Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR 21. ágúst 2019
2008 – 154 létust í flugslysi í Madríd.
Á þessum degi,
20. ágúst
1888 – Þingvallafundur var haldinn
um stjórnarskrármálið.
1914 – Þjóðverjar náðu Brussel á sitt
vald í fyrri heimsstyrjöldinni.
1944– Reykjavíkurborg tók við rekstri
Strætisvagna Reykjavíkur.
1975 – Fyrsta íslenska konan kleif
Mont Blanc (Hvítafjall) í fyrsta sinn.
Síðustu orðin
„Mamma, mamma,
mamma.“
– Rithöfundurinn Truman Capote á
dánarbeði sínum.
Hártoganir um Modus-prinsinn
S
amtök iðnaðarins hafa sent
erindi til Neytendastofu
vegna Hermanns Óla
Bachmann Ólafssonar, hár-
greiðslumanns og eiganda hár-
snyrtistofunnar Modus, vegna
vafa um hvort Hermann hafi lok-
ið tilskildum prófum. Um lög-
verndaða iðngrein er að ræða og
samkvæmt lögum er bannað að
starfa sjálfstætt við iðnina nema
hafa lokið prófi og aflað sér leyf-
is til starfa. Aðeins þeir sem hafa
leyfi hafa réttinn til að kalla sig
hárgreiðslufólk eða hársnyrtifólk,
það eru þeir sem hafa sveins- eða
meistarabréf.
Ábending barst blaðamanni
um að umræddur Hermann væri
réttindalaus og að málið lægi nú
inni á borði hjá Neytendastofu.
Samtök iðnaðarins staðfestu við
blaðamann að hafa heyrt af mál-
inu og einnig að hafa sent erindi
vegna þess til Neytendastofu. Í
svari SI við fyrirspurn blaðamanns
segir: „Með hliðsjón af iðnað-
arlöggjöfinni hafa Samtök iðnað-
arins vakið athygli Neytendastofu
á þessu tiltekna máli sem þú nefn-
ir. Það er í höndum Neytendastofu
að kanna þetta nánar og bíða
Samtök iðnaðarins úrskurðar.
Starfsheitið og hársnyrtiiðnin er
lögvernduð og þannig er verið að
vernda hagsmuni neytenda. Mega
því aðeins sveinar og meistarar í
iðninni starfa í hársnyrtiiðn. Nem-
ar mega starfa undir handleiðslu
meistara. Iðnaðarlöggjöfin veitir
því ákveðna tryggingu fyrir neyt-
endur.“
Hárgreiðslustofan Modus fagn-
aði tíu ára afmæli sínu á síðasta ári
og rekur stofu bæði í Smáralind í
Kópavogi og á Glerártorgi á Ak-
ureyri. Hermann Óli hefur notið
mikillar hylli í faginu. Hann hef-
ur tekið að sér brúðarhárgreiðslu,
hárgreiðslu fyrir ýmsa viðburði
eða myndatökur og er gjarn-
an leitað til hans sem málsmet-
andi einstaklings þegar rætt er
um stefnur og strauma í hártísku.
Hann rekur einnig verslunina har-
vorur.is sem selur margs konar
hárvörur.
Hermann Óli segir í samtali
við blaðamann að þessar ásakan-
ir standist ekki skoðun. Hann hafi
lokið sveinsprófi með prýði í febr-
úar síðastliðnum og hann taki slík-
ar ásakanir og einelti alvarlega.
Ekki þarf þó að efast um færni
Hermanns til að gegna starfinu.
Hann hefur notið mikilla vin-
sælda en þó virðist einhverjum
vafa undirorpið hvernig stöðu
réttinda hans er háttað og ljóst að
annaðhvort Hermann eða Sam-
tök iðnaðarins segja ekki hárrétt
frá. Það verður því fróðlegt að sjá
hvaða afgreiðslu erindi SI fær hjá
Neytendastofu svo neytendur
geti vitað upp á hár hvort réttindi
Hermanns séu til staðar eða ekki.
n Samtök iðnaðarins og Hermann Óli í hár saman n Einhver segir ekki hárrétt frá„ Það er í höndum
Neytendastofu
að kanna þetta nánar
og bíða Samtök
iðnaðarins úrskurðar
Erla Dóra
erladora@dv.is
Hermann Óli Ólafsson með móður sinni, Jóhönnu
Bjarnadóttur. Ljósmyndari Ásta Kristjánsdóttir.