Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Síða 44
44 FÓKUS - VIÐTAL 17. maí 2019 E ftir hefðbundinn vinnudag mánudaginn 8. október á síðasta ári sat Heiðrún Jó- hannsdóttir, 43 ára, ásamt dóttur sinni og eiginmanninum, Skarphéðni Leifssyni, við eld- húsborðið þar sem þau spjöll- uðu saman um daginn og veg- inn. Dóttir Heiðrúnar hafði komið við í heimsókn til foreldra sinna og eftir stuttu spjall fór hún inn í gamla herbergið sitt að sækja hluti til þess að taka með sér heim, en hún var þá tiltölulega nýflutt að heiman. Heiðrún sat við eldhúsborðið en eiginmaður hennar stóð upp til þess að ganga frá kaffibollun- um. Heiðrún hafði ákveðið að fara á hlaupaæfingu og sá að hún þyrfti að fara að gera sig klára fyr- ir og gerði sig því líklega til þess að standa upp. „Þá fékk ég svona eins og skot, höfuðverkjarskot framan í ennið og mér fannst eins og það væri að líða yfir mig. Fannst ég vera eitt- hvað voðalega skrítin. Ég lagðist augnablik fram á borðið og hélt að þetta myndi líða hjá en þegar ég ætlaði svo að reisa mig upp var ég orðin enn þá verri, með höfuð- verk og svima. Ég fann þá að ég var líka orðin dofin í vinstri hand- legg og hann lak niður. Ég reisti mig upp og sagði við manninn minn: „Skarphéðinn, ég er eitt- hvað skrítin.“ Um leið og ég sagði þetta þá heyrði ég að ég sagði þetta mjög skringilega, svona drafandi. Þá var ég líka orðin dofin í and- litinu vinstra megin. Maðurinn minn kom til mín og studdi við mig. Hann kallaði á dóttur mína: „ Hringdu á sjúkrabíl. Núna!“ Hann áttaði sig strax á því hvað gæti verið í gangi, en var þó mjög rólegur meðan á þessu stóð,“ segir Heiðrún í viðtali við DV. Hefur ávallt verið við góða heilsu Heiðrún er uppalin í Svarfaðar- dal en hefur verið búsett á Akur- eyri í rúm tuttugu ár. Þar stundaði hún leikskólakennaranám ásamt meistaranámi við Háskólann á Akureyri og hefur síðan þá starf- að sem leikskólakennari. Heiðrún hefur ávallt verið mjög hraust og dugleg að hreyfa sig. Hún á þrjú börn með eiginmanni sínum, tvo stráka, 11 og 14 ára, og tvítuga stelpu. Síðasta vetur fékk Heiðrún skyndilega blóðtappa í heila sem hafði engin boð gert á undan sér. Heilsa hennar var góð og hún æfði hlaup af kappi. „Meðan á þessu öllu stóð þá endurtók ég mig aftur og aftur og sagðist vera eitthvað skrítin. Til- finningarnar fóru á flug og ég réð ekkert við tárin og ekkann. Yngri sonur okkar sat hinum megin við borðið, horfði á mig og hélt í hendina á mér. Hann var pollró- legur meðan á þessu stóð, en ég veit að hann skældi með systur sinni eftir að ég fór á sjúkrahús- ið. Dóttir okkar hringdi á sjúkrabíl og ég heyrði að hún var að reyna að gefa þeim sem bestar upplýs- ingar og bað þá um að flýta sér. Ég fann að dofinn var komin nið- ur í fætur en mér fannst ég samt vera að lagast og róast. Ég sagði manninum mínum að ég héldi að ég væri að verða betri en hann sagði mjög ákveðinn við mig að ég færi nú samt upp á sjúkrahús. Á því augnabliki kom sjúkrabíll- inn og þau fóru beint í að mæla blóðþrýstinginn sem var mjög hár. Fljótlega áttuðu þau sig á hvað var í gangi og hjálpuðu mér niður stig- ann heima hjá okkur og á börurn- ar. Ég var enn dofin vinstra megin og var hrikalega kalt.“ Réð ekki við tilfinningarnar Þegar á sjúkrahúsið var komið beið herdeild af læknum og hjúkr- unarfræðingum eftir Heiðrúnu og segir hún hvern og einn hafa vit- að nákvæmlega hvert sitt hlutverk var. „Allir unnu nákvæmt og öruggt. Ég var aldrei óörugg á bráða- deildinni eða í sjúkrabílnum. Það voru allir mjög öruggir, rólegir og faglegir í sínum vinnubrögðum og greindu mér frá því hvað þau væru að hugsa og hvað þyrfti að skoða. Fljótlega var ég send í segulómun og þar var mér alveg svakalega kalt, ég skalf öll og enn láku tár þar sem ég var í einhverjum tilfinn- ingalegum rússíbana og réð ekki við neitt. Í segulómuninni kom í ljós að það var blóðtappi í heil- anum á mér en sem betur fer var enginn blæðing út frá honum. Ég var því send á gjörgæslu og fékk segavarnandi lyf í æð sem áttu að leysa tappann upp. Um nóttina var lítið sofið þar sem ég var með alls konar slöngur tengdar við mig. Ég var rúmliggjandi, stíf í kjálkan- um fram á kvöld og brosti bara út í annað. Ég viðurkenni alveg að á tímapunkti var ég mjög hrædd og ég var bangin að fara inn í nóttina, ég varð mjög fegin þegar ég sá nýj- an dag byrja.“ Heiðrún fékk síðar þær upplýs- ingar að vegna þess hve snemma hún komst undir læknishendur og lyfjagjöf þá hafi hún ekki verið í lífshættu. „Pabbi minn lést árið 2015 í stofunni við hliðina á þeirri sem ég lá í og ég sagði við hann út í loft- ið að þetta væri ekki minn tími. Ég held að hann hafi hlustað á mig.“ Orsökin var gat á milli gátta í hjartanu Daginn eftir fékk Heiðrún stað- festingu á því að um blóðtappa EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI „Ég varð mjög fegin þegar ég sá nýjan dag byrja“ Heiðrún fékk blóðtappa í heila – Skjót viðbrögð Skarphéðins björguðu henni Hringdu á sjúkrabíl. Núna! Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is „Ég var rúmliggjandi, stíf í kjálkanum fram á kvöld og brosti bara út í annað.“ / Mynd: Aðsend

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.