Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Síða 22
22 UMRÆÐA
Sandkorn
17. maí 2019
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Einar Þór Sigurðsson
Fréttastjóri: Kristinn Haukur Guðnason Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Fjölskyldan á rétt á því að vera saman
E
ftir aðeins nokkra daga á að
vísa Mayeth Gudmundsson
úr landi. Hún má ekki búa
hérna, hún má ekki vinna
hérna og, það sem mestu máli
skiptir, hún má ekki vera hér með
fjölskyldu sinni. DV greinir frá
máli hjónanna Mayeth og Pjeturs
Gudmundson í vikunni. Þau hafa
verið gift í meira en áratug og eiga
saman tíu ára gamla dóttur.
Blönduð hjónabönd eru algeng
hér á landi, þúsundir Íslendinga
eiga erlenda maka. Öll þekkjum við
einhvern sem er giftur útlendingi.
Hentugleikahjónabönd eru vissu
lega til en í þessu máli er auðsjáan
lega ekki um það að ræða. Mayeth
og Pjetur höfðu verið gift í tíu ár
áður en þau ákváðu að búa sér
heimili hér á landi.
Það er innbyggt í okkur að fjöl
skyldur eigi að fá að vera saman.
Einhver mjög gild rök geti að
eins gert það að verkum að fjöl
skyldumeðlimum sé stíað í sundur
af ríkisvaldinu; ofbeldi, glæpir
eða eitthvað slíkt. Fjárhagsvand
ræði ættu aldrei að vera nefnd í því
samhengi. Frekar ætti ríkisvaldið
að styðja við barnafjölskyldur.
Við skulum ekki gabba okkur
og halda að fjölskyldum hafi aldrei
verið stíað í sundur vegna fjárhags.
Í gegnum aldirnar þurfti fátækt
fólk að gefa frá sér börnin og láta
þau alast upp í fóstri. Stundum
var börnunum dreift um sveitina
af hreppnum og við skulum ekki
halda að það hafi verið auðvelt
fyrir foreldrana. Fátækum vinnu
hjúum var gert ókleift að giftast
þegar þau höfðu fest hugi saman.
Þeim var meinað um þessa frum
þörf mannsins, að finna maka og
framlengja gen sín. Allt vegna pen
inga.
Útlendingastofnun hefur á
sér slæmt orð fyrir seinagang og
harðneskju í garð erlendra ríkis
borgara. Þeir sem taka til varna
fyrir stofnunina benda á að
einungis sé verið að fylgja lög
um og reglum. En í lögum eru oft
gerðir fyrirvarar, til þess að mæta
aðstæðum sem gætu komið upp.
Það á sannarlega við í þessu til
viki eins og DV greinir frá. Hægt er
að víkja frá skilyrðum um trygga
framfærslu, til að mynda á grund
velli sanngirnisástæðna, en það er
ekki gert í þessu tilviki. Heldur er
ekki litið til Barnasáttmála Sam
einuðu þjóðanna sem fullgiltur var
á Íslandi árið 1992. Stendur þar í 7.
grein:
„Barn skal skráð þegar eftir
fæðingu, og á það frá fæðingu rétt
til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang
og eftir því sem unnt er, rétt til að
þekkja foreldra sína og njóta um
önnunar þeirra.“
Þetta er málið í hnotskurn.
Fjölskyldan á rétt á því að vera
saman. Ef stjórnvöld á Filippseyj
um myndu taka sömu ákvörðun
og Íslendingar, þá gæti fjölskyldan
aldrei verið saman.
Hvers vegna líta starfsmenn
Útlendingastofnunar ekki á mál
ið sem slíkt og íhuga hvort það sé
sanngjarnt að vísa eiginkonu ís
lensks manns og móður íslensks
barns úr landi með valdi? Nógan
tíma hafa þeir haft til að hugsa um
þetta. n
Rof milli Kristjáns og
Bjarna
Bjarni Benediktsson kaus gegn
frumvarpi um þungunarrof
sem samþykkt var í vikunni.
Það gerði einnig Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugsson, en þeir tveir
héldu um stjórnartaumana
þegar vinnan að hinum nýju
lögum hófst.
Árið 2015 fól þáverandi heil
brigðisráðherra, Kristján Þór
Júlíusson, sérfræðingum á
þessu sviði að vinna að endur
skoðun á lögunum. Nútíma
legt sjálfræði kvenna var það
sjónarmið sem átti að ráða
för. Svandís Svavarsdóttir erfði
frumvarpið og Kristján kaus
vitaskuld með því.
Sigmundur er að sjálfsögðu
kominn í allt aðra stöðu í hinu
pólitíska landslagi en súrt er
fyrir Kristján að sjá formann
sinn, Bjarna, ekki styðja við
ráðherramálið sem hann fylgdi
úr hlaði.
Kínverjar vilja eitthvað í
staðinn
Kínverjar seilast nú til áhrifa á
Íslandi og bjóða gull og græna
skóga undir hinu hljómfagra
heiti „Belti og braut.“ Verk
efnið nær til fjölda landa í
Asíu, Afríku og Evrópu og vilja
Kínverjar styrkja innviði af
ýmsum toga, svo sem vega
gerð, hafnargerð, flugvallagerð
og lagnir ljósleiðara. Opinbera
skýringin er sú að opna leið
ir austur til Kína en ekki er allt
sem sýnist. Um margra ára
skeið hafa Kínverjar seilst til
áhrifa í Afríkuríkjum. Mokað
þangað peningum til innviða
uppbyggingar og sett upp fyrir
tæki. Eru þeir þá í góðri stöðu
til að fá viðskipti og aðgang að
miklum, náttúruauðlindum álf
unnar. Líkt og í fangelsunum,
ef einhver gefur þér gjöf, þá vill
hann eiga inni greiða.
Spurning vikunnar Í hvaða sæti hafnar Ísland í Eurovision?
„Trúlega öðru sæti.“
Margrét Jörgensen
„Við vinnum þetta.“
Árni Þór Guðjónsson
„Við lendum í
sjötta sæti.“
Ágúst Baldursson
„Fyrsta held ég.“
Guðrún Margrét Bjarnadóttir
„Hvers vegna líta starfs-
menn Útlendingastofn-
unar ekki á málið sem slíkt og
íhuga hvort það sé sanngjarnt
að vísa eiginkonu íslensks
manns og móður íslensks
barns úr landi með valdi?
Leiðari
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Á leið í Hörpu Íslenski
sumarklæðnaðurinn kemur sér vel.
MYND: HANNA/DV