Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Síða 18
18 FÓKUS 17. maí 2019 G reta Salóme Stefáns­ dóttir fór í fyrsta sinn út í Eurovision fyrir Íslands hönd með lagið Never Forget árið 2012. Greta samdi lag og texta og flutti lagið með söngvaranum Jóni Jósep Snæ­ björnssyni á stóra sviðinu í Bakú í Aserbaídsjan. „Never Forget var samið árið 2011 í Skálholti og er byggt á gamalli sögu, sem gerðist í Skál­ holti, um Ragnheiði biskups­ dóttur. Þaðan kom hugmyndin að laginu. Síðan var ég að vinna með þessi íslensku þjóðlaga­ element og svo fór þetta út í hina hádramatísku ballöðu fyrir konu og karl sem þetta lag end­ aði á því að vera,“ segir Greta, en þátttakan í Eurovision opnaði margar dyr fyrir hana. „Þetta lag náttúrlega breytti lífi mínu og ég verð þessu lagi ávallt þakklát. Það að fara í Eurovision 2012 gaf mér svo ótrúlega margt. Ég fékk plötu­ samning frá Senu og í kjölfarið fékk ég samning hjá Disney sem breytti lífi mínu á enn frekari hátt, þannig að ég á Eurovision ótrúlega margt að þakka. Bæði þann fylgjendahóp sem ég á í dag og þennan Disney­samn­ ing sem ég fékk, sem gaf mér annan samning hjá annarri um­ boðsskrifstofu sem ég hef ver­ ið hjá í tvö ár og er búin að vera að túra út um allan heim,“ seg­ ir hún og bætir við: „Maður get­ ur nýtt Eurovision sem stökkpall ef maður á góðan flutning og er pínulítið klókur.“ Greta hefur góð ráð fyrir Hatara. „Mitt ráð til Hatara er að halda áfram að stimpla inn þennan boðskap sem þeir eru búnir að vera að stimpla inn, því það er hægt að gera svo margt stærra en bara í keppninni þess­ ar þrjár mínútur, og það er það sem þeir eru búnir að gera. Svo bara njóta og vera í augnablik­ inu og hugsa um þetta sem tón­ leika frekar en nokkuð annað, því svo lýkur Eurovision og þá fyrst byrjar vinnan.“ ALLIR ÚT AÐ HJÓLA MEÐ TUDOR Eitt mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir faratækja MIKIÐ ÚRVAL, TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA Bíldshöfða 12•577 1515•skorri.is Við mælum rafgeyma og skiptum um Hr að þjónusta S öngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir samdi lagið Sjúbídú með föður sínum, Ólafi Gauki heitnum, fyrir Eurovision­keppnina í Ósló árið 1996. Anna Mjöll söng sig í þrett­ ánda sæti. „Sjónvarpið hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að semja lag fyrir Eurovision. Mér fannst þetta mikill heiður og sagði strax já, hringdi síðan í pabba og sagði: HJÁLP,“ segir Anna Mjöll og hlær. Hún var þó ekki eini einstaklingurinn sem RÚV hafði samband við það árið og voru keppinautarnir allt ann­ að en vinsamlegir við feðginin. „Ég held að þeir hafi beðið þrjá einstaklinga að semja lög þetta árið. Einn keppinautur okkar mætti í stúdíóið á meðan við vor­ um að taka upp í Reykjavík og sýndi allar sínar verstu hliðar, en það breytti engu fyrir okkur,“ seg­ ir Anna Mjöll. „Hugmyndin fæddist út frá öllum fyrirmyndunum mínum; Ellu Fitzgerald, Frank Sinatra, Elvis – sem öll sungu Sjúbídú. Pabbi samdi síðan þennan gler­ fína texta við lagið,“ segir hún og bætir við að stórstjarnan Svavar Gestsson hafi veitt þeim mikla hvatningu í þessu Eurovision­ ­ævintýri. „Svavar Gests skrifaði pabba fallegt bréf um þessa textasmíð. Bréfið var alla tíð eftir það uppi á vegg í gítarskólanum hans pabba.“ Anna Mjöll hugsar hlýtt til þessarar Eurovision­reynslu, en móðir hennar, Svanhildur Jak­ obsdóttir, tók einnig virkan þátt í þessu batteríi. „Eurovision­reynslan hafði mikla og góða þýðingu fyrir okk­ ur öll. Pabbi útsetti stórkostlega fyrir stórhljómsveitina í Nor­ egi. Tónlistarmennirnir þökk­ uðu honum fyrir bestu útsetn­ inguna það árið. Mamma sá um blaðamenn og alla pressuna svo hún var á endalausum hlaup­ um út um allt að redda öllu. Það sást eiginlega ekkert í hana þessa viku sem við vorum í Noregi. Þetta var mikill heiður enda mjög skemmtileg lífsreynsla.“ Anna Mjöll hugsar hlýtt til Eurovision. Greta hefur í nægu að snúast í tónlistinni. Greta og Jónsi á sviðinu. Keppinauturinn beitti bellibrögðum Samdi lagið í Skálholti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.