Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2019, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 29.06.2019, Qupperneq 50
Flugvöllurinn var í upphafi lagður af Bandaríkjaher í seinni heimsstyrjöldinni og opnaður þann 23. mars árið 1943. Bandaríkjamenn nefndu hann Meeks Field í höfuði á ungum flug- manni, George Meeks. Meeks fórst á Reykjavíkurflugvelli en hann var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem lést á Íslandi í styrjöldinni. Völlurinn varð okkar Að styrjöldinni lokinni var f lug- völlurinn og bækistöðin sem við hann stóð afhentur Íslendingum til eignar og var hann þá nefndur Keflavíkurflugvöllur eftir stærstu nágrannabyggð hans í Keflavík. Á þessum tíma voru flugvellirnir við Keflavík reyndar tveir, Meeks og Patterson flugvöllur ofan Njarð- víkurfitja. Sá síðarnefndi þjónaði orrustuflugsveit Bandaríkjahers til stríðsloka. Patterson flugvöllur hefur stundum verið nefndur Njarðvíkurflugvöllur í daglegu tali en hann var ekki notaður eftir stríðslok. Keflavíkurflugvöllur var rekinn af bandarísku verktakafyrirtæki til ársins 1951 er Bandaríkja- her kom aftur til landsins sam- kvæmt varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna sem gerður var að tilstuðlan Norður-Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Bandaríkjaher reisti bækistöð sína við Keflavíkurflugvöll sem oft var nefnd Keflavíkurstöðin. Þar var afgirtur bær sem hýsti allt að 5.700 hermenn, starfsfólk og fjöl- skyldur þeirra allt til ársins 2006 þegar herstöðin var lögð niður. Í dag er herstöðin hverfi í Reykja- nesbæ og gengur undir nafninu Ásbrú. Miklar breytingar Fyrstu áratugina stóð flugstöðin fyrir f lugvöllinn inni á varnar- svæði herstöðvarinnar en árið 1987 var opnuð ný flugstöð, Flug- stöð Leifs Eiríkssonar, norðan við flugvöllinn og þjónar hún allri farþegaumferð um völlinn. Frá opnun flugstöðvarinnar hefur margt breyst. Fjöldi farþega hefur margfaldast og mikil upp- bygging átt sér stað á f lugvellinum. Mikill vöxtur og fjöldi farþega hefur aukist með ári hverju. Fjölg- un farþega hefur kallað á stækkun mannvirkjanna sem hefur farið fram í nokkrum áföngum og mun halda áfram næstu árin. Sveinbjörn Indriðason, starf-andi forstjóri Isavia, Reynir Kristinsson, stjórnarfor- maður kolefnissjóðsins Kolviðar, og Eyþór Eðvarðsson, stjórnarfor- maður Votlendissjóðs, undirrit- uðu samninga um kolefnisjöfnun allrar eldsneytisnotkunar Isavia. Samningurinn gildir næstu þrjú árin. Eldsneytisnotkun vegur þyngst í kolefnisspori Isavia. Stærstan hluta þessarar notkunar má rekja til þjónustu og viðhalds á f lugbrautum og athafnasvæðum flugvalla og er sú þjónusta að miklu leyti háð veðri. Á síðasta ári var heildarlosun gróðurhúsaloft- tegunda vegna bruna eldsneytis í starfsemi Isavia 2.694 t CO2e. Um er að ræða beina losun í starfsemi Isavia og er sá þáttur þar sem félag- ið hefur mest tækifæri til úrbóta. „Isavia hefur á síðustu árum lagt áherslu á að draga úr losun gróður- húsalofttegunda í starfseminni,“ segir Sveinbjörn Indriðason, starf- andi forstjóri Isavia. „Árið 2015 var sett markmið um að lækka losun gróðurhúsalofttegunda um 29% á hvern farþega fyrir árið 2030. Í dag hefur Isavia þegar minnkað losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri sínum um tæp 40 prósent á farþega. Markmiðið verður því endurskoðað.“ „Við hjá Kolviði hlökkum mikið til samstarfsins við Isavia um kolefnisjöfnun á starfsemi þeirra,“ segir Reynir Kristinsson, stjórnar- formaður Kolviðar. „Þetta sýnir einnig samfélagslega ábyrgð og gott framlag til að draga úr og kolefnisjafna losun sem tengist f lugstarfsemi.“ „Isavia gengur fram fyrir skjöldu af fyrirtækjum í eigu ríkisins með þessum samningum,“ segir Eyþór Eðvarðsson, stjórnarfor- maður Votlendissjóðs. „Við hjá Votlendissjóði erum þakklát fyrir stuðninginn. Sjóðurinn verður búinn að kolefnisjafna allt magnið sem keypt er strax á þessu ári. Ávinningurinn er mikill. Til viðbótar við stöðvun á losun gróðurhúsalofttegunda, þá eru votlendisvistkerfin endurheimt og þannig stuðlað að líffræðilegum fjölbreytileika dýra, fiska og fugla í íslenskri náttúru.“ Við undirritun samninganna var einnig greint frá því að Isavia hefði lokið við annað skref í inn- leiðingu á kolefnisvottun ACA (Airport Carbon Accreditation) fyrir Keflavíkurflugvöll. Vottunar- kerfi er í fjórum skrefum. Það var hannað af ACI, Alþjóðasamtökum flugvalla, sem Isavia er meðlimur í. Kerfið er sérstaklega sniðið að rekstri og starfsemi flugvalla. Skrefin fjögur eru: • Kortlagning kolefnisspors • Markmiðasetning og minnkun kolefnislosunar • Minnkun kolefnislosunar í samstarfi við aðra rekstrar- aðila á flugvellinum • Kolefnisjöfnun flugvallarins Skref tvö felur því í sér að félagið hefur kortlagt losun gróðurhúsa- Dregið hefur verið úr notkun jarðefnaelds- neytis með kaupum á rafbílum og starfsmenn með meirapróf fara á vistaksturs- námskeið. Ásta Eir Árnadóttir astaeir@frettabladid.is Eldsneytisnotkun Isavia kolefnisjöfnuð Þjónustuverð- laun Kefla- víkurflugvallar Þjónustuverðlaun Isavia fyrir árið 2018 voru afhent við há- tíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í maí. Að þessu sinni féllu þjónustuverðlaun verslana í hlut sjóntækjaverslunarinnar Optical Studio. Þjónustuverð- laun veitingastaða hlaut Mathús, sem rekið er af Lagardère. Niðurstaðan nú, sem fyrr, byggir á markaðsrannsóknum og könn- unum sem gerðar eru á Kefla- víkurflugvelli. Isavia hefur síðustu ár verðlaunað rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli fyrir framúr- skarandi þjónustu. Verslanir og veitingastaðir eru verðlaunuð fyrir að skara fram úr í þjónustu við farþega sem fara um flug- völlinn. Litið er meðal annars til þess hvernig afgreiðslufólk nálgast viðskiptavini og hvort bæði vörur og upplýsingar um verð séu aðgengilegar. Isavia leggur áherslu á góða þjónustu við ferðafólk í flug- stöðinni. Rekstraraðilar eru í beinum tengslum við farþega og eru hvattir til að tryggja sem besta þjónustu. Liður í því er þjónustunámskeið og verðlaun fyrir vel unnin störf. María Kjartansdóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Isavia, Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Isavia, og Valur Klemensson, deildarstjóri umhverfisdeildar á Keflavíkurflugvelli. lofttegunda í starfseminni og vaktar og stýrir þeim þáttum þar sem losunin er mest. Til að ná öðru skrefi hefur einnig verið sýnt fram á að dregið hafi verið úr losun gróðurhúsalofttegunda á hvern farþega yfir þriggja ára tímabil. Isavia hefur sett sér aðgerða- áætlun í umhverfis- og loftslags- málum. Meðal aðgerða í áætlun- inni er að meirihluti ökutækja sem keypt eru skuli vera vistvænn í þeim flokkum sem slíkt býðst. Dregið hefur verið úr notkun jarð- efnaeldsneytis með kaupum á raf- bílum og starfsmenn með meira- próf fara á vistakstursnámskeið. „Isavia er meðvitað um þá ábyrgð sem hvílir á fyrirtækinu varðandi loftslagsmál,“ segir Sveinbjörn Indriðason, starf- andi forstjóri. „Við vinnum með virkum og skipulögðum hætti að aðgerðum til þess að minnka kolefnisspor félagsins.“ Isavia skrifaði undir þriggja ára samning um kolefnisjöfnun á starfseminni. Á síðasta ári var heildarlosun gróðurhúsaloft- tegunda í starf- semi Isavia 2.694 t CO2e. Meira fólk, fleiri breytingar Keflavíkurflug- völlur hefur gegnt lykilhlut- verki í uppbygg- ingu almanna- flugs á Íslandi. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli í apríl árið 1977. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ein sú glæsilegasta í Evrópu. Miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 8 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RKEFLAVÍKURVÖLLUR 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 4 -D 3 3 0 2 3 5 4 -D 1 F 4 2 3 5 4 -D 0 B 8 2 3 5 4 -C F 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.