Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Blaðsíða 91

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Blaðsíða 91
FÓKUS - VIÐTAL21. ágúst 2019 91 „Það var gaman að hitta Justin og við héldum fínu sambandi í talsverðan tíma á eftir. Hann bauð mér á tónleika með sér í London stuttu síðar og við hittu- mst nokkrum sinnum. Hann var mjög almennilegur gaur og þetta var skemmtilegt verkefni.” nefndar en hún er þekkt- ust fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni Bend it like Beckham. Eftir að úrslit voru kunn gekk Þórhallur á hana og spurði hvers vegna hann hefði ekki borið sigur úr být- um en hún tjáði honum þá að nefndinni hefði strax ver- ið ljóst að hann myndi alltaf „meika“ það. „Það gerði mig ekkert minna pirraðan en þetta kennir manni að halda alltaf fast á spöðunum. Þetta var engu að síður mikið æv- intýri og við sem enduðum í topp þremur efstu sætunum fengum tíu þúsund pund í verðlaun til að framleiða okk- ar eigið efni. Það þótti á þess- um tíma heilmikill pening- ur og þar sem ég var þegar vel tengdur inn í þennan heim innan kollega í London, náði ég að gera enn meira úr þessari upphæð en ég hefði átt að geta gert. Þarna fór boltinn fyrst að rúlla.“ Eftir langan feril segir Þór- hallur fátt koma lengur á óvart, hann ferðist meiru en góðu hófi gegni á ári hverju og sé því mikið fjarri fjöl- skyldunni, en undanfarið ár hafi eflaust náð að toppa öll fyrri, hvað ferðalög snerti. „Ég er fyrir löngu búinn að missa tölu á þeim ferðum sem ég fer á vegum vinnunnar. Bara á þessu ári hef ég ferðast svo mikið og víða að ég get varla talið löndin lengur. Auðvitað er þetta algjört djók og get- ur bitnað á fjölskyldunni, en ég bý svo vel að eiga einstak- lega þolinmóða og skilnings- ríka konu.“ Fyrsta stóra tækifær- ið segir Þórhallur hafa kom- ið árið 2005 þegar hann, ásamt tveimur öðrum auglýs- ingaleikstjórunum, fékk það verkefni upp í hendurnar að framleiða auglýsingarnar fyr- ir skyndibitakeðjuna McDon- ald’s þar sem stórsöngvarinn Justin Timberlake flutti línuna ógleymanlegu „I’m loving it“. „Við skutum þessar auglýs- ingar bæði í London, Suður- -Afríku og Los Angeles. Það var gaman að hitta Justin og við héldum fínu sambandi í talsverðan tíma á eftir. Hann bauð mér á tónleika með sér í London stuttu síðar og við hittumst nokkrum sinnum. Hann var mjög almennilegur gaur og þetta var skemmtilegt verkefni. Eflaust eitt af þeim fyrstu stóru sem ég gerði, en nokkrum árum síðar gerði ég svo stóra auglýsingu fyrir Opel sem kýldi mig svolítið inn í heim bílaauglýsinga. Síðan þá geri ég alltaf nokkrar slíkar á hverju ári sem er gaman, þær krefjast mikilla tæknilegra at- riða og eru í grunninn upp- fullar af smáatriðum, en mál- ið er bara það að í grunninn elska ég að segja sögur. Ég starfa við þetta af því að mér finnst gaman að færa frásagn- ir í myndrænt form en ég er þó ekki einn af þeim sem leiddust út í auglýsingaleikstjórn í von um að færast síðar yfir í kvik- myndir. Þetta virkar nefni- lega öfugt hjá mér. Ég ætlað mér í raun aldrei út í kvik- myndaleikstjórn enda hef ég aldrei stefnt á að verða neinn Spielberg.“ Snýst ekki um að vera bíó- myndatöffari í Hollywood Þórhallur segir að áhuginn á kvikmyndagerðarlist hafi vaknað snemma því hann hafi verið alinn upp innan um áhugaverð tæki og tól til þess brúks fallin. Hann hafi þó ekki gert sér grein fyrir því að áhuginn gæti leitt til starfs- frama fyrr en löngu seinna. „Pabbi hafði alltaf mikinn áhuga á ljósmyndun og keypti til að mynda Hi-8 mynda- vél og vídeómixer þegar ég var í kringum ellefu ára. Ég var því snemma farinn að prófa mig áfram og leika mér með myndefni, án þess þó að stefna á það sem starfsframa. Þegar ég hins vegar áttaði mig á að það væri hægt að gera þetta að framtíðarstarfi lagði ég allt í sölurnar. Mörgum árum síðar fór það svo fyrst að toga í mig að vinna með starf- ið í lengra formi og ég finn að það er sífellt að verða ríkara í mér núna.“ Eftir að hafa unnið lengi við gerð auglýsinga segir Þór- hallur það spennandi áskorun að fá nú tækifæri til að byggja upp karaktera og á sama tíma byggja upp hughrif áhorfand- ans. Hann segist þó ekki hafa verið tilbúinn að taka skref- ið fyrr en nú. „Það er eins og þessi leið hafi valið mig frekar en ég hana. Ég hafði lítið leitt hugann að kvikmyndaleik- stjórn fyrr en þessari hug- mynd laust niður, en hún lét greinilega vita af sér þegar ég var tilbúinn til þess. Ég hef nú sankað að mér reynslu og öðl- ast ákveðin höfundareinkenni sem reynast mér í dag raunhæf til að gera og prófa eitthvað nýtt og frábrugðið. Það sem mér finnst spennandi nýjung í þessu starfi er að fá tækifæri til að vinna lengur með tilf- inningar áhorfenda. Fyrir mér snýst þetta ekki um að vera bíómyndatöffari í Hollywood heldur tækifæri fyrir mig sem skapandi einstakling til að fá hér tól til þess að segja sögur í lengri tíma, það er það sem þetta snýst um. Ég las einmitt viðtal við leikstjórann Pedro Almodovar, þar sem hann fer yfir nýjustu kvikmynd sína, sem margir vilja meina að sé sjálfsævisaga. Þar segir hann: „Ef ég hefði engar sögur að segja, hvað gæti ég þá gert“, ég tengi sterkt við þetta sjálf- ur því það er það sem mað- ur gerir, hvort sem það snýr að auglýsingum, bíómyndum eða tónlistarmyndböndum – þetta snýst allt um að segja sögur. Frásagnirnar sem þú segir eru auðvitað persónu- bundnar og enginn að segja hverjar séu betri eða verri, en snýst að mestu leyti um að segja söguna.“ Fyrsta skandinavíska hryll- ingsþáttaserían Spurður hvað sé framundan sé kvikmyndin frátalin, segir Þór- hallur að auglýsingatökurn- ar haldi áfram að flokkast sem dagvinna þótt gæluver- kefnin séu fleiri en bara bíó- myndin. „Við Óttar erum með fleiri járn í eldinum en bara þessa kvikmynd því við höfum undanfarna mánuði verið að semja saman handrit að því sem virðist, samkvæmt mín- um bestu rannsóknum, vera fyrsta skandinavíska hryll- ingsþáttaserían. Þetta hefur verið helvíti skemmtilegt ver- kefni sem við höfum bæði eytt tíma og púðri í en við stefnum á að kynna það fyrir Netflix á næstu dögum. Til að segja ör- lítið frá því, þá gerist sagan í íslensku sjávarþorpi í kring- um 1990 en að því sögðu höf- um við engan grun um það hvernig erlendir framleið- endur muni taka í þessa hug- mynd, þótt við Óttar séum spenntir og klæi í fingurna að víkka út karakterana sem við erum þegar farnir að þenja út. Í fullkomnum heimi færi kvik- myndin í tökur næsta sum- ar og svo myndum við vinda okkur beint yfir í þessa þátta- gerð strax veturinn á eftir, en ég hef lært það, að í þessum bransa er ekkert fast í hendi og allt tekur sinn tíma. Því er ekkert að gera nema bíða og sjá hvert framtíðin leiðir okk- ur.“ n „Ef ég hefði engar sögur að segja, hvað gæti ég þá gert“, ég tengi sterkt við þetta sjálfur því það er það sem mað- ur gerir, hvort sem það snýr að auglýsingum, bíómyndum eða tónlistarmyndböndum – þetta snýst allt um að segja sögur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.