Ófeigur - 15.12.1950, Side 31

Ófeigur - 15.12.1950, Side 31
ÓFEIGUR 31 hallssonar, en landhelgismálin voru talin hluti af dóms- málunum. Ekki kom þetta að sök, því að við Tryggvi Þórhallsson þurftum lítið annað en styðja báðar deildir þessara siglingamála í höndum hins ötula og hagsýna framkvæmdastjóra. Menn geta fengið tiltölulega glögga lýsingu á strandferðunum á fyrri árum í kvæði Einars Benediktssonar „Strandsigling“. Um sama leyti kynntist ég sem stálpaður drengur kjörum almennings á strandferðum. Ég var þá fargestur á öðru farrými með ,,Hólum“ á hálfsmánaðarferð milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ég hygg, að yfirmenn og hásetar á þessu ■danska skipi hafi verið vaskir sjómenn, en þeir sýndu ísenzkum farþegum megna lítilsvirðingu í orði og verki. Á Austfjörðum voru teknir sjómenn af Suðurnesjum með konum sínum og börnum. Var því fólki, um 250 manns, hrúgað í lest skipsins, en landamerki úr kof- fortum og kössum. Þar ægði saman sjóveikum kon- um og börnum og drukknum sjómönnum. Erfitt var um allt hreinlæti. Olíuluktir til ijósa. Loftið svo illt sem unnt var að hugsa sér. Mannf jöldanum var ætl- að fæða sig og hafa alla þjónustu í þessum hörmulegu kringumstæðum. Það hefði vissulega verið ill meðferð á dýrum, sem hér þótti boðleg vinnandi fólki á íslandi. Við Vestmannaeyjar slitnuðu festar skipsins, og rak það í ofsalegum sjó og náttmyrkri vestur í haf. Hétu Suðurnesjamenn þá á Strandarkirkju, enda komu þeir degi síðar í land í Keflavík úr þessum fangabúðum íslenzkrar örbirgðar og niðurlægingar. Eftir þessa ferð voru mér minnisstæð og sársaukablandin kjör almenn- ings í lestarferðalagi. Mér þótti sæmd þjóðarinar liggja við, að þvílíkur smánarblettur yrði numinn burt og það sem fyrst. Eftir rúmlega 20 ár fékk ég tækifæri til að þoka áleiðis fyrstu umbót í þessu máli. III. Landhelgisgæzla og björgunarskip. íslenzka ríkið keypti gufuskipið „Sterling“ á miðjum stríðstímanum fyrri, til strandferða. Skipi'ð var gamalt, eyddi miklum kolum og var rekið með miklum tekju- halla. Hinsvegar var skipið vinsælt. Það var íslenzk eign með íslenzkri skipshöfn. Enn varð að flytja fjölda fólks í lestinni; en yfirmenn og starfsfólk þeirra sýndi

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.