Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 31

Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 31
ÓFEIGUR 31 hallssonar, en landhelgismálin voru talin hluti af dóms- málunum. Ekki kom þetta að sök, því að við Tryggvi Þórhallsson þurftum lítið annað en styðja báðar deildir þessara siglingamála í höndum hins ötula og hagsýna framkvæmdastjóra. Menn geta fengið tiltölulega glögga lýsingu á strandferðunum á fyrri árum í kvæði Einars Benediktssonar „Strandsigling“. Um sama leyti kynntist ég sem stálpaður drengur kjörum almennings á strandferðum. Ég var þá fargestur á öðru farrými með ,,Hólum“ á hálfsmánaðarferð milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ég hygg, að yfirmenn og hásetar á þessu ■danska skipi hafi verið vaskir sjómenn, en þeir sýndu ísenzkum farþegum megna lítilsvirðingu í orði og verki. Á Austfjörðum voru teknir sjómenn af Suðurnesjum með konum sínum og börnum. Var því fólki, um 250 manns, hrúgað í lest skipsins, en landamerki úr kof- fortum og kössum. Þar ægði saman sjóveikum kon- um og börnum og drukknum sjómönnum. Erfitt var um allt hreinlæti. Olíuluktir til ijósa. Loftið svo illt sem unnt var að hugsa sér. Mannf jöldanum var ætl- að fæða sig og hafa alla þjónustu í þessum hörmulegu kringumstæðum. Það hefði vissulega verið ill meðferð á dýrum, sem hér þótti boðleg vinnandi fólki á íslandi. Við Vestmannaeyjar slitnuðu festar skipsins, og rak það í ofsalegum sjó og náttmyrkri vestur í haf. Hétu Suðurnesjamenn þá á Strandarkirkju, enda komu þeir degi síðar í land í Keflavík úr þessum fangabúðum íslenzkrar örbirgðar og niðurlægingar. Eftir þessa ferð voru mér minnisstæð og sársaukablandin kjör almenn- ings í lestarferðalagi. Mér þótti sæmd þjóðarinar liggja við, að þvílíkur smánarblettur yrði numinn burt og það sem fyrst. Eftir rúmlega 20 ár fékk ég tækifæri til að þoka áleiðis fyrstu umbót í þessu máli. III. Landhelgisgæzla og björgunarskip. íslenzka ríkið keypti gufuskipið „Sterling“ á miðjum stríðstímanum fyrri, til strandferða. Skipi'ð var gamalt, eyddi miklum kolum og var rekið með miklum tekju- halla. Hinsvegar var skipið vinsælt. Það var íslenzk eign með íslenzkri skipshöfn. Enn varð að flytja fjölda fólks í lestinni; en yfirmenn og starfsfólk þeirra sýndi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.