttegunda í starfseminni,“ segir Sveinbjörn Indriðason, starf- andi forstjóri Isavia. „Árið 2015 var sett markmið um að lækka losun gróðurhúsalofttegunda um 29% á hvern farþega fyrir árið 2030. Í dag hefur Isavia þegar minnkað losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri sínum um tæp 40 prósent á farþega. Markmiðið verður því endurskoðað.“ „Við hjá Kolviði hlökkum mikið til samstarfsins við Isavia um kolefnisjöfnun á starfsemi þeirra,“ segir Reynir Kristinsson, stjórnar- formaður Kolviðar. „Þetta sýnir einnig samfélagslega ábyrgð og gott framlag til að draga úr og kolefnisjafna losun sem tengist f lugstarfsemi.“ „Isavia gengur fram fyrir skjöldu af fyrirtækjum í eigu ríkisins með þessum samningum,“ segir Eyþór Eðvarðsson, stjórnarfor- maður Votlendissjóðs. „Við hjá Votlendissjóði erum þakklát fyrir stuðninginn. Sjóðurinn verður búinn að kolefnisjafna allt magnið sem keypt er strax á þessu ári. Ávinningurinn er mikill. Til viðbótar við stöðvun á losun gróðurhúsalofttegunda, þá eru votlendisvistkerfin endurheimt og þannig stuðlað að líffræðilegum fjölbreytileika dýra, fiska og fugla í íslenskri náttúru.“ Við undirritun samninganna var einnig greint frá því að Isavia hefði lokið við annað skref í inn- leiðingu á kolefnisvottun ACA (Airport Carbon Accreditation) fyrir Keflavíkurflugvöll. Vottunar- kerfi er í fjórum skrefum. Það var hannað af ACI, Alþjóðasamtökum flugvalla, sem Isavia er meðlimur í. Kerfið er sérstaklega sniðið að rekstri og starfsemi flugvalla. Skrefin fjögur eru: • Kortlagning kolefnisspors • Markmiðasetning og minnkun kolefnislosunar • Minnkun kolefnislosunar í samstarfi við aðra rekstrar- aðila á flugvellinum • Kolefnisjöfnun flugvallarins Skref tvö felur því í sér að félagið hefur kortlagt losun gróðurhúsa- Dregið hefur verið úr notkun jarðefnaelds- neytis með kaupum á rafbílum og starfsmenn með meirapróf fara á vistaksturs- námskeið. Ásta Eir Árnadóttir astaeir@frettabladid.is Eldsneytisnotkun Isavia kolefnisjöfnuð Þjónustuverð- laun Kefla- víkurflugvallar Þjónustuverðlaun Isavia fyrir árið 2018 voru afhent við há- tíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í maí. Að þessu sinni féllu þjónustuverðlaun verslana í hlut sjóntækjaverslunarinnar Optical Studio. Þjónustuverð- laun veitingastaða hlaut Mathús, sem rekið er af Lagardère. Niðurstaðan nú, sem fyrr, byggir á markaðsrannsóknum og könn- unum sem gerðar eru á Kefla- víkurflugvelli. Isavia hefur síðustu ár verðlaunað rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli fyrir framúr- skarandi þjónustu. Verslanir og veitingastaðir eru verðlaunuð fyrir að skara fram úr í þjónustu við farþega sem fara um flug- völlinn. Litið er meðal annars til þess hvernig afgreiðslufólk nálgast viðskiptavini og hvort bæði vörur og upplýsingar um verð séu aðgengilegar. Isavia leggur áherslu á góða þjónustu við ferðafólk í flug- stöðinni. Rekstraraðilar eru í beinum tengslum við farþega og eru hvattir til að tryggja sem besta þjónustu. Liður í því er þjónustunámskeið og verðlaun fyrir vel unnin störf. María Kjartansdóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Isavia, Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Isavia, og Valur Klemensson, deildarstjóri umhverfisdeildar á Keflavíkurflugvelli. lofttegunda í starfseminni og vaktar og stýrir þeim þáttum þar sem losunin er mest. Til að ná öðru skrefi hefur einnig verið sýnt fram á að dregið hafi verið úr losun gróðurhúsalofttegunda á hvern farþega yfir þriggja ára tímabil. Isavia hefur sett sér aðgerða- áætlun í umhverfis- og loftslags- málum. Meðal aðgerða í áætlun- inni er að meirihluti ökutækja sem keypt eru skuli vera vistvænn í þeim flokkum sem slíkt býðst. Dregið hefur verið úr notkun jarð- efnaeldsneytis með kaupum á raf- bílum og starfsmenn með meira- próf fara á vistakstursnámskeið. „Isavia er meðvitað um þá ábyrgð sem hvílir á fyrirtækinu varðandi loftslagsmál,“ segir Sveinbjörn Indriðason, starf- andi forstjóri. „Við vinnum með virkum og skipulögðum hætti að aðgerðum til þess að minnka kolefnisspor félagsins.“ Isavia skrifaði undir þriggja ára samning um kolefnisjöfnun á starfseminni. Á síðasta ári var heildarlosun gróðurhúsaloft- tegunda í starf- semi Isavia 2.694 t CO2e. Meira fólk, fleiri breytingar Keflavíkurflug- völlur hefur gegnt lykilhlut- verki í uppbygg- ingu almanna- flugs á Íslandi. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli í apríl árið 1977. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ein sú glæsilegasta í Evrópu. Miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 8 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RKEFLAVÍKURVÖLLUR 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 4 -D 3 3 0 2 3 5 4 -D 1 F 4 2 3 5 4 -D 0 B 8 2 3 5 4 -C F 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.