Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Blaðsíða 82

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Blaðsíða 82
PRESSAN 21. ágúst 201982 Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is FERÐIR SEM SNÚAST UM LÍF OG DAUÐA n Hátt verð á insúlíni hrekur Bandaríkjamenn til Kanada n Verð á lyfjum heldur áfram að hækka þvert á fögur fyrirheit „Sparnaður einstaklings get- ur numið allt að 3.000 dollur- um við að kaupa þriggja mánaða skammt af insúlíni í Kanada frekar en í Bandaríkjunum. Þ rátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna held- ur verð á lyfjum áfram að hækka í Bandaríkjunum. Örvæntingarfullir Bandaríkja- menn eru því farnir að leggja leið sína til Kanada til að kaupa insúlín og önnur lyf. Donald Trump Bandaríkjaforseti hef- ur oft skammast út í lestir inn- flytjenda sem streyma í gegnum Mexíkó til Bandaríkjanna. En það eru líka til bandarískar lest- ir, lestir sem samanstanda af rút- um og stórum fólksbílum. Þær fara yfir landamærin til Kanada og heim aftur. Þeir sem þr eru á ferð hafa þó alls ekki í hyggju að sækja um hæli í Kanada og ferð- ir þeirra snúast um líf og dauða. Insúlín án lyfseðils Rúmlega sjö milljónir Banda- ríkjamanna þjást af sykursýki og þurfa að nota insúlín. Frá því á tíunda áratug síðustu ald- ar hefur verðið hækk- að um 1.200 prósent að sögn hagsmuna- samtaka sykursjúkra. Þetta hefur valdið því að margir sykursjúk- ir skammta sér þetta lífsnauðsynlega lyf. Áður var ólöglegt fyrir Bandaríkja- menn að kaupa insúlín erlend- is en bandaríska lyfjaeftirlitið, FDA, breytti nýlega reglum sín- um og heimilaði Bandaríkja- mönnum að koma með þriggja mánaða skammt af lífsnauðsyn- legum lyfjum til landsins. Þetta hleypti miklu lífi í ferðir fólks til Kanada gagngert til að kaupa lyf. Þar er hægt að kaupa insúlín án þess að framvísa lyfseðli. Yf- ir- völd í Vermont, Flórída og Colorado eru nú að kanna möguleikana á að hefja innflutning á insúlíni frá Kanada. Ekki liggur enn fyrir hvort það sé hægt út frá lagalegu sjónarmiði. Ótrúlegur verðmunur Verð á insúlíni er orðið svo hátt í Bandaríkjunum að fjórði hver Bandaríkjamaður, sem þjá- ist af sykursýki, er byrjaður að skammta sér insúlín. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar. Ótrúlegur verðmun- ur er á insúlíni í þessum tveim- ur nágrannaríkjum. Í Kanada er verðið aðeins um tíundi hluti þess sem það er í Bandaríkjun- um. Það er því mikill fjárhagsleg- ur ávinningur fyrir sykursjúka að kaupa insúlín í Kanada. En það að sykursjúkir fari saman í lest yfir landamærin til að kaupa sér insúlín er ekki aðeins til að kaupa lyfið. Þeir gera þetta einnig til að vekja athygli á verði lyfsins, og fleiri lyfja, í Bandaríkjunum og til að sýna að eitthvað mikið er að verðmynduninni í Bandaríkj- unum. Sparnaður einstaklings getur numið allt að 3.000 dollur- um við að kaupa þriggja mánaða skammt af insúlíni í Kanada frekar en í Bandaríkjunum. Tvö störf dugðu ekki fyrir lyfjum Dæmi eru um Bandaríkjamenn sem hafa látist af þeirri ástæðu einni að þeir höfðu ekki efni á að kaupa sér insúlín. Nýlega lést 21 árs karlmaður vegna þessa. Hann var í tveimur störfum til að hafa í sig og á en það dugði ekki til og hann hafði ekki efni á að kaupa þetta lífsnauðsynlega lyf. Bæði demókratar og repúblikan- ar hafa árum saman heitið því að verð á lyfseðilsskyldum lyfjum skuli lækka. Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni 2016 að hann myndi „semja brjálæðis- lega“ við stóru lyfjafyrirtækin til að þetta markmið næðist. En þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórn- málamanna hefur þróunin ver- ið á hinn veginn og verðið hefur hækkað. Á fyrri helmingi ársins hækkaði lyfjaverð fjórum sinn- um meira en verðbólgan. Frá 2012 til 2016 tvöfaldaðist verð á insúlíni. Í leiðara New York Times frá því í byrjun júlí sagði að þessi þróun sýndi veikleika bandaríska heilbrigðiskerf- isins. Bandaríkjamenn greiði meira fyrir lyf en íbúar nokkurs annars lands í heiminum. Það séu svo margir sjúklingar sem skammta sér lyf eða sleppa því að taka nauðsynleg lyf að sögur um fólk sem deyr vegna skorts á nauðsynlegum lyfjum eru orðn- ar hversdagslegar. Aðgerðir hafa ekki dugað til Umræðan um þetta hefur kom- ið smávegis hreyfingu á málin en þó ekki mjög mikilli. Þingið hefur staðið fyrir opnum fundum um málið. Eitt sjúkratryggingafélag hefur sett þak á hlut sjúklinga í greiðslu fyrir insúlín en aðal- vandamálið virðist vera hvernig lyfjaverð er ákveðið á markaðn- um. Lyfjafyrirtækin semja við hvert og eitt sjúkratryggingafé- lag um verð. Þetta veldur því að til er ógegnsætt lag milliliða sem þrýsta verðinu upp. Auk þess heldur einkaleyfisvernd keppi- nautum frá markaðnum. Þá hefur sú þróun orðið á undan- förnum áratugum að sjúkra- tryggingafyrirtækin þrýsti stærri hluta lyfjareikningsins yfir á við- skiptavini sína til að bæta eigin rekstrarafkomu. Í Kanada sem- ur ríkið hins vegar beint við lyf- jafyrirtækin um verð og tryggir það miklu lægra verð. Árangur Trump lítill Ríkisstjórn Trump hefur tekið nokkur skref til að auka vernd neytenda. Tillögum hennar hefur verið slegið upp á Twitt- er og í sjónvarpi en árangur- inn er hins vegar ekki mikill og ekki mikið til að stæra sig af. Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar fólst í að lyfjafyrirtækin ættu að skýra frá heildsöluverði lyf- janna í sjónvarpsauglýsingum þegar þau auglýstu lyf sín. Dóm- ari bannaði þetta í júlí því regl- ur á borð við þessar heyra undir þingið en ekki forsetaembættið. Önnur aðgerð ríkisstjórnarinnar var að tryggja sjúklingum afslátt í gegnum Medicare, sem er op- inbert sjúkratryggingakerfi fyrir aldraða, en hún var fljótt dregin til baka eftir að ljóst var að kostn- aður ríkisins vegna þessa hefði orðið 177 milljarðar dollara á tíu ára tímabili. Trump lýsti því síð- an yfir nýlega að hann hygðist gefa út forsetatilskipun um mis- munun til að tryggja að lyfjaverð í Bandaríkjunum verði alltaf það lægsta í heimi. n Við mælum rafgeyma og skiptum um H ra ðþjónusta Er ferðavagnin rafmagnslaus Frístundarafgeymar í miklu úrvali Bíldshöfði 12 - skorri.is - 5771515 Ung baráttukona Þessi stúlka heldur á skilti þar sem stendur Insúlín bjargar lífi mínu er forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders talar á fjöldafundi um verð á insúlíni í Bandaríkjunum. Mynd: Getty Images Alvarlegt mál Dæmi eru um að fólk með sykursýki skammti sér lyf til að spara. Mynd: Getty Images Ekkert til að hrópa húrra yfir Donald Trump þarf að grípa til einhverra ráða til að sporna gegn þessari þróun á lyfjamarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.