Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Qupperneq 33
Iðnaðarblaðið 17. maí 2019 KYNNINGARBLAÐ Vissir þú að ... n hnúðkál vex ofan á jörðinni? n ekki er ráðlegt að geyma paprikur í ísskáp því þá er meiri hætta á að þær verði linar? n gulrætur geymast best við kjörhitastig, sem er 0–2 gráður? n mest af næringarefnum tómats er að finna í vökv­ anum sem umlykur fræin? Því er mikilvægt að sá vökvi sé hafður með í matreiðslunni. n ræktun grænmetis á Íslandi hófst strax við landnám? n best er að geyma gúrkur í ekki of miklum kulda heldur á svölum stað, t.d. á þeim stað í ísskápnum þar sem kuldinn er minnstur? n bragðgæði íslenska grænmetisins eru tilkomin vegna hreina vatnsins og loftsins? Þau stafa einnig af því að grænmetið fær að þroskast á eðlilegum hraða. n gott er að tyggja steinselju eftir að hafa neytt mat­ ar sem inniheldur mikinn hvítlauk því að hún dregur úr hvítlaukslyktinni? ÍSLENSKT GRÆNMETI: Enn grænna en annað grænmeti! Það eru milljón og ein ástæða fyrir því að Íslendingar ættu að velja íslenskt grænmeti. Fyrir utan það hvað það er ótrúlega ferskt, hollt og bragðgott þá er það einfaldlega svo gott fyrir umhverfið. Kolefnisjöfnun íslensks grænmetis Íslenskur grænmetisiðnaður er alla jafna nokkuð umhverfisvænn. Hér er jarðvarmi nýttur til ræktunar en annars staðar á Norðurlöndunum er jarðgas eða olía nýtt til að hita gróðurhús. Kolefnisfótspor íslenskra tómata er t.a.m. eingöngu einn fimmti af spori danskra tómata og það er áður en kolefnisjöfnun kom til sögunnar. „Sölufélag garðyrkjumanna og Kolviður gerðu nýlega samning um að íslenskt grænmeti, bæði ræktun og flutningur á milli bæjarfélaga yrði kolefnisjafnaður. Í fyrra gróðursetti Sölufélag garðyrkjumanna rúmlega 2.000 tré sem er ívið meira en það sem þarf til þess að kolefnisjafna flutning á íslensku grænmeti. Með þessu erum við búin að stíga mjög stórt skref í að kolefnisjafna vöruna alla,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins. Krossleggja fingur um hagstætt sumar Sölufélag garðyrkjumanna sam­ anstendur af fjölda bænda sem rækta allt það gómsæta grænmeti sem selt er undir vörumerkinu Íslenskt grænmeti. „Langflestir ræktunar­ staðirnir eru staðsettir í kringum jarðvarmasvæðin á Flúðum, í Borgar­ firði og fyrir norðan á Hveravöllum. Þar eru ræktaðir tómatar, paprikur, gúrkur, ber, salöt, kryddjurtir, sveppir og margt fleira. Útiræktarsvæðin er svo að finna á víðfeðmu svæði frá Ölfusi og alla leið til Víkur í Mýrdal. Þar er ræktað rótargrænmeti, kartöflur, spergilkál, blómkál, hnúðkál, kínakál og margt fleira. Í fyrra var uppskeran á úti­ ræktarsvæðunum því miður ekki upp á sitt besta sökum hins alræmda rigningarsumars sem hér gekk í garð. Þá lét sólin lítið á sér kræla. Bænd­ urnir eru nú búnir að sá fyrir þetta sumar og eru vongóðir um góða uppskeru enda hefur þessi vorbyrjun gefið vænleg fyrirheit um sólríkt og hlýtt sumar.“ Gerum eitthvað gott úr íslensku grænmeti í sumar! Með hækkandi sól eru paprikurnar og tómatarnir í toppformi og það er um að gera að nýta sér það til fullnustu. Hefur þú til dæmis nokkurn tímann bragðað kalda tómatsúpu með fetaosti og myntu? Súpan er ótrúlega fersk og passar syndsamlega vel með íslensku sumri. Köld tómatsúpa n 6 stk. plómutómatar n stk. agúrka n rif hvítlaukur n 100 ml tómatsafi n safi úr 1 lime n 1 tsk. tabasco­sósa n smá fersk mynta n 1 pk fetasneiðar Skerið tómatana, agúrkuna og hvítlaukinn gróft. Setið í matvinnslu­ vél og maukið ásamt tómat­ og limesafanum og myntulaufunum eftir smekk. Kryddið með tabasco­sósunni. Setjið í skálar ásamt fetaostinum og skreytið með myntulaufi. Höfundur uppskriftar: Hrefna Sætran Paprikur eru gimsteinar náttúrunnar í finnast í ótal fallegum sterkum litum. Gular, rauð­ ar, appelsínugular, grænar og fjólubláar! Þær eru góðar hráar, einar og sér, skornar í lengjur með ídýfu, steiktar, ofnbakaðar, grillaðar, fylltar … Möguleikarnir eru óendanlegir. En það eru fáir sem vita að ein paprika inniheldur jafnmikið af C­vítamíni og fjórar app­ elsínur. Auk þess eru paprikur hitaeiningasnauðar frá náttúrunnar hendi. Grillað paprikusalat n 6–8 íslenskar paprikur í mismunandi litum n 6 msk. ólífuolía n 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt n nýmalaður pipar og salt n 1–2 msk. furuhnetur n nokkur basilíkublöð (má sleppa) Útigrill hitað, eða grillað í ofninum, og paprikurnar grillaðar við góðan hita, þar til hýðið er allt orðið svart. Snúið öðru hverju svo að þær grillist jafnt. Þeim er svo stungið í bréfpoka eða settar í skál og plast breitt yfir. Látnar standa í um 5 mínútur og þá ætti að vera auðvelt að fletta hýðinu af þeim. Best er að gera þetta yfir sigti svo að safinn fari ekki til spillis. Skerið grilluðu paprikurnar í breiðar ræmur og raðið á disk. Hrærið paprikusafanum saman við ólífu­ olíu, hvítlauk, pipar og salt og hellið yfir paprikurnar. Dreifið furuhnetum yfir og skreytið með basilíkublöðum sem skorin hafa verið í ræmur. Berið paprikurnar t.d. fram sem forrétt eða sem meðlæti með grilluðum mat. Einnig má skera þær í mjórri ræmur og nota þær og olíuna út á pasta. Höfundur uppskriftar: Nanna Rögnvaldardóttir Þessar uppskriftir og fjölda annarra má finna á vefnum islenskt.is. Þú færð íslenskt grænmeti og ávexti úti í næstu matvörubúð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.