Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 ggESSUHöBÍS Dömudeild Fullt af pilsum, toppum og flottum skóm og stígvélum í jólapakkann T.d. Náttföt kr. 1.900,- Leðurjakkar kr. 9.990,- Húfur, töskur, skartgripir, úr og fleira Herradeild Mikið úrval af skyrtum, bindum, jakkafötum og skóm í jólapakkann T.d. Treflar 1.990,- Blend bolir 1.990,- Lloyd inniskór í gjafaöskju 4.995,- Orkuveita Reykjavíkur tekur við fjórum fráveitum Samningar voru undirritaðir í síðustu viku um að Orkuveita Reykjavíkur taki við rekstri fjögurra ffáveitna sveitarfélaga á athafha- svæði fyrirtækisins ffá og með ára- mótum. Um er að ræða Fráveitu Reykjavíkur, Fráveitu Akraness, Fráveitu Borgarbyggðar og Frá- veitu Borgarfjarðareveitar, en þessi sveitarfélög eru eigendur Orku- veitu Reykjavíkur. I fféttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir að á þessum tímamótum taki við nýr kafli í rekstri hennar sem fyrir sér við- skiptavinum sínum fyrir rafmagni, heitu vatni, köldu vatni og gagna- veitu. „Rekstur fráveitu er sam- bærilegur reksmr og í öðrum veit- um og þessi nýja starfsemi nýtir innviði fyrirtækisins. Nýjum stoð- um verður rennt undir starfsemi ffáveitnanna, sem eru misjafnlega á vegi staddar í því mikla tunhverfis- verkefni sem ffáveitur eru,” segir í tilkynningunni. Þá segir að til töluverðra fjárfest- inga þurfi að koma á næstu árum hjá fráveitunum á Akranesi, Borg- arnesi og í Borgarfjarðarsveit til þess að mæta kröfum reglugerða. Heildarverðmæti fráveitumann- virkja, sem Orkuveita Reykjavíkur tekur nú við er um 22 milljarðar. Nánar verður fjallað um samn- inginn og afleiðingar hans fyrir íbúa á suðurhluta Vesturlands í Skessuhorni á nýju ári. HJ Vilja lögregluþjón til Reykhóla Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur ítrekað þá ósk sína að lög- reglumaður verði búsettur á Reyk- hólum en í dag þarf að sækja lög- reglu til Patreksfjarðar ef eitthvað bjátar á í hreppnum. Vegna vega- lengdar er því lítið lögregluefrirlit á Reykhólum og úr því vill hrepps- nefhdin bæta. A fundi í síðustu var samþykkt á- fyktun þar sem þessi skoðun var á- réttuð vegna nýrra tillagna um ný- skipan lögreglumála. I ályktuninni segir meðal annars: “Hreppsnefhd Reykhólahrepps fagnar öllum hugsanlegum umbótum á löggæslu í Reykhólahreppi, en eins og áður hefur komið ffam hefur lögregl- unni á Patreksfirði ekki verið sköp- uð viðunandi aðstaða til þess að veita íbúum sveitarfélagsins lög- gæslu. Fyrirliggjandi tillögur ffam- kvæmdanefndar um nýskipan í lög- reglumálum gera ráð fyrir að lög- reglustjórn í Reykhólahreppi flytj- ist ffá Patreksfirði til Borgarness. Hreppsnefiidin telur mun mikil- vægara að efla löggæslu á Reykhól- um með þeirri aðalkröfu að stöðu lögreglumanns verði komið upp á Reykhólum og til vara að fjölgað verði í liðinu í Búðardal. Tillögur nefhdarinnar gera ekki ráð fyrir efl- ingu af þessu tagi og vandséð að löggæsla í Reykhólahreppi eigi eft- ir að eflast við það eitt að lögreglu- stjórnin flytjist til Borgarness og að Dalasýsla verði áfram eina sýslan með einn lögreglumann. Hreppsnefnd lýsir yfir eindregn- um stuðningi við fyrirliggjandi til- lögu sýslumannsins á Patreksfirði um sameiningu lögregluliðanna á Patreksfirði, í Búðardal og á Hólmavík undir eina stjórn og tel- ur að það geti verið mjög góð lausn fyrir íbúa á þessu svæði, ekki síst í Ijósi þeirra vegabóta sem ffamund- an eru á næstu árum í Gufudalssveit til Patreksfjarðar annars vegar, og um Arnkötludal til Hólmavíkur hins vegar.” HJ Flutningaskip strandaði við Grundartanga Grískt flutningaskip, Polydefk- mönnum og skipið er talið hafa is, strandaði í fjörunni við álverið á skemmst lítillega. Skipið var dreg- Grundartanga um miðnætti á ið að Grundartangahöfn um fjög- laugardagskvöld. Engin slys urðu á urleytið um nóttina. MM Barnadeildin full af skemmtilegum jólagjöfum Til minnis Vib minnum á ab vera gób vib hvort annab á jólunum. Elsk- um vini okkar, fjölskyldu og samferbarfólk allt og njótum hátíbarstundanna sem í hönd fara meb Ijós í hjarta. Vectyrhorfwr Gert er ráb fyrir ab næstu daga verbi vætusamt en þó er von á þurru vebri mibvikudag. Gera má ráb fyrir hvítri jörb á fimmtudag. Hiti á bilinu -2 til +5 stig. , Spijrninc) viKnnnar I síbustu vil<u var spurt á Skessuhornsvefnum: "Hvaba þingmabur NV kjördæmis hef- ur stabib sig best á árinu?" Niburstaban varb sú ab flestir völdu Sturlu Böövarsson, eba 29,7%. í öbru sæti varb Krist- inn H Gunnarsson meb 22,9%, þá Einar K Guöfinnsson meb 9,7% og Sicjurjón Þórbarson meb 8,6%. I réttri röb þar á eftir komu Jón Bjarnason, Gub- jón A Kristinsson, Jóhann Ár- sælsson, Magnús Stefánsson, Einar Oddur Kristjánsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir. í næstu viku spyrjum vib: „Trúirþú aö áriö 2006 veröi betra en 2005 fyrir þig?" Svaraöu án undanbragöa á www.skessuhorn.is VestlencfinjHr vikwmeir Vestlendingur vikunnar er Sæ- mundur Sigmundsson, sérleyf- ishafi í Borgarnesi. Hann hefur um áratugaskeib sinnt fólks- flutningum í Borgarfirbi og víb- ar á Vesturlandi og gert þab meb sóma. Nú um áramót hættir hann sérleyfisakstri. ✓ A nýju ári VESTURLAND: Jólablað Skessuhorns er jafhframt síð- asta tölublað ársins. Fyrsta blað á nýju ári kemur út miðviku- daginn 4. janúar. Þar verða m.a. kynnt úrslit í valinu á Vestlend- ingi árins 2005. Fram til 28. desember er hægt að senda inn tilnefhingar um mann ársins á netf: skessuhorn@skessuhorn.is Skrifstofa blaðsins verður opin dagana 29. og 30. desember og frá og með mánudeginum 2. janúar á venjulegum skrifstofu- tíma. Þá verður hægt að senda inn efni og panta auglýsingar vegna fyrsta tölublaðs nýs árs. Gieðilega hátíð! -ritstj. Svipaður afli VESTURLAND: í nóvember var landað 6.137 tonnum af sjávarfangi í höfnum á Vestur- landi. Er það svipaður afli og í sama mánuði í fyrra en þá var landað 6.187 tonnum. Frá ára- mótum hefur töluverður sam- dráttur átt sér stað í lönduðum afla í landshlutanum. Fyrstu ellefu mánuði ársins var landað 93.741 tonni en á sama tíma í fyrra var landað 150.163 tonn- um. Samdrátturinn er því um 37,5% á milli ára. Mestur hefrir samdrátturinn orðið í kolmunna. I fyrra var landað rúmum 36 þúsund tonnum en engum kolmunna hefur verið landað í ár. Þá hefur talsverður samdráttur orðið á mílli ára í loðnu- og síldarafla. Aukning hefur hins vegar orðið í ýsu og karfa svo einhverjar tegundír séu nefhdar. -bj Byggðakvóta úthlutað SNÆFELLSBÆR: Bæjar- stjórn Snæfellsbæjar hefur út- hlutað byggðakvóta þeim er í hlut sveitarfélagsins kom í haust. Til Olafsvíkur komu 90 tonn og var þeim úthlutað jafnt til níu báta. Þeir eru: Guð- mundur Jensson SH-717, Steinunn SH-167, Konráð SII- 60, Ólafur Bjarnason SH-137, Gunnar Bjarnason SH-122, Benjamín Guðmunds SH-208, Linni SH-303, Egill SH-195 og Sveinbjörn Jakobsson SH- 10. Til Rifs var úthlutað 70 tonnum og var þeim úthlutað jafnt til sjö báta. Þeir eru: Rifs- ari SH-70, Esjar SH-75, Þor- steinn SH-145, Hamar SH- 224, Saxhamar SH-50, Rifsnes SH-44 og Bára SH-27. Tveir bátar í viðbót sóttu um byggða- kvóta Rifs en bæjarstjórn telur að þeir hafi ekki uppfyllt skil- yrði reglugerðar sem sett var vegna úthlutunar kvótans. -hj Umferðarhraði verði lækkaður AKRANES: Bæjarstjórn Akra- ness samþykkti á fundi í síðustu viku tillögu um að hámarks- hraði verði lækkaður niður í 35 km á klukkustund í völdum í- búðagötum og við skóla á næstu árum. Þannig verði stuðlað að bættu umferðaröryggi á Akra- nesi eins og segir í tillögunni. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar en bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. -hj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.