Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 SIESSUHÖBKI Eins og lesendur hafa áttað sig á er vonlaust að gera verkum Bjarna Guðráðssonar skil í stuttu blaða- viðtali. Til þess hefur hann verið of afkastamikill. A hverju og einu átakatímabili í hans lífi, sem hann nefnir svo, hefur hann ásamt sam- ferðarmönnum sínum komið svo miklu í verk að fullsæmandi væri sem æviverk meðalmanns. Þessi verk hefur Bjarni hins vegar unnið til hliðar við svokallað ævistarf sitt, sem er búskapurinn. Af félagsstörfum Bjarna er þó margs ógetið eins og hans miklu störf í félagsmálum bændastéttar- innar. Ekki má heldur gleyma þrekvirkinu sem var útgáfa á rit- verkinu Byggðir Borgarfjarðar sem minnst var á í upphafi þessa við- tals. Hann sagði við mig þegar við hófum spjall okkar að hann væri efins um að segja þessi sögubrot úr sínu lífi. Frásögnin gæti orðið á þann veg að lesendur héldu að hann hefði ávallt verið einn á ferð. Það væri fjarri sanni. Hans lán í líf- inu væri að hafa átt marga og dug- lega samstarfsmenn. Svo ekki sé nú minnst á Sigrúnu. Bjarni er frumkvöðull af besm gerð. Liljur hans em svo margar að erfitt gæti reynst fyrir aðra að kveða þær. Og hann er ennþá að. -Halldór Jónsson. þakka velgjörðarmönnum upp- byggingarinnar í Reykholti fyrir hug sinn og smðning. Þá æfðum við nokkuð stranga efnisskrá og af- raksmr þeirrar vinnu má heyra á hljómdiski sem við gáfum út fyrir nokkm. Eins og ég sagði áðan leggjast félagsstörf oft á sama fólkið. Eg neita því ekki að þau hafa tekið mikið af mínum tíma í gegnum árin. Sérstaklega uppbyggingin í Reykholti. Það starf var með þeim hætti að þar urðu menn oft að ganga til verka þrátt fyrir að illa stæði á. Oft þurfti að hitta fólk vegna málsins með litlum fyrirvara og þá þurfti að hlaupa. Alag á mig varð því sjálfkrafa að álagi á Sig- rúnu því hún sinnti heimilishaldi og bústörfum. An hennar væri ég til lítils.” fmmhugmyndir að kirkjubygging- unni.” Að geyma orgel í 15 ár “Ástæðan fyrir því að ég treysti mér til þess að velta þessum orgel- málum fyrir mér var sú að ég hafði farið á sínum tíma í ferðalag með organistum um Evrópu. Við heim- sóttum margar kirkjur og það sem meira var, við heimsóttum marga orgelsmiði þannig og þar fékk ég innsýn í smíði og endurbætur á þessum hljóðfæmm. Af þessari á- stæðu treysti ég mér til þess að bregðast við þegar ég frétti af Dómkirkjuorgelinu. Ég stóð því að mörgu leyti í betri aðstöðu en margir aðrir. Það kom líka í ljós að það vom ekki margir sem áttuðu sig á möguleikum þessa hljóðfæris. hjálpuðu okkur við að taka það niður og búa um það til geymslu. Á þessum tíma var ég nýbúinn að stækka verkfærahús hér á jörð- inni. Eg tók því hluta af því húsi undir orgelið og þar var það geymt í 15 ár á meðan bygging kirkjunn- ar stóð yfir. Að þessum 15 áram liðnum var það sent út til Dan- merkur til viðgerðar og endur- byggingar. Við höfðum upphaflega fengið hagstætt tilboð í viðgerðina frá Frobenius & sönner í Dan- mörku árið 1987. Það er gaman að rifja það upp þegar Henning Jen- sen forstjóri danska fyrirtækisins kom í skúrinn til mín árið 1987 að skoða orgelið. Hann taldi að það mundi verða sem nýtt. Endurgerð- in var auðvitað töluvert kostnaðar- söm og orgelsjóður Bjarna Bjarna- Hljómburðurinn í kirkjunni er líka svo góður að í henni hefur verið vinsælt að hljóðrita tónlist. Eftir vígslu kirkjunnar áður en efnt var til hinnar árlegu Reykholtshátíðar tóku nokkrir menn sig saman og beittu sér fyrir söfnun fyrir flygil- hljóðfæri í kirkjuna undir forystu Jóns Kristleifssonar. Við fundum lítið notað hljóðfæri sem hentaði vel og hefur staðið sig með prýði.” Ekki hættur enn “Við hætmm kúabúskap vorið 1999. Við leigðum jörðina og seld- um búið og flest tækin til fólks sem býr hér á jörðinni. Við búum hér líka. Um nokkurra ára skeið hef ég sinnt ýmsum störfum fyrir Snorra- stofu. Eg er nú að hætta því. Eg er nú ekki lagstur í helgan stein, Fleiri hljóðfæri keypt “Ég hef ávallt verið áhugamaður um góð hljóðfæri. Mér finnst sam- komuhús vanta sál ef ekki eru þar til staðar góð hljóðfæri. Annað hljóðfærið sem ég kom að kaupum á var flygill sem keypmr var í Logaland. Það var flygill af Steinway gerð. Það er kannski gleymt en í mörg ár var þetta einn besti flygill á landinu. I Logaland komu tónlistarmenn langan veg til þess eins og spila á hljóðfærið. í húsinu hafa verið teknar upp hljómplömr eingöngu vegna þessa góða hljóðfæris. Hljómur þess og viðmót er í sérflokki. Upphaf kaupanna á þessu hljóðfæri má rekja til þess að tónleikar vom haldnir í Logalandi. Að þeim lokn- um hitmmst við Jakob á Varmalæk. Hann dró upp ávísanahefti og ég sé að hann byrjar að skrifa ávísun. Hann réttir mér hana og segir að hann treysti mér til þess að sjá um að keyptur verði góður flygill í Logaland. Húsið verði að hafa gott hljóðfæri. Þetta vora 100 þúsund krónur, sem var meira en kýrverð þá. Þessi ávísun Jakobs varð því upphafið að því átaki sem skilaði þessum glæsilega flygli. Þegar hljóðfærið kom vantaði hestverð og þá lánaði Jakob eftirstöðvarnar vaxtalaust þar til það önglaðist saman. Með ámnum í org- anistastarfinu komst ég í kynni við marga innan stéttarinnar. Skömmu eftir að við fórum að móta hugmyndirnar að uppbyggingunni í Reyk- holti barst mér til eyrna að til stæði að skipta um orgel í Dómkirkjunni. Kom til orða að það yrði selt í pörtum og fólk gæti keypt eina og eina pípu sem minjagripi. Ég fór með framteikningar af hinni nýju Reykholts- kirkju til sérfræðinga og spurði þá hvort Dóm- kirkjuorgelið myndi passa þar. Að loknu mati þeirra töldu þeir að það myndi sóma sér vel þar. Með það fór ég til sókn- arnefndarinnar. Nefndin féllst á að leyfa mér að gera tilboð í orgelið með því skilyrði að kaupin yrðu ekki fjármögnuð af sókninni. Það var því orgelsjóður Bjarna Bjarnasonar sem stóð að kaupunum. Kaupverðið var 200 þúsund krónur og einnig urðum við að kosta niðurtöku orgelsins. Þegar því var lokið var kostnaður- inn kominn í um 500 þúsund krón- ur. Eins og ég sagði var á þessum tíma, árið 1985, aðeins komnar Heyskapur í Nesi í Reykholtsdal. Við vomm því nánast ein um hit- una. Þegar kom að því að taka það niður naut ég kynna minna af bændunum í Forsæti í Villinga- holtshreppi. Þeir höfðu á sínum tíma tekið niður pípuorgel í Landakirkju í Vestmannaeyjum og höfðu reynslu af orgelsmíði. Þeir sonar, sem áður er getið, stóð að baki kirkjunni og styrkti hana til verksins. Það fór fram fjársöfun og lögðu margir til. Endurgerðin tókst mjög vel og það var vígt um páska 2002. Við áttum síðan sam- starf við Félag organleikara um orgeltónleika til styrktar orgelinu. Organismm finnst fengur að end- urkomu þess í tónlistarlíf landsins. finnst ekki kominn tími til þess. í ljósi þess að ekki þarf að nýta öll tún á jörðinni hefur Hannes Þor- steinsson golfvallahönnuður teikn- að hér níu holu golfvöll. Ég er byrjaður jarðvinnu við völlinn og stefnan er sú að fólk geti slegið kúlur þar sumarið 2007 og kannski fyrr ef vel gengur. Með þessu Reykholt í Borgarfirói. Bjami lagði ómœlda vinnu í byggingu Reykholtskirkju og Snorrastofu sem formaður byggingamefndar. Ljósm: Mats. nýjasta uppátæki vil ég gera mér til ellidundurs nokkrar breytingar á nýtingu á hluta jarðarinnar. Ef þetta tekst veitir það einhverja þjónustu og atvinnu. Fjarlægðir og ferðatími til höfuðborgarsvæðisins er alltaf að styttast og frístunda- byggðir í héraðinu stækka sífellt. Því er vaxandi þörf á svona afþrey- ingu. Ég þykist vera að sinna kalli tímans. Ef vel gengur með upp- byggingu vallarins þarf að byggja þjónustuhús þannig að hægt sé að taka á móti fólki. Það eru því spennandi tímar framundan eins og ávallt.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.