Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 46
5A>'ir auoM'ao'jn nr a' I'lf fr 11ni íiíI 46 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 ggESSlíHOBRI Skemmtilegast að skreyta og pakka inn Rætt við Ellý í Hvíta húsinu um vinnuna, áhugamálin, húsið hennar og listina Ellý heima í stofunni sinni innan um jólaskrautiö. Hvíta húsið á Akranesi hefur verið starfrækt í gamla Iðnskóla- húsinu í þrjú ár. Umsjónarkona hússins í þann tíma hefur verið Elínborg Halldórsdóttir, eða Ellý eins og hún er alltaf kölluð. Ellý er myndlistarkona, kennari, smiður og fagurkeri sem finnst skemmtilegt að skreyta og fegra umhverfið um jólin. Skessuhom kíkti í heimsókn heim tál Ellýjar og í Hvíta húsið á aðventunni. Starfsemin er á ábyrgð unglinganna Dyr Hvíta hússins standa opnar ungmennum á Akranesi sem eru 16 ára og eldri. Ekki er þó um að ræða hefðbundna félagsmiðstöð heldur er hugmyndin sú að það sé samastaður fyrir þau. Ellý segir krakkana eiga að bera ábyrgð á starfseminni sjálf. “Þau sjá svolítið um þetta, um það hvað er að gerast hér. Börn og unglingar eru svo vön því að hafa dagskrá eða eitthvað prógramm, en það fylgir þeim al- veg frá leikskólaaldri. Hvíta húsið gengur út á það að þau ákveði sjálf dagskrána hérna í húsinu.” Hvíta húsið er því staður unga fólksins út í eitt. Ellý segir þetta ganga vel. “Það er oft munur milli árganga. Þetta fer mikið eftir krökkunum sjálfum og atvinnuástandi. Núna til dæmis er gott atvinnuástand og þá er minna um að vera hérna, en það er auðvitað bara jákvætt. Þá fara krakkarnir að vinna um leið og jólaffíið byrjar.” I húsinu er tölvuaðstaða, sjón- varp og skjávarpi. A effi hliðinni er starfrækt Menntasmiðja. “Hvíta húsið er menningarhús. Það er ennþá starfandi hérna af fúllum krafti danshópur, sem byrjaði sem hluti af fjöllistahópi sem var hérna í fýrra. I honum var þessi danshóp- ur, leiklistarhópur, tónlistarhópur og svo vefsíðugerð og myndlist. Þetta var Evrópuverkefni og við fórum og hittum aðra svona hópa í svissnesku Olpunum, sem var auð- vitað alveg meiriháttar.” Fastir liðir í Hvíta húsinu núna eru með- al annars áhorf á fótboltann, tölv- urnar eu mikið notaðar og það verður boðið upp á tölvunámskeið í húsinu eftir jól. Frítíminn er til njóta hans Starfið í Hvíta húsinu og hug- myndin þar á bak við er ekki for- varnarstarf í bókstaflegum skiln- ingi, en stuðlar engu að síður að vímulausri skemmtun fyrir ungt fólk á Akranesi. Afengi og önnur vímuefni eru bönnuð. Ellý segir það vera nauðsynlegt að unglingar hafi samastað þar sem skemmtunin gengur út á annað en þetta týpíska íslenska djamm. “Þau eiga að nota frítímann betur en í það að drekka eða nota vímuefni, til dæmis að koma hingað í Hvíta húsið til að spila eða gera eitthvað skemmti- legt. Þau eru oft tortryggin, því það má náttúrulega ekkert vera “ókúl” eða hallærislegt og það þarf stundum að sanna fyrir þeim að skemmtunina er að finna víða, ekki bara í djammi. Við erum hópsálir og það er þeim nauðsynlegt að eiga í samskiptum án þess að nota vímuefni. Svo finnst þeim undan- tekningarlaust alveg rosalega gam- an að gera aðra hluti, eins og til dæmis að spila Trivial Pursuit og spilakvöldin eru alltaf vinsæl enda eru hérna alltaf allir hér í miklu stuði.” Ellý vill með starfi sínu í Hvíta húsinu stuðla að góðum tengslum milli ungs fólks því vináttan sé eitt það mikilvægasta í lífinu. “Það er mikið að gera hjá unglingunum og ýmislegt sem kallar á þau. Það er mikilvægt fyrir þau að njóta tímans sem þau hafa aflögu. Ég hef til dæmis alltaf átt góðar vinkonur sem ég er í mjög miklum samskipt- um við. Karlar koma og fara en vinkonur eru. Það tekur nokkur ár fyrir svona starfsemi að skjóta rót- um, en ég held að Hvíta húsið sé á ákveðnum tímamótum núna og það er búið að festa sig í sessi.” Eigum bara að vera við sjálf En er ekki erfitt að keppa við djammið? “Þegar grunnskólanum lýkur þá standa unglingar á tíma- mótum og ætla sér oft að vera mjög fullorðin allt í einu. Það hjálpar heldur ekki ef einu sam- komustaðirnir fyrir ungt fólk eru vínveitingastaðir. Við eigum bara að vera við sjálf og njóta samvista við hvort annað, jafnvel þó við séum ekki að gera neitt sérstakt. Ég vil að krakkar séu skapandi og kunni að hafa ofan af fyrir sjálfum sér. Ekki bara nota frítíma sinn í fyllerí á skemmtistað. Það á svo oft við Islendinga að mínu mati að þeir geta ekki skemmt sér eins og þeir vilja því þeir eru svo hræddir um hvað aðrir eru að hugsa. Við verðum alltaf að halda kúlinu. Mér finnst nú bara töff að vera svolítið “uncool” og einstakur. Maður á að skemmta sér og hafa gaman af líf- inu. Það er allt í lagi að vera svolít- ið kjánalegur, ég er það oft og er alveg sama.” Að sögn Ellýjar er þetta bara spurning um að gefa einhverju öðru gaum. “Þau byrja oft á því að segja “ég kann þetta ekki.” En þetta er ekkert spurning um að þurfa að kunna eitthvað. Þú þarft ekkert að vera bestur, þú munt hafa gaman af um leið og þú byrjar. Ef maður er með skemmti- legu fólki er alltaf gaman.” Langar að mála meira Auk þess að sjá um Hvíta húsið hefur Ellý verið að kenna í Fjöl- brautaskóla Vesturlands þennan veturinn. “Ég kenni nýjan valáfanga innan félagsffæðibrautar í FVA sem heitir Skapandi störf. Þar er ég að þjálfa nemendur í því að vinna með ungum börnum að listsköpun, til dæmis að setja upp leikrit eða söngleiki. Nemendurnir eru 16 og 17 ára gamlir.” Það má segja að Ellý sé búin að koma sér vel fyrir á Akranesi þrátt fyrir að hafa aðeins búið í bænum í þrjú ár. Hún hefur verið varamað- ur í umhverfis- og skipulagsefnd Akraneskaupstaðar og er búin að smíða sér hús fyrir sig og börnin sín fjögur. “Já, ég er að smíða hús- ið mitt á Presthúsabraut sem er al- veg hreint æðislegur staður nálægt sjónum. Ég er nýbúin að smíða pallinn og núna er ég að gera bíl- skúrinn sem verður svo vinnustof- an mín.” Ellý segir gott að ala upp börn á Akranesi. “Þetta eru auðvit- að rosaleg forréttindi sem Akur- nesingar hafa sem er náttúran hérna. Ég átti áður heima í Breið- holti í Reykjavík, sem er barnvænt hverfi, en þetta er miklu betra. Hér höfum við Éangasand, bryggj- una, Akrafjallið, búðirnar í mið- bænum, þetta er alveg ffábært. Það er svo stutt á milli staða hérna að maður þarf ekki að eyða tímanum í vitleysu og stress eins og í borg- inni.” Ellý er myndlistarkona en hefur ekki haft mikinn tíma til að mála síðustu ár. “Ég ætla núna að fara að einbeita mér meira að myndlist- inni en hún er búin að sitja á hak- anum allt of lengi. Ég hef hrein- lega ekki haft tíma til að mála í nær tvö ár, en ég hef þó verið að vinna verk fyrir Skjá 1 og Iðnó til dæmis. Ég sór þess eið þegar ég flutti ffá “Það er um að gera að nota hugarflugið og skreyta eftir hjartans lyst. ” Ellý dreifir litlum jólastjömum ígluggasyllur og á húsgögnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.