Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Qupperneq 90

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Qupperneq 90
FÓKUS - VIÐTAL 21. ágúst 201990 Stefndi aldrei á að verða neinn Spielberg n Thor Sævarsson undirbýr tökur á kvikmyndinni The Hidden U ndirbúningsvinna myndarinnar The Hidden hefur staðið yfir lengi en Þórhallur segir hugmyndina hafa kvikn- að árið 2001 þegar hann var staddur á Hótel Skaftafelli. „Sagan hefur dvalið með mér mjög lengi. Ég mun ekki segja öllum að hún sé byggð á sönn- um atburðum, en hún er það á vissan hátt. Tildrög myndar- innar urðu árið 2001 þegar ég vann að kvikmyndinni Tomb Raider en þar hitti ég ameríska jarðfræðinema sem höfðu lent í miður skemmtilegri reynslu á hálendi Íslands. Þau höfðu verið stödd við Lakagíga þar sem þau söfnuðu bergsýn- um, en svæðið er annálað fyr- ir yfirnáttúrulegar sögur af alls kyns huldufólki. Fljót- lega fóru undarlegir hlutir að eiga sér stað, búnaður tók að bila og að lokum féll einn úr hópnum, mjög vanur klifr- ari, niður margra metra hæð og braut á sér báða fæturna. Þeim reyndist erfitt að ná símasambandi og voru orðin mjög hrædd. Frásögn þeirra sat lengi í mér án þess þó að ég gerði neitt í því, en þegar ég komst á þann stað á ferlinum að hugsa til þess að gera kvik- mynd fann ég að þetta var saga sem mér fannst ég þurfa að segja. Ég hófst því handa við að hripa atburðarásina niður en fann fljótt að ég er ekki besti rithöfundurinn. Fyrir eins- taka tilviljun var gamall vinur minn úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð, staddur á landinu en hann hefur verið búsettur í Barcelona um langa hríð. Ég sendi honum línu og spurði hvort hann væri til í að kíkja á mig í kaffi, sem hann þáði. Honum leist strax vel á hugmyndina og í kjölfarið hóf- umst við handa við að skrifa og pæla, hægt og rólega fæddist svo handritið sem í dag er svo gott sem klappað og klárt.“ Þórhallur segir himin og haf vera milli þess að leik- stýra auglýsingu og kvikmynd en í grunninn sé best að líkja þessu saman við maraþon. „Vinnan sem liggur að baki kvikmynd er algjört langhlaup sem reyndist mér ákveðin breyta, komandi úr auglýs- ingaheiminum en hann ein- kennist af einum allsherjar spretti. Kvikmyndagerð gerist hægar þar sem mikil vinna fer í fjármagns- og framleiðslu- ferli. Allt tekur lengri tíma og því upplifi ég þetta ferli frekar sem maraþon en spretthlaup.“ Justin Timberlake mjög fínn gaur Ferill Þórhalls hófst sem fyrr segir fyrir sextán árum þegar hann tók þátt í keppninni Nike Young Directors Award þar sem hann hafnaði í öðru sæti. Hann hlaut jafnframt áhorf- endaverðlaun hátíðarinnar. „Ég var skiljanlega pirraður að fá ekki gullið, enda ætlaði ég mér alltaf að vinna.“ Leikstjórinn Gurinder Chadha var formaður dóm- Þórhallur Helgi Sævarsson hefur starfað sem auglýsingaleikstjóri undanfarin sextán á en hann undirbýr nú tökur á sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Hann segist aldrei hafa stefnt á bíóbransann en í grunninn sé hann sögumaður og því sé eðlilegt framhald að víkka út karaktera og hughrif áhorf- enda um leið. „Sagan hefur dvalið með mér mjög lengi. Ég mun ekki segja öllum að hún sé byggð á sönnum atburðum, en hún er það á vissan hátt.“ Íris Hauksdóttir iris@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.