Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Blaðsíða 8
FRÉTTIR N ú er Tekjublaðið komið út enn og aftur og sem fyrr verða örugglega skiptar skoðanir um ágæti þess að birta tekjur útvalinna Íslendinga. Sama hvað fólki finnst þá eru þess- ar upplýsingar mikilvægar til að varpa ljósi á þann launamismun sem er á Íslandi. Í ár fáum við hins vegar afar skakka mynd af stétta- skiptingunni þar sem Ríkisskatt- stjóri hefur ákveðið að gefa ekki út upplýsingar um skattakónga og -drottningar. Það er miður. Í þeim útreikningum kristallast oft hversu mikil misskiptingin er, en nú eru þeir útreikningar ekki taldir sam- ræmast ákvæðum sem gilda um persónuvernd og friðhelgi einka- lífs. Undarleg rök þar sem oftar en ekki hefur fólk sem nýtur góðs af auðæfum þjóðarinnar skipaði sér í efstu sæti yfir þá sem greiða mesta skattinn. Peningar, völd og kynlíf – kennarinn minn í háskóla sagði mér eitt sinn að allur heimurinn snerist um þessa þrjá hluti. Að all- ar okkar ákvarðanir væru teknar út frá þessum þremur atriðum. Þessi þrjú atriði væru í raun hvati að öllum okkar gjörðum. Hugsjóna- manneskjan ég tók þetta ekki gott og gilt. Heimurinn hlyti að snú- ast um meira. Hvað með réttlæti, góðmennsku, ást og frið? Það hlyti að spila einhverja rullu. Eftir mikl- ar rökræður, þar sem háskóla- kennarinn göfugi nefndi fjölmörg dæmi úr nútímanum og mann- kynssögunni gjörvallri varð ég að játa mig sigraða. Það snerist víst allt um peninga, völd og kynlíf á endanum. Ég, sem hafði aldrei spáð mik- ið í peninga, fór að velta þeim meira fyrir mér eftir þessar sam- ræður. Hversu stórt hlutverk þeir lékju í mínu lífi, þótt ég teldi þá í algjöru aukahlutverki. Peningum fylgir vissulega mikið frelsi. Það er frelsandi að eiga þá og geta eytt þeim í næstum því það sem mað- ur vill. Það er líka frelsi fólgið í því að geta séð fyrir fjölskyldu sinni án þess að skrimta. Og ótrúlegt en satt þá er það gífurlega frelsandi að geta greitt alla reikningana um mánaðamótin. Það er vissulega frelsissvipting á sinn hátt að eiga fislétta pyngju, götótta vasa og tóman ísskáp. Það er álag að horfa í hverja einustu krónu. Geta aldrei leyft sér neitt. Og fara svo í Endur- vinnsluna um miðjan mánuð til að eiga fyrir grjónum í grautinn. Horfa á hvert innheimtubréfið renna inn um lúguna á fætur öðru. Bíða í fósturstellingunni eftir að stefnuvotturinn mæti heim. Sumir upplifa bara frelsissvipt- inguna en finna aldrei ljúft pen- ingafrelsið gefa þeim byr undir báða vængi. Og það er ekki út af því að þeir séu latir, illa mennt- aðir, ómögulegir eða skrýtnir. Það er einfaldlega út af því að sumt fólk skiptir minna máli en annað í samfélaginu. Það gengur ekki það sama yfir alla. Meðalmaður getur lent í miklu tjóni og veseni, jafnvel gjaldþroti, fyrir það eitt að skulda yfirvaldinu nokkra hundrað þús- und kalla, á meðan aðrir sleppa með mörg hundruð milljóna króna skrekk. Fá afskriftir. Færa til peninga. Finna gráu svæðin og gloppurnar í kerfinu. Á síðu 37 til 69 kristallast munurinn á hinum frjálsu og hin- um frelsissviptu. 21. ágúst 20198 Spurning vikunnar Hvernig fannst þér sumarið? „Alveg yndislegt“ Guðrún Georgs DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Sandkorn „Dásamlegt“ Soffía „Æðislegt“ Karítas Fatlaðir upp á punt „Meðalmaður getur lent í miklu tjóni og veseni, jafnvel gjaldþroti, fyrir það eitt að skulda yfirvaldinu nokkra hundrað þúsund kalla, á meðan aðrir sleppa með mörg hundruð milljóna króna skrekk. Dularfulli pistillinn sem hvarf Þroskaþjálfinn og aktífistinn Freyja Har- aldsdóttir benti á það á Twitter nýlega að nú þegar haustið gengur í gang hafi stjórnvöld gjarnan samband við hin ýmsu félagasamtök og óski eftir þekk- ingu, hugmyndum og reynslu fatlaðra. Hins vegar sé í fæstum tilvikum greitt fyrir slíka vinnu og þetta setji fatlaða í erfiða stöðu. Neiti þeir að taka þátt eigi þeir á hættu að ekkert samráð sé haft við þennan jaðarsetta hóp og ákvarðan- ir sem varði hann þá teknar alfarið af fólki í valdastöðum. Hinn kosturinn er að þýðast boð stjórnvalda og gefa vinnu sína. Fatlaðir einstaklingar hafa ítrekað sótt um vinnu hjá hinu opinbera en fá ekki ráðningu þrátt fyrir hæfni. Freyja bendir þarna á undarlegt háttalag stjórnvalda; að neita fötluðum um störf en á sama tíma bjóða þeim í sjálfboða- vinnu eins og um einhverja ölmusu sé að ræða. Stjórnvöld virðast því kæra sig kollótt um fatlaða, en slá þó ekki höndum á móti því að geta skreytt sína málstaði með þeim. Fatlaðir upp á punt. Sjálfsagt að fara fram á ókeypis vinnuframlag þeirra, þau ættu jú bara að prísa sig sæl að stjórnvöld gangi ekki alfarið framhjá þeim. „Það er búið að vera alveg yndislegt“ Sigríður Þórólfsdóttir Hinir frjálsu og frelsissviptu Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Vefritið Nútíminn birti aðsendan pistil í síðustu viku sem hvarf nánast jafnharð- an. Í pistlinum var fréttaflutningur mbl. is af lögmanninum Sveini Andra Sveins- syni, þar sem hann var kallaður riddari götunnar, gagnrýndur. Var það vegna fortíðar Sveins Andra, óviðeigandi skila- boða sem hann sendi á ungar stúlkur og þeirrar staðreyndar að hann barnaði sextán ára gamla stúlku fyrir nokkrum árum. Mál sem hefur verið fjallað mikið um og urðu kveikjan að Beauty Tips- -byltingunni #þöggun. Að sögn ritstjóra Nútímans, Ingólfs Stefánssonar, var pistillinn tekinn úr birtingu því það átti eftir að fínpússa hann. Hins vegar sagði hann enn fremur að óljóst væri hvort pistillinn yrði birtur yfirhöfuð. Þetta er því allt hið dularfyllsta mál, sem Sveinn Andri segist ekki koma nálægt. Bossinn mættur í bankann Ásgeir Jónsson tók formlega við starfi seðlabankastjóra í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.