Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Side 23
SérblaðiðKYNNINGARBLAÐ20. ágúst 2019 Klifrað til að kynnast fólki Benjamin Mokry kom til Íslands frá Þýskalandi fyrir um 18 árum síðan. Það getur verið snúið að aðlagast nýju samfélagi, en eftir að Benjamin kynntist Klifurhúsinu varð ekki aftur snúið. Kynntist samfélaginu gegnum klifur „Á þessum tíma var ég ekki í neinu klifurfélagi. Í Klifurhúsinu var ég strax boðinn velkominn og tekið opnum örmum. Þar kynntist ég meðal annars besta vini mínum,“ segir Benjamin sem er í dag einn af aðal klifrurum Klifurhússins. Hann segir einskonar fjölskyldustemningu ríkja þar inni, allir tilbúnir að hjálpa öllum óháð færni. „Þegar ég byrjaði þá leit maður upp til þeirra bestu og lét sig dreyma um að verða jafn góður og þeir. En það voru alltaf allir til í að kenna. Það góða við svona hús er að allir geta sest saman og spjallað smá og klifrað svo hver sína leið.“ Klifur fyrir byrjendur og lengra komin Klifurhúsið býður uppá námskeið fyrir alla aldurshópa, frá 5 ára og uppúr. „Það er skipt í hópa eins og í öðrum íþróttagreinum en strákar og stelpur klifra alltaf saman,“ segir Benjamín. Fullorðnir geta síðan sótt grunn- námskeiðið Klifur – 1, sem er ætlað byrjendum, en einnig eru fjölbreytt námskeið fyrir lengra komin. „Klifur – 1 tekur á öllum helstu grunnatriðum. Ég mæli samt alltaf með að fólk komi fyrst, leigi sér skó og prófi aðeins sjálft, áður en það kaupir sér heilt námskeið,“ segir Benjamín og bætir við að starfsfólk og klifrarar í klifurhúsinu séu iðulega auðfús til þess að hjálpa og segja til. Stakur tími með leigu á skóm kostar 1800 kr. Yfir vetrar tímann er boðið uppá byrjendakvöld tvisvar í mánuði. Þar er þjálfari á staðnum sem fer yfir helstu grunnatriði klifurs, kennir fólki á veggina og einföldustu tækni. Grjótglíman vinsælust Í Klifurhúsinu er mest fengist við hefðbundna grjótglímu sem krefst ekki mikils útbúnaðar. Hægt er að leigja skó og allan annan útbúnað á staðnum. Einnig er hægt að klifra með línu en það krefst þess vera tvö og tvö saman. „Línan kostar aðeins meira en á móti kemur að fólk er þá saman og getur deilt henni“, segir Benjamín.t Fjölskyldan klifrar saman – krakk- arnir klárastir Um helgar býður Klifurhúsið uppá fjölskyldutíma milli 12 og 15. Þá gefst fjölskyldum kostur á að koma saman og leigja skó og prófa klifur fyrir einungis 800 kr. á mann. „Þetta er reglulega skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna,“ segir Benjamín. „Börn eru á ábyrgð for- eldra sinna en krakkarnir eru gjarnan fljótari að ná tökum á klifrinu en þeir sem eldri eru“. Alltaf með klifurskóna í ferðatösk- unni Sjálfur segist Benjamín sækja í að klifra þegar hann ferðast um heiminn. „Ég hef búið bæði í Svíþjóð og Dan- mörku og í bæði skiptin kynntist ég samfélaginu með því að fara í klifur. Það eru frábær klifurhús víða í heim- inum og skemmtilegt að prófa nýja veggi þegar maður er þar á ferð.“ Það sama virðist vera uppi á teningnum á Íslandi því Benjamín kynnist gjarnan ferðamönnum sem koma til Íslands meðal annars til að kynnast klifurmenningunni hér. „Ég hitti Kanadamann sem klifrar mik- ið í Montreal um daginn. Við ætlum saman í útiklifur á næstunni, meðan hann dvelur hér á landi,“ segir Benja- mín sem enn er að eignast nýja vini gegnum þessa hollu hreyfingu. Einstaklingar og hópar ættu því að eiga auðvelt með að finna eitthvað við sitt hæfi í Klifurhúsinu, þar sem ný vinasambönd eru sí og æ að mynd- ast. Klifurhúsið Ármúla 23 www.klifurhusid.is s. 553-9455
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.