Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Blaðsíða 86

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Blaðsíða 86
 21. ágúst 201986 MATUR Ég ætla aldrei að vera óþolandi gæinn í matarboðum n Björgvin Páll er á ketómataræðinu n Leyfir sér það sem hann langar í n „Svindlar“ reglulega H andboltakappinn Björgvin Páll Gústavsson er einn af þeim fjölmörgu Íslending- um sem eru á ketómatar- æðinu. Flestir fara á ketó til að grennast en það er alls ekki mark- mið Björgvins. Hann vill heldur bæta samband sitt við mat og ger- ir það í gegnum alls kyns tilraunir með mataræði. „Ég átti frekar undarlegt sam- band við mat sem einkenndist af því að ég var að berjast við það að koma ofan í mig fimm til sex þús- und hitaeiningum á dag til þess að halda þyngd. Ég var með gríðar- lega hraða brennslu, var að æfa gríðarlega mikið og sinna alls kyns hliðarverkefnum sem kostuðu orku; bæði líkamlega og andlega,“ segir Björgvin og heldur áfram. „Dagurinn minn snerist gríðarlega mikið um mat og þó svo að nær- ingin hafi verið holl þá var hún í þessum týpísku „gömlu“ viðmið- um, þar sem kolvetnin voru minn helstu orkugjafi. Það var mataræði sem hentaði mér í raun gríðarlega illa þar sem ég fékk mjög mikið af blóðsykurföllum og fleira. Blóð- sykurföllin og sú þekking á nær- ingu sem ég öðlaðist þegar ég lærði bakstur á sínum tíma fyrir fimmtán árum var svolítið kveikj- an að því að færa mig yfir í réttu kolvetnin, yfir í LKL, yfir í ketó, yfir í TKD og að lokum JKD, sem er í raun það sem ég kalla mataræðið mitt því mín fyrirmynd í matar- æðinu um þessar mundir heitir Dr. Jordan Joy.“ Ekki ketóflensa heldur kol- vetnaflensa Mikið hefur verið talað um alls kyns fylgikvilla þess að byrja á ketó, þá aðallega svokallaða ketóflensu sem virðist leggjast á þá sem sneiða hjá kolvetnum. Björg- vin segir ákveðinn misskilning ríkja um þessa flensu. „Þessi blessaða ketóflensa er eitthvað sem ætti í raun að heita kolvetnaflensa, þar sem einkennin tengjast því að við erum orðin svo kolvetnaháð. Ég var á þannig stað andlega og líkamlega að einhver smá höfuðverkur eða slappleiki var ekkert til að tala um og ég fór að finna fyrir kostum þess að vera á ketó frekar fljótt,“ segir kappinn. Verðum fróðari með hverjum deginum Þeir sem taka ketómataræðið alla leið þurfa að halda sig undir fimm- tíu grömmum af kolvetnum á dag og í einhverjum tilvikum heldur fólk sig undir tuttugu grömmum af kolvetnum á dag. Björgvin seg- ir það alls ekki einu leiðina til að vera ketó. Hann er ekki á matar- æðinu til að léttast. „Ef markmiðið er að léttast þá er hægt að fara milljón leiðir og er ketó ein öflug leið til þess. Ég er hins vegar ekkert brjálæðis- lega spenntur fyrir þeim pæling- um öllum, enda er það alls ekki mitt markmið. Ég held að ketó á Íslandi sé í ákveðnu þroskaferli og fólk mun hægt og rólega átta sig á því að tuttugu til fimmtíu grömm af kolvetnum er ekki eina leiðin til að vera ketó og að mínu mati ekki æskilegt til lengri tíma. Tuttugu gramma viðmiðin voru sett upp á sínum tíma til þessa að vinna bug á sjúkdómum, ef internetið er ekki að ljúga að mér, og ýmsir hópar sem styðjast við það ketó til þess að ná tökum á sínum veikindum. Eins og með allt annað þarf þetta að fara út í öfgar til þess að finna jafnvægi á einhverjum tímapunkti. Eins og staðan er núna veit í raun enginn nákvæmlega hvað það þýðir fyrir mannveruna að vera ketó. Við verðum þó fróðari með hverjum deginum.“ Allt er gott í hófi Björgvin segist finna mikinn mun á sér sem íþróttamanni eftir að hann byrjaði á ketó; hann er létt- ari á sér, tekur betri ákvarðanir og með jafnari orku. Hann elskar svokallað Bulletproof-kaffi, neytir fæðubótarefna og elskar að finna nýjar og gómsætar leiðir til að matreiða salöt. En er eitthvað sem hann sakn- ar úr mataræðinu eins og það var fyrir ketó? „Já, það kemur alveg fyrir að ég sakni einhverra hluta. Fegurðin við mitt mataræðið er einmitt að ég leyfi mér það sem mig langar í. Það mikilvægasta af öllu er með- vitundin. Við fjölskyldan erum til dæmis með pítsukvöld sirka tvisvar sinnum í mánuði og þá hendi ég í pítsu frá grunni með öllu því sem mig langar í. Með því næ ég til dæmis að næra bak- arann í mér og einnig eiga geggj- aða fjölskyldustund. Það er hluti af mataræði mínu að leyfa mér þegar það hjálpar mér á öðrum sviðum. Ég ætla aldrei að verða óþolandi gæinn sem borðar ekki matinn í matarboðum, heldur er ég bara mjög meðvitaður um magnið sem ég set ofan í mig og hvernig ég vinn úr því,“ segir Björgvin og brosir. „Ef ég tek til dæmis svindlkvöld þá nota ég þá kolvetnaorku sem er í skrokknum í að lyfta og taka geggj- aða æfingu daginn eftir. Allt er gott í hófi og það á líka við um ketó.“ n Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is „ Eins og staðan er núna veit í raun enginn nákvæmlega hvað það þýðir fyrir mannveruna að vera ketó Útskýringar á skammstöfunum LKL = Lágkolvetna- mataræði TKD =Targeted Keto- genic Diet (Þetta mataræði er eilítið frábrugðið hefðbundnu ketómataræði. Á TKD er spáð í hvenær kolvetna er neytt og er það gert fyrir eða eftir æfingu eða með- an á henni stendur) JKD = Ketómataræði sem kennt er við Dr. Jordan Joy Hvað er Bulletproof-kaffi? Bulletproof-kaffi er bara kaffi með smjöri og MCT-olíu. Kaffið ku gefa þér meiri orku og hjálpa þér að léttast og er því vinsælt á meðal þeirra sem eru á ketó- og paleomatar- æðinu. Holl fita í kaffinu kemur úr smjörinu og olíunni. Hvernig býr maður til Bulletproof-kaffi? Hellið upp á kaffi eins og vanalega og blandið tveimur mat- skeiðum og smjöri og einni matskeið af MCT-olíu saman við. Þessi hlutföll eru ekki heilög og hægt að fikra sig áfram þar til rétta blandan næst. Einnig er gott að blanda smá salti og kanil saman við. Setjið þetta í blandara og blandið þar til drykkurinn er silkimjúkur og drekkið svo á meðan hann er enn heitur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.