Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Page 35
Iðnaðarblaðið 17. maí 2019 KYNNINGARBLAÐ Þjótandi – Sérhæfing og ný tækni í jarðvinnu og vegagerð Fyrirtækið Þjótandi á Hellu er eitt af stærri fyrirtækjum á Suður­landi í jarðvinnu. Í dag er fyrir­ tækið með um 20 starfsmenn í vinnu, yfir 50 vinnuvélar og 18 vörubíla. Fyrirtækið var ekki stórt í upphafi, en árið 1991 keypti Ólafur Einarsson, sem er fæddur og uppalinn á Hellu, sér gröfu eftir að hann varð atvinnu­ laus eftir gjaldþrot þáverandi vinnu­ veitanda síns. „Við erum í allri jarðvinnu, vega­ gerð, og allri mannvirkjagerð sem tilheyrir jarðvinnu,“ segir Ólafur. „Við erum sérhæfðir í lagnavinnu, vinnum mikið fyrir veitustofnanir og sveitar­ félög við að leggja lagnir, jarðstrengi, hitaveitu og vatnslagnir og ljós­ leiðarastrengi. Við sinnum einnig vetrarþjónustu fyrir sveitarfélög og Vegagerðina með snjómokstur og hálkuvarnir.“ Ekkert verk er of stórt eða of lítið fyrir Þjótanda. „Við sinnum öllu frá smáverkum upp í stærri verkefni og erum með gröfur frá 2 tonnum upp í risagröfur sem eru 60 tonn.“ Verkefni fyrir sveitarfélög Þjótandi vinnur mikið á útboðsmark­ aðnum, þar sem fyrirtækið býður í verkefni hjá ýmsum aðilum. „Stærsta verkefnið í dag er verkefni fyrir Vega­ gerðina sem heitir Gjábakkavegur á Þingvöllum og strenglagnir fyrir Rarik og sveitarfélög. Einnig er verið að vinna við gatnagerð á Hellu.“ Nýlega tók fyrirtækið upp nýja tækni sem kallast klapparfræsari. „Það er sög sem sagar fyrir strengj­ um í klappir. Þetta er nýjung hér á landi í strenglögn, því þá þarf ekki að fleyga fyrir jarðstrengjum í klappirnar sem hefur verið mjög tímafrekt og kostnaðarsamt.“ Þjótandi er eina fyrirtækið hér á landi sem býr yfir þessari tækni. Fyrirtækið hefur yfir að ráða 4 jarðýtum sérútbúnum með víbraplógum til strenglanga. „Við erum að bora undir vegi, getum borað allt að 70 sentimetra rör undir vegi fyrir lögnum,“ segir Ólafur. „Þjótandi er einnig með bíl­ krana og sá stærsti er 85 tonn. Þjótandi ehf. er staðsett á Hellu, en tekur að sér vinnu um allt land. Allar upplýsingar má fá í síma 893-9190 og á netfanginu tjot- andi@simnet.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.