Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Page 78

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Page 78
S igurður Gói Ólafsson varð fyrir fólskulegri líkams­ árás og nauðgun í frönsku borginni Marseille í júlí síðastliðnum. Atvikið hefur haft alvarlegar afleiðingar. Gerandinn gengur enn laus. DV og fleiri íslenskir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að lögreglan í Marseille í Frakk­ landi hefði til rannsóknar of­ beldisbrot gagnvart sextug­ um íslenskum karlmanni þar í borg. Upplýsingafulltrúi héraðs­ lögreglunnar í Bouches­du­ Rhône staðfesti í samtali við DV að málið væri komið inn á borð lögreglunnar. Í samtali við blaðamann lýsir Sigurður því hvernig atburðurinn hefur umturnað lífi hans. „Maður heldur alltaf að ekkert muni koma fyrir mann. Ég er þannig gerður að ég vil alltaf trúa á það góða í fólki. Ég hef alltaf viljað standa í þeirri trú að allir hafa eitt­ hvað til brunns að bera: hjá sum­ um þarf kannski bara að hafa meira fyrir því að laða það fram.“ Sigurður segist þess vegna eiga erfitt með að meðtaka það að einstaklingur geti framið jafn við­ bjóðslegt illvirki og það sem hann varð fyrir. Hefur alltaf upplifað öryggi Unnusta Sigurðar er frá Frakklandi og hafa þau verið í fjarsambandi undanfarin þrjú ár. Þann 24. júlí síðastliðinn hélt Sigurður utan til Marseille. Framundan var mánað­ ardvöl í frönsku borginni þar sem parið ætlaði að eiga ánægjulegar stundir saman, og seinna meir fá heimsókn frá 13 ára syni Sigurðar. Marseille er í suðaustur­ hluta Frakklands og er önnur fjölmennasta borg landsins, með rúmlega 900.000 íbúa. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Sigurður heimsótti frönsku hafnarborgina. „Ég hafði aldrei lent í neinu ves­ eni áður þetta gerðist. Ég hef alltaf upplifað mig öruggan í borginni og alltaf kunnað afskaplega vel við fólkið.“ Stirðnaði upp af hræðslu Sigurður hafði aðeins verið í Frakklandi í tæpan sólarhring þegar hann skrapp niður í bæ. „Ég þurfti að fara og kaupa mér nýtt hleðslutæki fyrir símann minn. Ég var á leiðinni aftur heim snemma um kvöld. Ég stytti mér leið í gegnum garð þegar maður á reiðhjóli gaf sig á tal við mig. Við vorum bara eitthvað að spjalla og hann kom mér fyrir sjónir sem ósköp venjulegur maður. Hann spurði mig hvaðan ég væri og hvert ég væri að fara og þess hátt­ ar. Skyndilega réðst hann á mig, algjörlega upp úr þurru. Hann kýldi mig í síðuna og hrinti mér á magann. Því næst reif hann niður mig buxurnar. Síðan nauðgaði hann mér.“ Viðbrögð Sigurðar voru þau að frjósa. „Ég stirðnaði upp af hræðslu. Ég var viss um að hann myndi drepa mig. Ég hélt hreinlega að ég væri að fara að deyja.“ Sigurður veit ekki hvað árásin tók langan tíma. Kannski nokkrar mínútur. En þetta virtist sem heil eilífð. Maðurinn flúði á brott og hafði með sér hliðartösku Sigurðar sem innihélt meðal annars vegabréfið hans og reiðufé upp á tæpar 100 þúsund íslenskar krónur, 60 þús­ und í íslenskum seðlum og restina í evrum. Þá tapaði Sigurður einnig gleraugunum sínum, en hann er afar sjónskertur. Honum tókst að koma sér upp á veg og stöðva bíl. Þar voru á ferð ungir piltar sem keyrðu Sigurð rakleitt á næstu lögreglustöð. „Það var ákaflega erfitt að ná sambandi við lögreglumennina, því nánast enginn þeirra talaði ensku. Að lokum þurfti að kalla á túlk. Þetta gekk allt mjög seinlega, en þeir unnu sína vinnu vel.“ Fárveikur af HIV-lyfjum Sigurður var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir læknis­ skoðun og tekin voru af honum líf­ sýni. Þá voru fötin hans einnig gerð upptæk. Hann reyndist vera rifbeinsbrotinn. Sigurði var einnig tjáð að hann þyrfti að gangast undir mánað­ arlangan lyfjakúr til að koma í veg fyrir hugsanlegt HIV­smit. 78 VIÐTAL 21. ágúst 2019 n Gerandinn gengur enn laus n Einstaklega hrottaleg árás n Sigurður á lyfjakúr til að sporna gegn HIV-smiti SIGURÐUR VARÐ FYRIR LÍKAMS- ÁRÁS OG NAUÐGUN Í MARSEILLE „SKYNDILEGA RÉÐST HANN Á MIG, ALGJÖRLEGA UPP ÚR ÞURRU. HANN KÝLDI MIG Í SÍÐUNA OG HRINTI MÉR Á MAGANN. ÞVÍ NÆST REIF HANN NIÐUR MIG BUXURNAR. SÍÐAN NAUÐGAÐI HANN MÉR. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.